Fjölmiðlar

Fréttamynd

Ráðherra segir að sátt verði að ríkja um störf fjölmiðlanefndar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald.

Innlent
Fréttamynd

Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér

Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017.

Innlent
Fréttamynd

Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu

Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans.

Innlent
Fréttamynd

Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum

Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

RÚV er fíllinn í stofunni

Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Spartakus mættur í Landsrétt

Guðmundur Spartakus Ómarsson er mættur í Landsrétt til þess að gefa þar skýrslu í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn Atla Má Gylfasyni, blaðamanni, vegna umfjöllunar eftir hann sem birtist í Stundinni í desember 2016.

Innlent