
Þriðji orkupakkinn

Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins
Þingsköp gera ráð fyrir að hægt sé að binda enda á umræðu í þinginu. Þingmenn eru þó ekki tilbúnir að beita því ákvæði til að stöðva málþóf miðflokksmanna um þriðja orkupakkann.

Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið
Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar.

Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar
Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann.

Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum
"Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi.

Miðflokksmenn hvergi af baki dottnir
Ef einhver átti von á því að þingmenn Miðflokksins létu af umræðu um þriðja orkupakkann á Alþingi eftir tilmæli forseta Alþingis í morgun hafði sá hinn sami rangt fyrir sér.

Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum
Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust.

Forseti Alþingis höfðar til samvisku Miðflokksmanna
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann.

Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir.

Málþófið er séríslenskt
Lengi vel þótti það vitnisburður um elju og þrótt að vinna langa daga, en sú skoðun hefur á undanförnum árum látið undan þar sem við horfum til afkasta í stað vinnustunda.

Stóðu orkupakkavaktina til sex
Miðflokksmenn á Alþingi héldu málþófi sínu áfram í nótt í umræðum um þriðja orkupakkann en umræður um hann hófust um klukkan fjögur síðdegis og stóðu til klukkan sex í morgun.

Fleiri boðaðir þingfundir vegna málþófs
Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi.

IV. orkupakkinn samþykktur
Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða.

Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt
Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Áfram ræðir Miðflokksfólk sín á milli um orkupakkann
Umræða um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur staðið yfir í alla nótt og stendur enn.

Fortíðarþrá
Stærstur hluti lífsgæða sem við teljum sjálfsögð er tilkominn vegna samskipta við umheiminn.

Orkumarkaður fyrir neytendur
Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar.

Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga
Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann.

„Ég hef aldrei verið jafn vel inni í þessu máli og akkúrat núna“
Formaður Miðflokksins segist aldrei hafa verið jafnvel upplýstur um þriðja orkupakkann og nú, eftir ræður félaga sinna. Formaður utanríkismálanefndar segir hins vegar ekkert nýtt hafa komið fram í ræðum Miðflokksmanna.

Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“
Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri.

Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun
Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá í síðari umræðu um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma.

Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES
Ungt fólk lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, meðal annars í ljósi umræðunnar um þriðja orkupakkann.

Orkupakkinn til umræðu í dag
Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag.

Mótmæla þriðja orkupakkanum á Austurvelli
Á annað hundrað manns komu saman til þess að mótmæla samþykkt þriðja orkupakkans. Einn mótmælandi kallaði samþykktina landráð.

Þingmenn Miðflokksins töluðu um þriðja orkupakkann í alla nótt
Umræðan stóð yfir í alla nótt og skiptust þingmenn Miðflokksins á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars.

Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum.

Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir
Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans.

Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð.

Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins
Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann.

Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum
Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn.

Drög að nefndaráliti um þriðja orkupakkann lögð fyrir nefnd í dag
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun leggja fram drög að nefndaráliti um þriðja orkupakkann á fundi nefndarinnar fyrir hádegi í dag.