Bretland Joan Plowright er látin Breska stórleikkonan Joan Plowright er látin 95 ára að aldri. Hún starfaði sem leikkona í sextíu ár bæði á sviði og á skjánum í kvikmyndum og sjónvarpi. Lífið 17.1.2025 10:18 Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Sérfræðingar segja nýtt frumvarp um bann gegn hjónböndum systkinabarna bæði óframfylgjanlegt og til þess fallið að skapa sundrung í samfélaginu. Erlent 17.1.2025 09:57 Nicola Sturgeon orðin einhleyp Fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands Nicola Sturgeon er skilin við eiginmann sinn Peter Murrell. Þau höfðu verið par í tuttugu og tvö ár og hjón í fimmtán ár. Lífið 16.1.2025 21:50 Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna Þriðja og nýjasta myndin um krúttlega marmelaði- elskandinn björninn Paddington, Paddington í Perú, var frumsýnd með fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda. Lífið 16.1.2025 20:45 Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Íbúum eyjarinnar Jersey hefur verið ráðlagt að gangast undir blóðtöku til að draga úr magni svokallaðra „eilífðarefna“ í blóðrásinni. Rannsóknir hafa sýnt að í sumum íbúum er magnið af efnunum í hættulega mikið. Erlent 16.1.2025 08:49 Linda Nolan látin Írska söngkonan Linda Nolan er látin, 65 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan með sveitinni The Nolans sem átti fjölda smella á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Lífið 15.1.2025 13:54 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Íslenska TikTok stjarnan Embla Wigum átti ævintýralegt kvöld í gær þegar hún skellti sér á forsýningu kvikmyndarinnar A Complete Unknown í London. Þar var hún í félagsskap stórstjarna á borð við Timothée Chalamet. Bíó og sjónvarp 15.1.2025 13:02 Mál horfinna systra skekur Skotland Leit að tveimur horfnum systrum, Eliza og Henrietta Huszti, í Aberdeen í Skotlandi hefur engan árangur borið, en ekkert hefur spurst til þeirra í rúma viku. Erlent 15.1.2025 11:46 Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Katrín Middleton prinsessa af Wales segist á batavegi eftir að hafa greinst með krabbamein í byrjun síðasta árs. Hún segist nú einbeita sér að því að ná fullum bata. Lífið 14.1.2025 21:05 Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. Erlent 14.1.2025 13:41 Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Umbótaflokkur Nigels Farage, eins helsta hvatamanns Brexit, mælist næststærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, og fast á hæla Verkamannaflokksins í nýrri skoðanakönnun. Aðeins rétt rúmur helmingur kjósenda Verkamannaflokksins segist myndu kjósa flokkinn aftur ef kosið yrði nú. Erlent 14.1.2025 11:25 Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Tvær konur voru handteknar í London eftir að hafa málað á gröf náttúrufræðingsins Charles Darwin. Þær voru á vegum breska loftlagsaðgerðahópsins Just Stop Oil. Hækkun meðalhitastigsins í heiminum árið 2024 náði yfir 1,5°C mörkin. Erlent 13.1.2025 16:37 Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Dóttir lögfræðingsins Hólmfríðar Björnsdóttur og fótboltamannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar hefur fengið nafnið Svala Jóhannsdóttir. Lífið 11.1.2025 11:02 KSI kýlir út í íslenska loftið Breska samfélagsmiðlastjarnan og athafnamaðurinn KSI er staddur á Íslandi. Hann virðist njóta lífsins vel í íslenska loftinu á Reykjanesi. Lífið 6.1.2025 14:12 Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Hvergi í Evrópu þurfa ökumenn að bíða lengur í umferðinni en í Lundúnum, þar sem meðalbiðtíminn var 101 klukkustund í fyrra samkvæmt greiningarfyrirtækinu Inrix. Erlent 6.1.2025 07:26 Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Auðjöfurinn Elon Musk, hægri hönd Donald Trump í forsetakosningunum, reynir nú að beita áhrifum sínum til að styðja við þýska fjarhægriflokkinn AfD og hvetja Bretakonung til að leysa upp breska þingið. Kanslari Þýskalands varar fólk við því að fóðra tröllið. Erlent 6.1.2025 00:03 The Vivienne er látin James Lee Williams, betur þekkt sem The Vivienne, er látin 32 ára að aldri. Williams vann það sér til frægðar að sigra fyrstu seríuna af dragkeppninni RuPaul's Drag Race UK árið 2019. Erlent 5.1.2025 19:56 Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Karl Bretakonungur hefur vottað fjölskyldu hins 31 árs gamla Edward Pettifer, Breta sem lést í hryðjuverkaárás í New Orleans á nýársdag, samúð. Hann var sonur Alexöndru Pettifer, barnfóstru Harrys og Vilhjálms Bretaprins. Erlent 4.1.2025 14:07 Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Ungur stuðningsmaður Liverpool frá Blönduósi lenti í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hópur manna og unglinga réðst á hann að tilefnislausu í miðborg Liverpool í fyrrinótt. Hann er útskrifaður af sjúkrahúsi og