Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Fresta á­kvörðun um endur­komu Trump á Face­book

Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin deilir áður ó­séðri mynd

Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003.

Lífið
Fréttamynd

„Henti glansmyndinni og sýndi húðina án filters og farða“

„Stundum þarf maður bara að gefa þessum blessuðu bólum miðjufingurinn, brosa fram í heiminn og fagna öllu öðru sem er gott í fari okkar. Við erum ekki bólurnar í andliti okkar og þær eiga ekki að skilgreina okkur,“ segir áhrifavaldurinn og fasteignasalinn Hrefna Dan í viðtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum

„Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Eru börnin okkar nægilega upplýst?

Vinsældir TikTok, Snapchat og fleiri samfélagsmiðla eru miklar og þá sérstaklega hjá börnum sem oft á tíðum eru á þessum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki náð tilskildum aldri, þ.e. 13 ára.

Skoðun
Fréttamynd

Tinder ætlar að veita bak­grunns­upp­lýsingar um not­endur

Notendur stefnumótasnjallforritsins Tinder í Bandaríkjunum geta brátt nálgast opinberar upplýsingar um sakaferil og ofbeldi annarra notenda sem þeir gætu farið á stefnumót með. Til stendur að þjónustan verði tekin upp á fleiri stefnumótaforritum fyrirtækisins í fyllingu tímans.

Erlent
Fréttamynd

Bauðst til að borga táningsstúlku til að sleppa við kæru

Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi táningsstúlku. Birti hann kynferðislega mynd af henni á vefsíðu ásamt nafni hennar og upplýsingum um notendanafn hennar á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Innlent
Fréttamynd

Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu

Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu.

Erlent