Trúmál

Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm
Sýslumannsembætti sem fer með eftirlit með trúfélögum telur að grundvöllur fyrir skráningu Zuism sem trúfélags sé horfinn með hæstaréttardómi yfir forsvarsmönnum félagsins. Búast megi við að gripið verði til aðgerða til að afskrá það.

Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun
Ef einhver persóna einkennir sagnaarf Biblíunnar, þá er það Davíð, en hann er táknmyndin sem sameinar gyðinga og gyðingdóm í Davíðsstjörnunni, og sá sem guðspjöllin rekja ætterni Jesú til.

Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé
Tveir bræður sem ráku trúfélagið Zuism notfærðu sér óvissu um starfsemi félagsins til þess að svíkja sóknargjöld út úr ríkinu samkvæmt dómi Hæstaréttar yfir þeim. Rétturinn hafnaði rökum þeirra um sýknu á grundvelli trúfrelsisákvæði stjórnarskrá.

Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir
Fangelsisdómar tveggja bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism voru staðfestir í Hæstarétti í dag. Annar þeirra var dæmdur í tveggja ára fangelsi og hinn í eins og hálfs árs fangelsi.

Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu
Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð.

Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju
Níu milljóna króna styrkur sem Landakotskirkja fær er sá langhæsti sem veittur var úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar í ár, meira en helmingi hærri en næsthæsti styrkurinn. Norræna húsið og verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru á meðal verkefna sem hlutu styrki úr sjóðnum.

Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“
Arftaki Dalai Lama mun fæðast utan Kína, í „hinum frjálsa heimi“, segir í nýrri bók andlegs leiðtoga Tíbeta. Í bókinni fjallar hann um samskipti sín við leiðtoga Kína síðustu áratugi.

Á-stríðan og meðferðin
Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist.

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Áöskudag hófstlangafasta en það er samofið trúarhefð kristninnar að undirbúa stórhátíðir kirkjunnar með föstu og íhugun. Að fasta fyrir páska á sér hliðstæðu í gyðingdómi, fyrir hina gyðinglegu páskahátíð þekkist t.d. fasta frumburðanna, en 40 daga fasta kristninnar á rætur í frumkirkjunni og er að fyrirmynd þeirra sem föstuðu þann tíma í Sagnaarfi Biblíunnar: Móse fastaði á Sínaífjalli í 40 daga og nætur, Elía gekk fastandi „í fjörutíu daga að Hóreb, fjalli Guðs“, og Jesús fastaði í eyðimörkinni „í fjörutíu daga og fjörutíu nætur“.

Aðlögun – að laga sig að lífinu
Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra.

Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund
Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný.

Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, var kjörin formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar í gær.

Heilsu páfans hrakar skyndilega
Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika.

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Fáar frásagnir Biblíunnar eru þekktari og umdeildari en sagan af Móse og boðorðunum 10. Í 2. Mósebók er för þeirra sem flúðu undan þrælahaldi í Egyptalandi lýst sem eyðimerkurgöngu er varði í 40 ár.

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Þann 20. febrúar síðastliðinn voru samtökin Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi (STLÍ) formlega stofnuð af 27 félögum á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpaði stofnfundinn og hvatti til samstöðu og góðra verka. Samráðsvettvangurinn hefur starfað frá 2006, en með óformlegum hætti þar til nú.

Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu
Frans páfi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna veikinda sinna. Þar segist hann hafa trú á meðferðinni sem hann nú hlýtur á sjúkrahúsi í Róm.

Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð
Verjandi annars tveggja bræðra sem hlutu dóm fyrir fjársvik sem tengdust trúfélaginu Zuism hélt því fram að þeir hefðu ekki fengið réttláta og sanngjarna málsmeðferð þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti. Saksóknari sagði ekkert hægt að byggja á skýrslum frá bræðrunum sem þeir telja að hafi verið litið fram hjá þegar þeir voru sakfelldir.

Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt
Þau Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnarsson og Svanur Sigurbjörnsson sækjast öll eftir formannsstöðunni hjá Siðmennt en kosið verður á laugardaginn 1. mars.

Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum
Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu.

Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar
Læknar Frans páfa segja að ástand hans sé „flókið“ vegna sýkingar af völdum fjölda baktería í öndunarvegi og að þeir hafi breytt meðferð hans vegna hennar. Páfinn var upphaflega lagður inn á sjúkrahús vegna berkjubólgu á föstudag.

Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana
Muhsin Hendricks, sem var þekktur fyrir að vera fyrsti imaminn til að koma út úr skápnum opinberlega, var skotinn til bana í Suður-Afríku á laugardag.

Býður sig fram til formanns Siðmenntar
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sækist eftir formennsku í lífsskoðunarfélaginu Siðmennt.

Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði
Málflutningur í fjársvikamáli bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism í Hæstarétti fer fram 19. febrúar. Skylt var að veita þeim áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem sýknudómi þeirra í héraði var snúið við í Landsrétti.

Kristið fólk er ekki betra en annað fólk
Ég brá mér í laugina í liðinni viku og datt þar í spjall við áhugasama menntiskælinga sem eru í hópi þess unga fólks sem langar að vita meira um Jesú.

Kirkjusókn ungra drengja
Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra.

Hættir sem formaður Siðmenntar
Inga Auðbjörg Straumland hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Siðmenntar. Hún hefur gegnt formennsku í félaginu síðustu sex ár.

Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki
Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að mögulegt sé að erlent ríki hafi komið nálægt morði á írökskum flóttamanni sem vakti athygli fyrir að brenna trúarrit múslima á miðvikudag. Fimm menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins.

Að stefna í hæstu hæðir
Listmálarinn og myndhöggvarinn Michelangelo sagði víst eitt sinn að mesta hættan sem steðjaði að hverjum og einum væri ekki sú að hann setti stefnuna svo hátt að hann missti marks, heldur miklu frekar að hann setti markið lágt og næði því síðan.

Kærleikurinn stuðar
Kristin kirkja hefur ávallt það að markmiði sínu að boða kærleikann sem birtist í hinum krossfesta og upprisna Drottni Jesú Kristi.

Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar
„Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup,“ segja séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn Bolladóttir í aðsendri grein á Vísi í morgun.