Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Andri Eysteinsson og Sylvía Hall skrifa 26. nóvember 2019 18:10 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. Blaðamannafélag Íslands og Samtök Atvinnulífsins höfðu undirritað samninginn síðasta föstudag, 22. nóvember. Greidd voru atkvæði um samninginn í dag, 26. nóvember en 380 voru á kjörskrá. Kjörsókn var 38,7% en 147 greiddu atkvæði um samninginn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru á þá leið að Já sögðu 36 eða 24,5%, Nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.Vísir/VilhelmSegir blaðamenn senda skýr skilaboð „Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta hefur algjörlega legið fyrir og þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem blaðamenn senda mjög skýr skilaboð til sinna atvinnurekenda að þeir vilji hófsamar breytingar á þeirra kjöri sem henta stéttinni,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. „Ég vona að þetta verði til þess að það verði hlustað á okkur og við getum sest að samningaborðinu og náð hóflegum samningum.“ Hann segir ljóst að mikil samstaða sé á meðal blaðamanna og niðurstöðurnar sýni það svart á hvítu. Kjörsókn hafi verið um 40% og um 95% þátttaka hjá þeim miðlum sem hafi verið í „átökum“. Samstaðan sé sterk þó svo að samningaviðræður hafi gengið erfiðlega. „Það þarf enginn að efast um það að það er gríðarleg samstaða á meðal blaðamanna og mikið gleðiefni, enda vita þeir að á þeim brennur eldurinn,“ segir Hjálmar. Ríkissáttasemjari hefur gefið það út að boðað verði til fundar og á Hjálmar von á því að það verði strax á morgun eða á fimmtudag. Að óbreyttu standa þær vinnustöðvanir sem frestað var í síðustu viku og verður því verkfall á netmiðlum næstkomandi föstudag og á prentmiðlum á fimmtudag í næstu viku ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma.Niðurstöðurnar vonbrigði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar vera vonbrigði, staðan sem upp sé komin sé orðin alvarleg. Halldór Benjamín segir að 97% fólks á almennum vinnumarkaði hafi samið undir merkjum lífskjarasamningsins, samningsins sem blaðmenn höfnuðu í dag. Halldór segir einnig að lítil kjörsókn hafi komið honum á óvart en miðað við umræðuna hafi mátt búast við þeirri niðurstöðu sem varð. Halldór segir að nú sé boltinn hjá Blaðamannafélagi Íslands og væntir hann útspils frá BÍ á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Blaðamenn Vísis eru flestir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. Blaðamannafélag Íslands og Samtök Atvinnulífsins höfðu undirritað samninginn síðasta föstudag, 22. nóvember. Greidd voru atkvæði um samninginn í dag, 26. nóvember en 380 voru á kjörskrá. Kjörsókn var 38,7% en 147 greiddu atkvæði um samninginn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru á þá leið að Já sögðu 36 eða 24,5%, Nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.Vísir/VilhelmSegir blaðamenn senda skýr skilaboð „Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta hefur algjörlega legið fyrir og þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem blaðamenn senda mjög skýr skilaboð til sinna atvinnurekenda að þeir vilji hófsamar breytingar á þeirra kjöri sem henta stéttinni,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. „Ég vona að þetta verði til þess að það verði hlustað á okkur og við getum sest að samningaborðinu og náð hóflegum samningum.“ Hann segir ljóst að mikil samstaða sé á meðal blaðamanna og niðurstöðurnar sýni það svart á hvítu. Kjörsókn hafi verið um 40% og um 95% þátttaka hjá þeim miðlum sem hafi verið í „átökum“. Samstaðan sé sterk þó svo að samningaviðræður hafi gengið erfiðlega. „Það þarf enginn að efast um það að það er gríðarleg samstaða á meðal blaðamanna og mikið gleðiefni, enda vita þeir að á þeim brennur eldurinn,“ segir Hjálmar. Ríkissáttasemjari hefur gefið það út að boðað verði til fundar og á Hjálmar von á því að það verði strax á morgun eða á fimmtudag. Að óbreyttu standa þær vinnustöðvanir sem frestað var í síðustu viku og verður því verkfall á netmiðlum næstkomandi föstudag og á prentmiðlum á fimmtudag í næstu viku ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma.Niðurstöðurnar vonbrigði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar vera vonbrigði, staðan sem upp sé komin sé orðin alvarleg. Halldór Benjamín segir að 97% fólks á almennum vinnumarkaði hafi samið undir merkjum lífskjarasamningsins, samningsins sem blaðmenn höfnuðu í dag. Halldór segir einnig að lítil kjörsókn hafi komið honum á óvart en miðað við umræðuna hafi mátt búast við þeirri niðurstöðu sem varð. Halldór segir að nú sé boltinn hjá Blaðamannafélagi Íslands og væntir hann útspils frá BÍ á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Blaðamenn Vísis eru flestir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19
Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46
Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56