Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“

Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kardashian opnar sig um skilnaðinn: „Ég valdi sjálfa mig“

„Ég eyddi svo mörgum árum í það að reyna þóknast öðrum, en fyrir um tveimur árum síðan ákvað ég setja mína eigin hamingju í forgang. Þó svo að sú ákvörðun hafi kallað fram breytingar og orðið valdur að skilnaði, þá er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian í einlægu viðtali við bandaríska tískutímaritið Vogue.

Lífið
Fréttamynd

Mælirinn fullur hjá Kar­dashian sem á­kvað að svara fyrir sig

Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú.

Lífið
Fréttamynd

Fréttablaðið og RÚV féllu í gildru Twitter-trölls

Fréttablaðið og Ríkisútvarpið féllu í gildru Twitter-trölls þegar miðlarnir greindu frá því í gærkvöldi að bandaríski leikarinn og Íslandsvinurinn Will Ferrell hefði áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovison. 

Lífið
Fréttamynd

Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­verjar beina spjótum að Telegram

Þjóðverjar hyggjast taka harðar á notkun samskiptaforritsins Telegram. Forritið hefur gjarnan verið orðað við glæpastarfsemi en stjórnvöld í Þýskalandi hafa áhyggjur af pólitískum öfgahópum sem nýta sér miðilinn í annarlegum tilgangi.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja til notkunar #lands­byggða­fyrir­tæki

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa fyrir samfélagsmiðladeginum #landsbyggðafyrirtæki miðvikudaginn 19. janúar. Sem hluti af átakinu er fólk hvatt til að segja frá uppáhalds fyrirtækinu sínu í heimabyggð eða deila sinni starfsemi með því að nota myllumerkið #landsbyggðafyrirtæki eða #ruralbusinessday.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

For­maður FKA neitar að stíga frá borði

Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 

Innlent
Fréttamynd

Unnur Eggerts afhjúpar kynið

Unnur Eggertsdóttir hefur tilkynnt á Instagram að hún á von á stúlku. Unnur á von á sínu fyrsta barni með unnustanum, Travis. Leik- og söngkonan er einn stofnanda skólans Skýið og er um þessar mundir búsett á milli Reykjavíkur og New York.

Lífið
Fréttamynd

Leyfir Twitter á ný

Forseti Nígeríu hefur nú tekið ákvörðun um að leyfa notkun samfélagsmiðilsins Twitter aftur. Bannið hafði varað í sjö mánuði eða síðan í júní á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Hvað er eiginlega þetta Be Real?

Ungmenni fagna tilkomu nýs samfélagsmiðils sem leggur höfuðáhersu á hversdagsleikann og hafnar stílíseruðum glamúr miðla á borð við Instagram. Þau telja miðilinn kominn til að vera.

Lífið
Fréttamynd

Ætla að sitja við sinn keip

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í gær til stæði að loka Facebook-síðu embættisins með vísan til persónuverndarsjónarmiða. Um sólarhring síðar er síðan orðinn óaðgengileg almenningi og tíu ár af Facebook-færslum á bak og burt. Engin önnur lögregluembætti hafa tekið ákvörðun um að feta í fótspor Suðurnesjamanna.

Innlent
Fréttamynd

LRH hættir ekki á Facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Linda Pé svarar: „Ég veit hver ég er og fyrir hvað ég stend“

Fegurðardrottningin og lífsþjálfinn Linda Pé hefur fengið sinn skerf af gagnrýni í gegnum tíðina og fer hún yfir það í nýjasta þætti af hlaðvarpi sínu hvernig takast eigi á við gagnrýni. Linda hefur verið á milli tannana á fólki síðustu daga eftir að hún ráðlagði hlustendum sínum hvernig missa mætti fjögur kíló á einum mánuði.

Lífið