Fjölmiðlar

Hefur viku til að stefna blaðamanni
Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla.

Elís Poulsen látinn
Hafði glímt við alvarleg veikindi.

Formaður Trans Ísland segir skopteiknara Moggans til syndanna
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtaka fyrir trans fólk á Íslandi, gagnrýnir harðlega skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Segir hún teiknarann á bak við myndina mega skammast sín.

Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils
Seðlabankinn er skyldur til að afhenda blaðamanni samning bankans um námsleyfi starfsmanns. Bankinn afhendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðar um afhendingu þess. Segir orðspor bankans skerðast með óbætanlegum hætti

Yfirlýsing ritstjórnar: Umfjöllun um mótmæli
Yfirlýsing ritstjórnar fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar vegna umfjöllunar um mótmæli.

Borgarstjóri vísar skrifum Hringbrautar til föðurhúsanna
Hringbraut gerði að því skóna að Dagur B. Eggertsson hafi fengið gefins miða á Secret Solstice fyrir hátt í hálfa milljón króna.

Helgi kaupir í Stoðum fyrir um tvö hundruð milljónir króna
Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, keypti í fjárfestingarfélaginu Stoðum fyrir jafnvirði um 200 milljónir króna undir lok síðasta mánaðar.

Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir
„Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.

Telur að tillögur torveldi að lögin nái því markmiði að auka gagnsæi
Í áformum um lagasetningu kemur fram að tillögurnar, sem eru lagðar fram af forsætisráðuneytinu séu viðbrögð við athugasemdum Samtaka atvinnulífsins við síðasta frumvarp til upplýsingalaga.

Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins
Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins.

Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða
Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra.

Útgáfufélag Fréttablaðsins skilaði 39 milljóna króna hagnaði í fyrra
Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, hagnaðist um tæplega 39 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Rekstrartekjur Torgs voru 2,57 milljarðar króna á árinu.

Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði
Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði.

Kjarninn bætir við hluthöfum
Hlutafé var einnig aukið lítillega og er ætlunin sögð að nota það til að bæta við stöðugildum og styrkja starfsemi Kjarnans.

Blaðamaður Moggans þverneitar að tjá sig um nýfallinn siðanefndardóm
Fyrsta skipti síðan Mogginn er fundinn sekur um brot við siðareglum BÍ í 53 ár.

Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi
Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar.

Útgáfa nýs efnis undir merkjum Mad Magazine hættir
Útgáfu á nýju efni undir merkjum Mad Magazine verður hætt, 67 árum eftir að útgáfa hófst.

Gissur kvaddi hljóðnemann með kossi
Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgjunni, kvaddi kollega sína á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á Suðurlandsbraut 10 í morgun.

Davíð uppnefnir Þorgerði kóngsdóttur í Klofningi
Davíð Oddsson í miklu stuði í sínum nýjasta leiðara og uppnefnir fólk og fyrirbæri vinstri hægri.

Óheimil kostun hjá RÚV í tvígang
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpinu hafi verið óheimilt að kosta sjónvarpsþættina #12stig og Alla leið sem sýndir voru á RÚV fyrr á þessu ári.

Simmi Vill orðinn talsmaður svína- og kjúklingabænda
Sigmar Vilhjálmsson ætlar sér að létta bændum umræðuna.

Kristín Eysteins blandar sér í baráttuna um Þjóðleikhússtjórastólinn
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra.

Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun.

Bogi Ágústsson blómstrar í hlutverki andahirðis: „Kjánaprik, við ætlum að fara þessa leiðina“
Bogi Ágústsson, fréttaþulur og fréttamaður á RÚV, lenti í miklu ævintýri í hjólatúr í miðborginni í dag þegar hann fann sig skyndilega í hlutverki andahirðis.

Björn Bjarnason kallar eftir rökum frá Davíð
Björn segir að Morgunblaðið skuldi lesendum sínum skýringu á valdaframsalinu sem það telur felast í þriðja orkupakkanum og sé forsenda andstöðu blaðsins við hann.

Þetta eru ummælin sem Jón Baldvin stefnir Aldísi og RÚV fyrir
Jón Baldvin Hannibalsson gerir enga fjárkröfu í stefnu á hendur dóttur sinni Aldísi Schram fyrir meiðyrði. Hann krefst þess einfaldlega að tíu ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin snúa að ásökunum um barnaníð, ólögmæta frelsissviptingu og sifjaspjell.

Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði.

Bótaskylda Jóns Ársæls vegna Paradísarheimtar staðfest
Málið er nú í sáttaferli.

„Troðið þessu Reflexi upp í No No nótoríusið á ykkur!“
Lunti og gleðitár á Duran Duran-tónleikunum.

RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm
Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu.