Bretland Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið boðið sæti í svokallaðri „friðarstjórn“ sem á að hafa umsjón með Gasa næstu misserin og skipuleggja enduruppbyggingu svæðisins. Erlent 14.1.2026 08:12 Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Yfirvöld í Bretlandi eru sögð undirbúa það að senda sérsveitir um borð í olíuflutningaskip og önnur skip sem tilheyra svokölluðum „skuggaflota“ Rússa. Ráðamenn munu hafa fundið lög sem hægt sé að nota til að leggja hald á skipin, sem ríki eins og Rússland, Íran og Venesúela hafa notað til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Erlent 13.1.2026 13:31 Gaf grænt ljós á alla samruna í fyrra eftir uppstokkun á stjórn eftirlitsins Samkeppniseftirlitið í Bretlandi samþykkti alla samruna sem komu til skoðunar á liðnu ári, sem er í fyrsta sinn sem slíkt gerist í árabil, en eftirlitið hefur verið undir pólitískum þrýstingi að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ýta undir hagvöxt og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins. Innherjamolar 13.1.2026 11:34 Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Úkraínumenn ætli að auka umfang árása innan landamæra Rússlands. Þannig vilji þeir auka þrýstinginn á Rússland og grafa undan getu Rússa til að halda stríðsrekstrinum áfram. Erlent 12.1.2026 14:07 Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Fjölmiðlanefnd Bretlands rannsakar nú samfélagsmiðilinn X og hvort hann hafi brotið lög vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað bresk stjórnvöld um ritskoðunartilburði. Erlent 12.1.2026 13:30 Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum styrkja ekki lengur ríkisborgara sína til háskólanáms í Bretlandi, af ótta við að nemendur verði útsettir fyrir innrætingu samtaka á borð við Múslimska bræðralagið. Múslimska bræðralagið eru alþjóðleg samtök múslima sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en ekki í Bretlandi. Erlent 10.1.2026 20:33 Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. Erlent 9.1.2026 15:30 Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. Erlent 8.1.2026 11:29 Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Flugferðir sem tengjast aðgerðum Bandaríkjamanna á Atlantshafi í dag og flugferðir milli Bretlands og Íslands hafa verið mikið milli tannanna, ef svo má segja, á fólki á internetinu í dag. Mögulegt er að Bandaríkjamenn séu að flytja hergögn og hermenn frá Bretlandi aftur til Bandaríkjanna eftir aðgerðirnar. Erlent 7.1.2026 14:40 Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Flugferðum hefur verið frestað vegna veðurs nokkuð víða í Vestur-Evrópu en óveðrið Goretti hefur leitt til ýmissa truflana á svæðinu. Vegum hefur verið lokað og þá hafa truflanir orðið á lestarferðum, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 7.1.2026 11:26 Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Breski hjartaknúsarinn og leikarinn Callum Turner er sagður hafa blaðrað því út úr sér á fjölmörgum stöðum að hann hafi verið ráðinn til þess að leika breska njósnara hans hátignar, James Bond. Hann muni taka við keflinu af Daniel Craig sem lék njósnarann í síðustu mynd sem kom út 2021. Bíó og sjónvarp 7.1.2026 11:16 „Stórt framfaraskref“ Forsetar Úkraínu og Frakklands og forsætisráðherra Breta undirrituðu í kvöld samkomulag um varnir Úkraínu. Með undirrituninni samþykkja Bretar og Frakkar að senda hermenn til Úkraínu í kjölfar samkomulags um vopnahlé. Erlent 6.1.2026 21:19 Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Íslenskur fjárfestir