stefnir á stórleik um helgina, að sögn föður hans. Innlent 3.1.2025 12:01 Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Kona sem hvarf fyrir 52 árum fannst á lífi eftir að lögregla í Englandi birti gamla og óskýra ljósmynd af henni á dögunum. Fékkst þar með botn í eitt elsta opna mannhvarfsmál Bretlands. Erlent 2.1.2025 12:40 Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Bresku hundaræktarsamtökin Kennel Club hefur viðurkennt íslenska fjárhundinn sem eina af 224 viðurkenndum hundategundum jarðar. Erlent 31.12.2024 12:31 Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Karl III Bretakonungur hefur veitt læknunum Douglas Glass og Richard Leach heiðursorðu fyrir störf þeirra fyrir konungsfjölskylduna. Karl hefur verið í krabbameinsmeðferð frá því í febrúar og er ekki vitað hvenær henni lýkur. Erlent 31.12.2024 09:14 Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Trommarinn Ringo Starr birtist óvænt á sviði á tónleikum Paul McCartney í O2 Arena í Lundúnum í gærkvöldi. Lífið 20.12.2024 07:18 Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Listamaðurinn Odee Friðriksson segist hafa hafnað boði Samherja um niðurfellingu málskostnaðarkröfu gegn því að hann áfrýjaði ekki dómi þar sem fallist var á allar kröfur Samherja. Þá hafi Samherji sent honum málskostnaðarreikning upp á 200 þúsund pund, rúmar 35 milljónir króna. Innlent 18.12.2024 08:05 Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. Erlent 16.12.2024 20:25 Kona lést í skotárás í Lundúnum Kona á fimmtugsaldri lést þegar skothríð hófst í norðurhluta Lundúna í gærnótt. Tveir karlmenn á fertugsaldri voru særðir og er annar þeirra þungt haldinn á sjúkrahúsi. Erlent 15.12.2024 12:30 Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. Erlent 11.12.2024 13:20 Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Stórleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem átti að fara fram nú í hádeginu, hefur verið frestað vegna veðurs. Íslensk hjón sem gert höfðu sér ferð á leikinn deyja ekki ráðalaus og ætla að horfa á Manchester-liðin tapa í dag í staðinn. Enski boltinn 7.12.2024 11:35 Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Leik Everton og Liverpool sem átti að hefjast í hádeginu hefur verið frestað vegna veðurs. Enski boltinn 7.12.2024 09:12 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. Erlent 5.12.2024 23:53 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 130 ›
Joan Plowright er látin Breska stórleikkonan Joan Plowright er látin 95 ára að aldri. Hún starfaði sem leikkona í sextíu ár bæði á sviði og á skjánum í kvikmyndum og sjónvarpi. Lífið 17.1.2025 10:18
Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Sérfræðingar segja nýtt frumvarp um bann gegn hjónböndum systkinabarna bæði óframfylgjanlegt og til þess fallið að skapa sundrung í samfélaginu. Erlent 17.1.2025 09:57
Nicola Sturgeon orðin einhleyp Fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands Nicola Sturgeon er skilin við eiginmann sinn Peter Murrell. Þau höfðu verið par í tuttugu og tvö ár og hjón í fimmtán ár. Lífið 16.1.2025 21:50
Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna Þriðja og nýjasta myndin um krúttlega marmelaði- elskandinn björninn Paddington, Paddington í Perú, var frumsýnd með fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda. Lífið 16.1.2025 20:45
Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Íbúum eyjarinnar Jersey hefur verið ráðlagt að gangast undir blóðtöku til að draga úr magni svokallaðra „eilífðarefna“ í blóðrásinni. Rannsóknir hafa sýnt að í sumum íbúum er magnið af efnunum í hættulega mikið. Erlent 16.1.2025 08:49
Linda Nolan látin Írska söngkonan Linda Nolan er látin, 65 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan með sveitinni The Nolans sem átti fjölda smella á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Lífið 15.1.2025 13:54
Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Íslenska TikTok stjarnan Embla Wigum átti ævintýralegt kvöld í gær þegar hún skellti sér á forsýningu kvikmyndarinnar A Complete Unknown í London. Þar var hún í félagsskap stórstjarna á borð við Timothée Chalamet. Bíó og sjónvarp 15.1.2025 13:02
Mál horfinna systra skekur Skotland Leit að tveimur horfnum systrum, Eliza og Henrietta Huszti, í Aberdeen í Skotlandi hefur engan árangur borið, en ekkert hefur spurst til þeirra í rúma viku. Erlent 15.1.2025 11:46
Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Katrín Middleton prinsessa af Wales segist á batavegi eftir að hafa greinst með krabbamein í byrjun síðasta árs. Hún segist nú einbeita sér að því að ná fullum bata. Lífið 14.1.2025 21:05
Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. Erlent 14.1.2025 13:41
Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Umbótaflokkur Nigels Farage, eins helsta hvatamanns Brexit, mælist næststærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, og fast á hæla Verkamannaflokksins í nýrri skoðanakönnun. Aðeins rétt rúmur helmingur kjósenda Verkamannaflokksins segist myndu kjósa flokkinn aftur ef kosið yrði nú. Erlent 14.1.2025 11:25
Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Tvær konur voru handteknar í London eftir að hafa málað á gröf náttúrufræðingsins Charles Darwin. Þær voru á vegum breska loftlagsaðgerðahópsins Just Stop Oil. Hækkun meðalhitastigsins í heiminum árið 2024 náði yfir 1,5°C mörkin. Erlent 13.1.2025 16:37
Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Dóttir lögfræðingsins Hólmfríðar Björnsdóttur og fótboltamannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar hefur fengið nafnið Svala Jóhannsdóttir. Lífið 11.1.2025 11:02
KSI kýlir út í íslenska loftið Breska samfélagsmiðlastjarnan og athafnamaðurinn KSI er staddur á Íslandi. Hann virðist njóta lífsins vel í íslenska loftinu á Reykjanesi. Lífið 6.1.2025 14:12
Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Hvergi í Evrópu þurfa ökumenn að bíða lengur í umferðinni en í Lundúnum, þar sem meðalbiðtíminn var 101 klukkustund í fyrra samkvæmt greiningarfyrirtækinu Inrix. Erlent 6.1.2025 07:26
Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Auðjöfurinn Elon Musk, hægri hönd Donald Trump í forsetakosningunum, reynir nú að beita áhrifum sínum til að styðja við þýska fjarhægriflokkinn AfD og hvetja Bretakonung til að leysa upp breska þingið. Kanslari Þýskalands varar fólk við því að fóðra tröllið. Erlent 6.1.2025 00:03
The Vivienne er látin James Lee Williams, betur þekkt sem The Vivienne, er látin 32 ára að aldri. Williams vann það sér til frægðar að sigra fyrstu seríuna af dragkeppninni RuPaul's Drag Race UK árið 2019. Erlent 5.1.2025 19:56
Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Karl Bretakonungur hefur vottað fjölskyldu hins 31 árs gamla Edward Pettifer, Breta sem lést í hryðjuverkaárás í New Orleans á nýársdag, samúð. Hann var sonur Alexöndru Pettifer, barnfóstru Harrys og Vilhjálms Bretaprins. Erlent 4.1.2025 14:07
Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Ungur stuðningsmaður Liverpool frá Blönduósi lenti í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hópur manna og unglinga réðst á hann að tilefnislausu í miðborg Liverpool í fyrrinótt. Hann er útskrifaður af sjúkrahúsi og stefnir á stórleik um helgina, að sögn föður hans. Innlent 3.1.2025 12:01
Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Kona sem hvarf fyrir 52 árum fannst á lífi eftir að lögregla í Englandi birti gamla og óskýra ljósmynd af henni á dögunum. Fékkst þar með botn í eitt elsta opna mannhvarfsmál Bretlands. Erlent 2.1.2025 12:40
Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Bresku hundaræktarsamtökin Kennel Club hefur viðurkennt íslenska fjárhundinn sem eina af 224 viðurkenndum hundategundum jarðar. Erlent 31.12.2024 12:31
Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Karl III Bretakonungur hefur veitt læknunum Douglas Glass og Richard Leach heiðursorðu fyrir störf þeirra fyrir konungsfjölskylduna. Karl hefur verið í krabbameinsmeðferð frá því í febrúar og er ekki vitað hvenær henni lýkur. Erlent 31.12.2024 09:14
Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Trommarinn Ringo Starr birtist óvænt á sviði á tónleikum Paul McCartney í O2 Arena í Lundúnum í gærkvöldi. Lífið 20.12.2024 07:18
Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Listamaðurinn Odee Friðriksson segist hafa hafnað boði Samherja um niðurfellingu málskostnaðarkröfu gegn því að hann áfrýjaði ekki dómi þar sem fallist var á allar kröfur Samherja. Þá hafi Samherji sent honum málskostnaðarreikning upp á 200 þúsund pund, rúmar 35 milljónir króna. Innlent 18.12.2024 08:05
Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. Erlent 16.12.2024 20:25
Kona lést í skotárás í Lundúnum Kona á fimmtugsaldri lést þegar skothríð hófst í norðurhluta Lundúna í gærnótt. Tveir karlmenn á fertugsaldri voru særðir og er annar þeirra þungt haldinn á sjúkrahúsi. Erlent 15.12.2024 12:30
Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. Erlent 11.12.2024 13:20
Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Stórleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem átti að fara fram nú í hádeginu, hefur verið frestað vegna veðurs. Íslensk hjón sem gert höfðu sér ferð á leikinn deyja ekki ráðalaus og ætla að horfa á Manchester-liðin tapa í dag í staðinn. Enski boltinn 7.12.2024 11:35
Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Leik Everton og Liverpool sem átti að hefjast í hádeginu hefur verið frestað vegna veðurs. Enski boltinn 7.12.2024 09:12
„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. Erlent 5.12.2024 23:53