Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Telja ekki um hvíta­björn að ræða

Leit er hætt að ísbirni á Hornströndum en eftir „nánari eftirgrennslan og rannsóknir“ er ekki talið að ummerki sem gönguhópur fann í gær séu eftir hvítabjörn.

Innlent
Fréttamynd

Lang­þreyttir flug­menn Land­helgis­gæslunnar

Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara.

Skoðun
Fréttamynd

TF-GNA komin til landsins

TF-GNA, nýjasta björgunarþyrla þjóðarinnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Vélin var ferjuð í nokkrum áföngum frá Stafangri í Noregi með viðkomu á Hjaltlandseyjum, Færeyjum og Egilsstöðum áður en Gná komst loks í heimahöfn í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við slökkvistarf

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í gærkvöldi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að hafa hemil á gróðureldi við Búrfellsgjá við Helgafell. Þar hljóp eldur í mosa og erfitt var að koma slökkvibifreið á staðinn og því takmarkaður slökkvibúnaður meðferðis.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gos­stöðvum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður.

Innlent
Fréttamynd

Vélsleðaslys við Hrafntinnusker

Vélsleðamaður slasaðist við Hrafntinnusker nú laust eftir hádegi í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti manninn á Landspítalann.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar

Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal.

Innlent
Fréttamynd

Líklegast að skaðvaldurinn hafi verið rekaviðardrumbur

Betur fór en á horfðist þegar leki kom að farþegabátnum Bjarma á fimmta tímanum í gær. Tökulið breska ríkisútvarpsins BBC, sem var í bátnum, var híft um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í varúðarskyni í gærkvöldi. Eigandi bátsins segir engan bilbug á hópnum en hann fékk engu að síður áfallahjálp. Talið er að báturinn hafi keyrt á rekaviðardrumb.

Innlent