Trúmál

Fréttamynd

Modi sakaður um múslima­and­úð í miðjum kosningum

Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni.

Erlent
Fréttamynd

Segja stungu­á­rásina vera hryðju­verk

Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 

Erlent
Fréttamynd

Kjósa þarf aftur til biskups

Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 

Innlent
Fréttamynd

Elín­borg sem biskup

Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi.

Skoðun
Fréttamynd

Núllta grein stjórnar­skrárinnar og sjálf­gefið um­burðar­lyndi

Stjórnarskrá kemur ekki bara úr lausu lofti. Hún byggir á sögu landsins fram að því, reynslu kynslóðanna og visku góðra manna. Það er hægt að kalla þetta núlltu greinina og sumir myndu flokka „samfélagssáttmálann“ með þessari grein. Þessi grein er augljóslega ekki meitluð í stein, en áhrif hennar eru ómælanleg.

Skoðun
Fréttamynd

Leið til heillandi kirkju – Guð­rúnu sem biskup

Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda.

Skoðun
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru prestar landsins að horfa á?

Sunnudagar eru sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og má gera ráð fyrir því að margir nýti páskafríið í gott hámhorf. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks varðandi hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag, á páskadegi, fáum við að heyra frá nokkrum prestum landsins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Páskarnir - íhugunarhvatning

Páskarnir, stærsta trúarhátíð kristinna manna, eru handan við hornið og sá heimssögulegi atburður er sannarlega tilefni til að skrifa um og upphefja.

Skoðun
Fréttamynd

Til­brigðin um enda lífsins

Það hafa verið deilur af og til í ýmsum löndum heims og nú á Íslandi um rétt mannvera til að ákveða sjálfar hvenær líf þeirra endi. Auðvitað viljum við ekki að yngri kynslóðir tapi lífsgleðinni og endi það frá allskonar vanrækslu foreldra og samfélags.

Skoðun
Fréttamynd

Tón­list í gleði og sorg

Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja koma böndum á bók­hald trú­fé­laga

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Innlent
Fréttamynd

Vikan með Gísla

Mikið væri gaman að vita hvað hefði gerst Í þættinum Vikan með Gísla Marteini, ef önnur trúarbrögð hefðu verið tekin fyrir, gert grín að þeim og hlegið dátt?

Skoðun
Fréttamynd

Gol­gata er víða

Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir.

Skoðun
Fréttamynd

Geggjaður Golgatahlátur

Okkur langar að þakka Rúv fyrir helgileikinn um Jesú á krossinum sem boðið var upp á hjá Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Það er vandséð hvernig hefði mátt gera þetta betur. Allt var svo fyndið og skemmtilegt þegar Berglind Festival fór með krossinn í Smáralind og spurði skrýtinna spurninga um lærisneiðar, krossfitt og alls konar svo fólk varð bara ringlað og hló og hló.

Skoðun
Fréttamynd

Zuism-bræður dæmdir í Lands­rétti

Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 

Innlent
Fréttamynd

Fóbían – Íslam og kvenna­kúgun

Ég hef í tilefni Ramadan birt nokkur innlegg til að svara endurnýjuðum krafti í Íslamfóbíunni sem hefur gosið upp sem einhversskonar rök fyrir og skilningur á það sé hið besta mál að drepa og svelta tugþúsundir Palestínumanna og mest konur og börn.

Skoðun
Fréttamynd

Hitti yngsta sóknar­prest landsins

Magnús Hlynur Hreiðarsson skellti sér á dögunum í Vík í Mýrdal og hitti þar yngsti sóknarprestinn á Íslandi og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta kyn­slóðin!

Það er okkar að velja hvort við viljum verða síðasta kynslóðin, eins og aðgerðarsamtökin þýsku nefna sig, sem fær að njóta öryggis og gæða frá náttúrunnar hendi. Til að svo megi ekki verða þurfum við parrhesiu og metanoiu.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar mús­limi bað í beinni á Rás 1

Ég starfaði í Neskirkju við Hagatorg í nær 10 ár, hóf þar störf að loknu guðfræðinámi haustið 2006 og lauk störfum vorið 2016 þegar ég fór til framhaldsnáms erlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Biskup Ís­lands eða þröngra hags­muna?

Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans.

Skoðun