Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar 18. maí 2025 17:00 Er heimurinn í eðli sínu staður skorts eða gnægða? Stundum er líkt og mannlífið sé byggt upp á grundvelli þess skilnings að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts á öllu því sem manneskjan þarf til að lifa hér í heiminum. Afleiðing þess sé sú að við þurfum að keppast við hvert annað og berjast um að öðlast það sem lífsnauðsynlegt er. Þess vegna sé barátta í heiminum, þess vegna séu stríð. Er þetta rétt? Þar sem mannleg illska ræður för, þar er ekki von á góðu Nei, þetta er ekki rétt. Heimurinn er í eðli sínu staður gnægða. Það eru gnægðir af öllu því sem maðurinn þarfnast til að lifa gæfusömu lífi. Gnægðirnar eru svo miklar að það er nóg fyrir alla. Vitanlega geta verið aðstæður þar sem er skortur, þar sem eru stríð. Dæmin sanna það vissulega. Á Gaza er skortur. Á Gaza er stríð. Þar bíða hins vegar hjálpargögnin við landamærin, en hinir þurfandi fá ekki að taka á móti hjálpinni. Þar virðist það vera mannleg illska sem ræður för og þá er ekki von á góðu. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar fólk er vísvitandi látið svelta. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar börn eru myrt. Þessu mótmælir allt hugsandi, trúandi fólk. Staður gnægða Staðan á Gaza er ekki grundvölluð á því að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts. Heimurinn er nefnilega staður gnægða, þar sem nóg er fyrir alla og rúmlega það. Manninum lánast hins vegar ekki alltaf, eins og dæmin sanna, að meðhöndla gæðin á réttlátan máta fyrir alla. Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa. Höfundur er sóknarprestur í Fossvogsprestakalli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Þjóðkirkjan Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Er heimurinn í eðli sínu staður skorts eða gnægða? Stundum er líkt og mannlífið sé byggt upp á grundvelli þess skilnings að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts á öllu því sem manneskjan þarf til að lifa hér í heiminum. Afleiðing þess sé sú að við þurfum að keppast við hvert annað og berjast um að öðlast það sem lífsnauðsynlegt er. Þess vegna sé barátta í heiminum, þess vegna séu stríð. Er þetta rétt? Þar sem mannleg illska ræður för, þar er ekki von á góðu Nei, þetta er ekki rétt. Heimurinn er í eðli sínu staður gnægða. Það eru gnægðir af öllu því sem maðurinn þarfnast til að lifa gæfusömu lífi. Gnægðirnar eru svo miklar að það er nóg fyrir alla. Vitanlega geta verið aðstæður þar sem er skortur, þar sem eru stríð. Dæmin sanna það vissulega. Á Gaza er skortur. Á Gaza er stríð. Þar bíða hins vegar hjálpargögnin við landamærin, en hinir þurfandi fá ekki að taka á móti hjálpinni. Þar virðist það vera mannleg illska sem ræður för og þá er ekki von á góðu. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar fólk er vísvitandi látið svelta. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar börn eru myrt. Þessu mótmælir allt hugsandi, trúandi fólk. Staður gnægða Staðan á Gaza er ekki grundvölluð á því að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts. Heimurinn er nefnilega staður gnægða, þar sem nóg er fyrir alla og rúmlega það. Manninum lánast hins vegar ekki alltaf, eins og dæmin sanna, að meðhöndla gæðin á réttlátan máta fyrir alla. Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa. Höfundur er sóknarprestur í Fossvogsprestakalli
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun