Evrópusambandið

Fréttamynd

Losun frá flugi dróst saman um meira en þriðjung

Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans.

Innlent
Fréttamynd

ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­drátturinn 20 prósent í Frakk­landi

Franska hagstofan gerir ráð fyrir að samdrátturinn í frönsku efnahagslífi muni nema heilum 20 prósentum á öðrum ársfjórðungi. Er það rakið til lokana og annarra aðgerða yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.

Erlent