stendur nú í óvenjulegri skilnaðardeilu fyrir hæstarétti í Bretlandi þar sem WhatsApp-skilaboð kunna að ráða úrslitum um eignarhald á lúxusfasteign. Innlent 6.1.2026 07:30 Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Skoski söngvarinn og verslunareigandinn Andrew Ure fannst látinn á fjallinu Ben Vane, daginn eftir afmælisdag sinn, eftir að hafa lagt einn af stað í fjallgöngu á gamlársdag til að prófa nýjan klifurbúnað. Lífið 5.1.2026 10:54 Heyra ekkert í Harry og Meghan Vilhjálmur Bretaprins og Katrín Middleton heyra ekkert í Harry Bretaprinsi og Meghan Markle og hafa ekki gert í langan tíma. Prinsessunni þykir lífið hinsvegar of stutt til að hafa áhyggjur af samskiptunum, hún vill njóta. Lífið 2.1.2026 14:22 Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Kamilla Bretadrottning greindi í dag frá blygðunarsemisbroti sem hún varð fyrir á unglingsárum. Árásin hafi reitt hana til reiði en hún haldið henni leyndri í fjölmörg ár þar til hún heyrði aðrar konur greina frá ofbeldisreynslu sinni. Erlent 31.12.2025 15:43 Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Leikarinn Idris Elba er meðal nafna á nýárslista Karls III Bretakonungs yfir þá sem hljóta riddaratign árið 2026. Elba hlýtur titilinn fyrir að vinna markvisst að því að draga úr hnífaburði ungmenna með samtökum sínum, Elba Hope Foundation. Lífið 30.12.2025 10:04 Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Daphne Govers, fyrrverandi eiginkona pílukastarans Michael van Gerwen, á von á barni með nýjum kærasta sínum en settur fæðingardagur barnsins er í janúar, átta mánuðum eftir skilnað hennar við van Gerwen. Nýi kærastinn hefur viðurkennt að þau hafi þekkst áður en hjónin skildu og þykir honum leiðinlegt að hafa gert pílukastaranum þennan grikk. Lífið 29.12.2025 15:18 Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Frímúrarareglan á Bretlandseyjum hafa leitað til dómstóla til að freista þess að fá lögbann á nýjar reglur lögregluyfirvalda í Lundúnum sem kveða á um að að lögreglumenn greini yfirmönnum sínum frá því ef þeir tilheyra félagsskapnum. Erlent 29.12.2025 09:08 Í deilum við nágrannann vegna trjáa Bítillinn Paul McCartney stendur nú í deilum við nágranna sinn í Westminster í Lundúnum, vegna tveggja friðaðra tráa sem Paul vill fella en nágranninn ekki. Erlent 28.12.2025 15:07 Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eftir áratuga sambúð ákvað Bretland að segja skilið við Evrópusambandið (ESB). Þetta var ekki einungis breyting á tollasamningum heldur sögulegt veðmál um þjóðarhag. Líkingin um að Bretland hafi farið úr „ömurlegu hjónabandi“ og staðið eftir „á nærbuxunum“ lýsir vel þeirri stöðu sem landið hefur verið í undanfarin ár. Skoðun 27.12.2025 15:02 Brenndu rangt lík Rannsókn er hafin eftir að mistök á sjúkrahúsi í Bretlandi leiddu til þess að rangt lík var brennt. Líkið, sem var brennt fyrir mistök, var talið vera annað lík sem átti að brenna. Erlent 27.12.2025 13:25 Gítarleikari The Cure er látinn Perry Bamonte, gítar- og hljómborðsleikari í bresku hljómsveitinni The Cure, er látinn. Hann var 65 ára gamall. Lífið 26.12.2025 22:43 Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Nýjar ákærur hafa litið dagsins ljós á hendur skemmtikraftinum Russell Brand, þar sem hann er sakaður um eina nauðgun og tvö önnur kynferðisbrot. Þetta mun vera þriðja nauðgunin sem hann er sakaður um en hann hefur yfir höfði sér fimm aðrar ákærur um kynferðisbrot. Russell Brand hefur neitað alfarið sök í hinum fimm ákærunum. Erlent 23.12.2025 19:25 Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Enski söngvarinn Chris Rea sem er líklega þekktastur fyrir jólasmell sinn Driving Home For Christmas er látinn 74 ára gamall. Talsmaður fjölskyldunnar segir Rea hafa kvatt umkringdur fjölskyldu sinni eftir stutt veikindi. Lífið 22.12.2025 15:05 Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Breska ríkisútvarpið hefur vísað á bug ásökunum Thomasar Skinner, athafnamanns og áhrifavalds, um að niðurstöðum áhorfendakosninga dansþáttarins Strictly Come Dancing hefði verið hagrætt. Sjálfstætt fyrirtæki sér um utanumhald og yfirferð á kosningunum. Lífið 22.12.2025 13:29 Útgefandi Walliams lætur hann róa Bókaútgáfan HarperCollins UK hefur slitið samningi sínum við vinsæla rithöfundinn og Íslandsvininn David Walliams. Í yfirlýsingu segist útgefandinn taka velferð starfsmanna alvarlega. Lífið 19.12.2025 20:00 Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sveitastjórn Múlaþings hyggst taka til skoðunar að hefja ferjusamgöngur milli Seyðisfjarðar og Skotlands. Bæjarfulltrúi telur að slíkt samstarf gæti bætt stöðu atvinnumála. Innlent 18.12.2025 19:27 Selfoss stöðvaður í Bretlandi Flutningaskipið Selfoss var stöðvað af hafnarríkiseftirliti í Bretlandi á dögunum. Þar gerðu eftirlitsmenn athugasemdir við búnað um borð í skipinu. Innlent 18.12.2025 16:28 Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Börn allt niður í ellefu ára, sem sýna af sér hegðun sem markast af kvenfyrirlitningu, munu fá sérstaka kennslu um samskipti kynjanna verði áform breskra stjórnvalda að veruleika. Markmiðið með sérstöku námskeiði sem miðað verði að drengjum er að vinda ofan af og koma í veg fyrir ofbeldisfull viðhorf og hegðun í garð stúlkna og kvenna. Erlent 18.12.2025 13:50 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 143 ›
Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið boðið sæti í svokallaðri „friðarstjórn“ sem á að hafa umsjón með Gasa næstu misserin og skipuleggja enduruppbyggingu svæðisins. Erlent 14.1.2026 08:12
Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Yfirvöld í Bretlandi eru sögð undirbúa það að senda sérsveitir um borð í olíuflutningaskip og önnur skip sem tilheyra svokölluðum „skuggaflota“ Rússa. Ráðamenn munu hafa fundið lög sem hægt sé að nota til að leggja hald á skipin, sem ríki eins og Rússland, Íran og Venesúela hafa notað til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Erlent 13.1.2026 13:31
Gaf grænt ljós á alla samruna í fyrra eftir uppstokkun á stjórn eftirlitsins Samkeppniseftirlitið í Bretlandi samþykkti alla samruna sem komu til skoðunar á liðnu ári, sem er í fyrsta sinn sem slíkt gerist í árabil, en eftirlitið hefur verið undir pólitískum þrýstingi að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ýta undir hagvöxt og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins. Innherjamolar 13.1.2026 11:34
Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Úkraínumenn ætli að auka umfang árása innan landamæra Rússlands. Þannig vilji þeir auka þrýstinginn á Rússland og grafa undan getu Rússa til að halda stríðsrekstrinum áfram. Erlent 12.1.2026 14:07
Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Fjölmiðlanefnd Bretlands rannsakar nú samfélagsmiðilinn X og hvort hann hafi brotið lög vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað bresk stjórnvöld um ritskoðunartilburði. Erlent 12.1.2026 13:30
Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum styrkja ekki lengur ríkisborgara sína til háskólanáms í Bretlandi, af ótta við að nemendur verði útsettir fyrir innrætingu samtaka á borð við Múslimska bræðralagið. Múslimska bræðralagið eru alþjóðleg samtök múslima sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en ekki í Bretlandi. Erlent 10.1.2026 20:33
Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. Erlent 9.1.2026 15:30
Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. Erlent 8.1.2026 11:29
Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Flugferðir sem tengjast aðgerðum Bandaríkjamanna á Atlantshafi í dag og flugferðir milli Bretlands og Íslands hafa verið mikið milli tannanna, ef svo má segja, á fólki á internetinu í dag. Mögulegt er að Bandaríkjamenn séu að flytja hergögn og hermenn frá Bretlandi aftur til Bandaríkjanna eftir aðgerðirnar. Erlent 7.1.2026 14:40
Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Flugferðum hefur verið frestað vegna veðurs nokkuð víða í Vestur-Evrópu en óveðrið Goretti hefur leitt til ýmissa truflana á svæðinu. Vegum hefur verið lokað og þá hafa truflanir orðið á lestarferðum, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 7.1.2026 11:26
Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Breski hjartaknúsarinn og leikarinn Callum Turner er sagður hafa blaðrað því út úr sér á fjölmörgum stöðum að hann hafi verið ráðinn til þess að leika breska njósnara hans hátignar, James Bond. Hann muni taka við keflinu af Daniel Craig sem lék njósnarann í síðustu mynd sem kom út 2021. Bíó og sjónvarp 7.1.2026 11:16
„Stórt framfaraskref“ Forsetar Úkraínu og Frakklands og forsætisráðherra Breta undirrituðu í kvöld samkomulag um varnir Úkraínu. Með undirrituninni samþykkja Bretar og Frakkar að senda hermenn til Úkraínu í kjölfar samkomulags um vopnahlé. Erlent 6.1.2026 21:19
Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Íslenskur fjárfestir stendur nú í óvenjulegri skilnaðardeilu fyrir hæstarétti í Bretlandi þar sem WhatsApp-skilaboð kunna að ráða úrslitum um eignarhald á lúxusfasteign. Innlent 6.1.2026 07:30
Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Skoski söngvarinn og verslunareigandinn Andrew Ure fannst látinn á fjallinu Ben Vane, daginn eftir afmælisdag sinn, eftir að hafa lagt einn af stað í fjallgöngu á gamlársdag til að prófa nýjan klifurbúnað. Lífið 5.1.2026 10:54
Heyra ekkert í Harry og Meghan Vilhjálmur Bretaprins og Katrín Middleton heyra ekkert í Harry Bretaprinsi og Meghan Markle og hafa ekki gert í langan tíma. Prinsessunni þykir lífið hinsvegar of stutt til að hafa áhyggjur af samskiptunum, hún vill njóta. Lífið 2.1.2026 14:22
Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Kamilla Bretadrottning greindi í dag frá blygðunarsemisbroti sem hún varð fyrir á unglingsárum. Árásin hafi reitt hana til reiði en hún haldið henni leyndri í fjölmörg ár þar til hún heyrði aðrar konur greina frá ofbeldisreynslu sinni. Erlent 31.12.2025 15:43
Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Leikarinn Idris Elba er meðal nafna á nýárslista Karls III Bretakonungs yfir þá sem hljóta riddaratign árið 2026. Elba hlýtur titilinn fyrir að vinna markvisst að því að draga úr hnífaburði ungmenna með samtökum sínum, Elba Hope Foundation. Lífið 30.12.2025 10:04
Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Daphne Govers, fyrrverandi eiginkona pílukastarans Michael van Gerwen, á von á barni með nýjum kærasta sínum en settur fæðingardagur barnsins er í janúar, átta mánuðum eftir skilnað hennar við van Gerwen. Nýi kærastinn hefur viðurkennt að þau hafi þekkst áður en hjónin skildu og þykir honum leiðinlegt að hafa gert pílukastaranum þennan grikk. Lífið 29.12.2025 15:18
Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Frímúrarareglan á Bretlandseyjum hafa leitað til dómstóla til að freista þess að fá lögbann á nýjar reglur lögregluyfirvalda í Lundúnum sem kveða á um að að lögreglumenn greini yfirmönnum sínum frá því ef þeir tilheyra félagsskapnum. Erlent 29.12.2025 09:08
Í deilum við nágrannann vegna trjáa Bítillinn Paul McCartney stendur nú í deilum við nágranna sinn í Westminster í Lundúnum, vegna tveggja friðaðra tráa sem Paul vill fella en nágranninn ekki. Erlent 28.12.2025 15:07
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eftir áratuga sambúð ákvað Bretland að segja skilið við Evrópusambandið (ESB). Þetta var ekki einungis breyting á tollasamningum heldur sögulegt veðmál um þjóðarhag. Líkingin um að Bretland hafi farið úr „ömurlegu hjónabandi“ og staðið eftir „á nærbuxunum“ lýsir vel þeirri stöðu sem landið hefur verið í undanfarin ár. Skoðun 27.12.2025 15:02
Brenndu rangt lík Rannsókn er hafin eftir að mistök á sjúkrahúsi í Bretlandi leiddu til þess að rangt lík var brennt. Líkið, sem var brennt fyrir mistök, var talið vera annað lík sem átti að brenna. Erlent 27.12.2025 13:25
Gítarleikari The Cure er látinn Perry Bamonte, gítar- og hljómborðsleikari í bresku hljómsveitinni The Cure, er látinn. Hann var 65 ára gamall. Lífið 26.12.2025 22:43
Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Nýjar ákærur hafa litið dagsins ljós á hendur skemmtikraftinum Russell Brand, þar sem hann er sakaður um eina nauðgun og tvö önnur kynferðisbrot. Þetta mun vera þriðja nauðgunin sem hann er sakaður um en hann hefur yfir höfði sér fimm aðrar ákærur um kynferðisbrot. Russell Brand hefur neitað alfarið sök í hinum fimm ákærunum. Erlent 23.12.2025 19:25
Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Enski söngvarinn Chris Rea sem er líklega þekktastur fyrir jólasmell sinn Driving Home For Christmas er látinn 74 ára gamall. Talsmaður fjölskyldunnar segir Rea hafa kvatt umkringdur fjölskyldu sinni eftir stutt veikindi. Lífið 22.12.2025 15:05
Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Breska ríkisútvarpið hefur vísað á bug ásökunum Thomasar Skinner, athafnamanns og áhrifavalds, um að niðurstöðum áhorfendakosninga dansþáttarins Strictly Come Dancing hefði verið hagrætt. Sjálfstætt fyrirtæki sér um utanumhald og yfirferð á kosningunum. Lífið 22.12.2025 13:29
Útgefandi Walliams lætur hann róa Bókaútgáfan HarperCollins UK hefur slitið samningi sínum við vinsæla rithöfundinn og Íslandsvininn David Walliams. Í yfirlýsingu segist útgefandinn taka velferð starfsmanna alvarlega. Lífið 19.12.2025 20:00
Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sveitastjórn Múlaþings hyggst taka til skoðunar að hefja ferjusamgöngur milli Seyðisfjarðar og Skotlands. Bæjarfulltrúi telur að slíkt samstarf gæti bætt stöðu atvinnumála. Innlent 18.12.2025 19:27
Selfoss stöðvaður í Bretlandi Flutningaskipið Selfoss var stöðvað af hafnarríkiseftirliti í Bretlandi á dögunum. Þar gerðu eftirlitsmenn athugasemdir við búnað um borð í skipinu. Innlent 18.12.2025 16:28
Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Börn allt niður í ellefu ára, sem sýna af sér hegðun sem markast af kvenfyrirlitningu, munu fá sérstaka kennslu um samskipti kynjanna verði áform breskra stjórnvalda að veruleika. Markmiðið með sérstöku námskeiði sem miðað verði að drengjum er að vinda ofan af og koma í veg fyrir ofbeldisfull viðhorf og hegðun í garð stúlkna og kvenna. Erlent 18.12.2025 13:50