Borgarlína

Fréttamynd

Létta Borgar­línan er hag­kvæmasta lausnin

Samtökin „Samgöngur fyrir alla“ (SFA) hafa lagt fram tillögur sem geta bætt umferðarástandið á höfuðborgarsvæðinu án þess að leggja þurfi á vegfarendur svokölluð tafagjöld eða flýtigjöld. Í stað rándýrra vegstokka er gerð tillaga um mislæg gatnamót sem eru um 3 sinnum ódýrari.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­bærar sam­göngur og Borgar­lína

Af umræðu í fjölmiðlum og á netinu mætti ætla að Borgarlína sé dæmi um sjálfbærar samgöngur en svo er alls ekki. Þegar rætt er um sjálfbærar samgöngur í borgum er allt kerfi samgangna undir, allt frá göngu og upp í járnbrautir.

Skoðun
Fréttamynd

Borgarlínuáætlunin og veggjöld

Áætlunin um Borgarlínu ásamt þéttingu byggðar er svo misheppnuð sem raun ber vitni m.a. vegna þess að með þeirri framkvæmd átti að fækka ferðum með einkabílum. Nú kemur Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf með viðtal í Kjarnanum og segir þar að veggjöld séu áhrifaríkust til að minnka umferðartafir. 

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu

Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán milljarða samningur tryggir Betri sam­göngum Keldna­land

Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli.

Innlent
Fréttamynd

Tölum um sam­göngu­kostnað

Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Stórum á­fanga náð í Borgar­línu­verk­efninu í dag

Borgaryfirvöld segja að stórum áfanga hafi verið náð í Borgarlínuverkefnunu í dag þegar samkomulag náðist um afnot af lóð Barnavinarfélags Sumargjafar. Formaður félagsins segir að á móti ætli borgin að reisa nýjan leikskóla á lóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar

Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027.

Innlent
Fréttamynd

Létt yfir Lækjargötu eftir niðurrif

Það hefur létt mikið yfir Lækjargötunni eftir að svört grindverk og hindranir voru fjarlægðar. Gatan á hins vegar eftir að taka enn meiri stakkaskiptum á komandi árum þegar fyrsta áfanga borgarlínu verður lokið.

Innlent
Fréttamynd

Áframhaldandi vandræði í Reykjavík

Nú eru kominn meirihluti í borgarstjórninni og búið að birta helstu mál. Þetta eru allt mjúk mál, en svo býður hin pólitíska tíska. Þar heyrðist lítið um helstu og dýrustu vandamál borgarinnar, fjármálin og samgöngumálin. Að vísu kom smá athugasemd um að næturstrætó myndi koma. Hann mun reynast borginni dýrari en nokkurn mann grunar í dag, en sjáum nú til.

Skoðun
Fréttamynd

Bíðum ekki eftir fram­tíðinni

Því er stundum haldið fram að fjárfesting í almenningssamgöngum sé óþörf því sjálfkeyrandi bílar séu handan við hornið og þeir muni koma í stað almenningssamgangna og leysa úr umferðartöfum.

Skoðun
Fréttamynd

Bitist um borgina í hörðum kappræðum

Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni.

Innlent
Fréttamynd

Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum

Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­línan er lofts­lags­mál

Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar borgarlínan sig?

Heilbrigð þétting byggðar getur ekki orðið að veruleika án Borgarlínunnar í Hafnarfirði. Slík þétting er forsenda fyrir lifandi og áhugaverðum bæ sem getur laðað að sér fyrirtæki og fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­línan verður hryggjar­­stykki al­­mennings­­sam­­gangna á höfuð­­borgar­­svæðinu

Höfuðborgarsvæðið er sniðið meira að bílaumferð en búast mætti við. Þegar ég heimsótti Ísland í fyrsta sinn, árið 2019, sá ég fyrir mér borgarbrag sem væri meira í ætt við Stokkhólm, þar sem ég bjó í byrjun aldarinnar. Veðurfar er svipað og í Stokkhólmi en þar gat ég auðveldlega verið bíllaus og gekk, tók strætó eða notaði neðanjarðarlest til að komast leiðar minnar.

Skoðun
Fréttamynd

Bíl­laus Laugar­dalur og fleiri hug­myndir

Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði?

Skoðun
Fréttamynd

Borgarlínan

Borgarlínan gengur út á að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verða ferðir vagna tíðar og áreiðanlegar þar sem sérrými fyrir vagna Borgarlínu tryggja að þeir munu geta komist á milli staða á annatíma án áhrifa umferðarþunga á öðrum akreinum.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Kynna sigur­til­lögu um gagn­gera breytingu á Lækjar­torgi

Opinn fundur um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn milli klukkan 9 og 11 í dag. Fundurinn mun hefjast á því að forsætisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur tilkynna um úrslit í hugmyndasamkeppni um endurgerð Lækjartorgs. Þar á eftir verður sigurtillagan kynnt en um að er að ræða gagngera breytingu á torginu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­göngu- og þróunar­ásar höfuð­borgar­svæðisins

Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næðis­markaður í heljar­greipum borgar­línu

Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði.

Skoðun