Fjölmiðlar

Fréttamynd

Rit­sóðinn Helgi Seljan

Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsir vanþóknun sinni á nafngreindum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Í þessum skrifum virðist hann hafa kosið að líta alfarið framhjá þeim siðareglum sem hann er bundinn af sem starfsmaður ríkisfjölmiðilsins.

Skoðun
Fréttamynd

Fiskveiðiauðlindin II

Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði.

Skoðun
Fréttamynd

RÚV braut fjöl­miðla­lög með birtingu Exit á vefnum

Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu.

Innlent
Fréttamynd

Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra

Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Hefja árveknisátak gegn falsfréttum

Fjölmiðlanefnd hefur hrint af stað árveknisátaki gegn falsfréttum með stuðningi Facebook. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri nefndarinnar segir falsfréttir áberandi á samfélagsmiðlum og hafi jafnvel valdið miklum skaða

Innlent
Fréttamynd

Já, forsætisráðherra!

Sótt er að upplýsingarétti almennings rétt eina ferðina þessa dagana og er kannski ekki í frásögur færandi miðað við það hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni til þessa.

Skoðun
Fréttamynd

Ástralir vilja sjá Eurovision á Íslandi

Vinni Ástralir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva gæti svo orðið að Ísland muni fá það hlutskipti að halda keppnina en Viðskiptablaðið greindi í dag frá því að Ástralir hafi sent beiðni þess efnis.

Lífið
Fréttamynd

Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn

Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi.

Viðskipti innlent