Heilbrigðismál

Fréttamynd

Krabbameinsáætlun til ársins 2030

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að vinna að framkvæmd verkefna í samræmi við tillögu ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar á árunum 2013–2016.

Innlent
Fréttamynd

Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja

Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Slæm sár meðhöndluð með íslensku þorskroði

Íslenskt þorskroð er töfralausn við meðhöndlun sára, segir bandarískur fótalæknir. Þorskroðið endurgerir líkamsvefi og nýtist meðal annars til að græða sár vegna sykursýki, við endurgerð á brjóstum og til að meðhöndla sár eftir bit skordýra.

Innlent
Fréttamynd

Segir ávinning þess að Sjúkratryggingar niðurgreiði sálfræðikostnað vega upp á móti kostnaði ríkisins

Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna.

Innlent
Fréttamynd

Verða á bakvakt á vinnustöðinni

Byggðarráð Rangárþings ytra segir að breytt fyrirkomulag sjúkraflutninga í Rangárþing hafi skýrst að nokkru leyti á fundi með forstjóra og hluta framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um miðjan mánuðinn.

Innlent
Fréttamynd

Ýmsar ástæður fyrir minnkandi frjósemi

Mikil þörf á gjafaeggjum en ársbið er eftir þeim á meðferðarstofu við ófrjósemi að sögn fæðingar-og kvensjúkdómalæknis. Konur hugi of seint að barneiginum á sama tíma og frjósemi hafi minnkað bæði hjá konum og körlum. Umhverfisþættir eins og plast og of mikil seta getur haft áhrif á frjósemi karla.

Innlent
Fréttamynd

Frestun barneigna hefur ýmsar afleiðingar

Meðalaldur frumbyrja á Íslandi fer sífellt hækkandi. Í dag er aldurinn rúm 27 ár sem virðist ekki vera svo slæmt en ef litið er til heildarfjölda mæðra þá fer þeim fjölgandi sem eru 35 ára og eldri.

Innlent
Fréttamynd

Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof

Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun

Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun.

Innlent