Björgunarsveitir

Fréttamynd

Senda vopnaða menn á svæðið

Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna.

Innlent
Fréttamynd

Fresta leitinni að Illes

Lögreglan á Suðurlandi og björgunarsveitir af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í gærkvöld leitað af Illes Benedek Incze, ungverskum ríkisborgara á stóru svæði í kringum Vík í Mýrdal. Þeirri leit hefur nú verið frestað.

Innlent
Fréttamynd

Leita manns við Vík í Mýr­dal

Björgunarsveitir eru að hefja leit að manni við Vík í Mýrdal. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Hífðu slasaðan mann upp úr gili í Skafta­felli

Maður féll nokkra metra niður í gil í Skaftafelli síðdegis í dag og var hífður upp með aðstoð þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar. Verið er að leggja mat á ástand mannsins en hann virðist hafa sloppið við meiriháttar meiðsli, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Veikur maður fluttur með þyrlu á Nes­kaup­stað

Karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Neskaupstað í nótt með verk fyrir brjósti. Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir miðnætti í gær vegna mannsins sem treysti sér ekki til að ganga lengr. Hann var staddur í Sandvík.

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­skip kom fjórum til bjargar

Björgunarskipið Hafbjörg var kallað út um klukkan eitt í dag vegna vélarvana báts 17 mílum norðaustur af Neskaupstað. Báturinn er nú kominn í tog og siglir Hafbjörg með skipverjanna fjóra sem voru um borð í átt að landi.

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveit í fýlu­ferð vegna neyðar­blyss

Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns á Ísafirði var kölluð út á laugardagkvöldið eftir að tilkynning barst frá íbúa sem hafði séð fleiri en eitt neyðarblys á lofti í firðinum. Sveitin var síðar afturkölluð eftir að ljós kom að blysunum hafði verið skotið á loft af hópi fólks sem hafði komið saman vegna hátíðarhalda fyrir utan veitingastað á Skutulsfjarðareyri.

Innlent
Fréttamynd

Smali slasaðist við smala­mennsku

Fyrr í dag voru björgunarsveitir í Borgarfirði kallaðar út vegna smala sem hafði hrasað við smalamennsku í Skorradal og slasast eitthvað á fæti við það.

Innlent
Fréttamynd

Skútur rekur á land í röðum

Þrjár skútur hefur rekið í land við Pollinn á Ísafirði það sem af er degi, eftir að hafa slitnað af legufærum í höfninni. Einni skútunni var komið í tog í morgun og bjargað en of slæmt er í sjóinn eins og er til að bjarga hinum tveimur.

Innlent
Fréttamynd

Tíminn stóð í stað en allt var á fleygi­ferð

„Mér fannst svo viðeigandi að gera þetta í minningu pabba. Pabbi var þannig gerður að hann vildi aldrei skulda neinum neitt eða standa í þakkarskuld við neinn. Og björgunarsveitirnar, sem komu og hjálpuðu okkar þennan dag áttu þetta svo sannarlega inni,“ segir Berglind Sigurðardóttir en faðir hennar, Sigurður Sigurjónsson, lést af slysförum á Skógaheiði í október á seinasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Skrúfan ó­virk eftir að hafa siglt á rekald

Áhöfn björgunarskipsins Bjargar á Snæfellsnesi var kölluð út um 20:30 í gærkvöldi vegna lítils fiskibáts sem var í vandræðum. Báturinn hafi siglt á rekald í sjónum með þeim afleiðingum að skrúfan varð óvirk þó að vélin sjálf gengi.

Innlent
Fréttamynd

Falsboðið hafi borist er­lendis frá

Falsboðið sem lögreglu barst, þegar tilkynnt var að tveir ferðamenn væru fastir í helli í Kerlingarfjöllum, kom erlendis frá miðað við IP-tölu tækisins sem skilaboðin voru send úr.

Innlent
Fréttamynd

Var­huga­verður tími en traust lagt á leið­sögu­menn

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir traust lagt á leiðsögumenn til þess að meta aðstæður á jöklum á sumrin. Hann tekur hins vegar undir það að skoðunarferðir á þessum árstíma séu varhugaverðar.

Innlent
Fréttamynd

Fengu rangar upp­lýsingar um fjölda ferða­mannanna á jöklinum

Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð að ferðinni í Breiðamerkurjökul í gær veitti lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í hópnum sem lenti í slysinu þar. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið hægt að hætta leitinni þar til ljóst væri að enginn væri undir ísnum.

Innlent
Fréttamynd

Leitin á Breiða­merkur­jökli í myndum

Tugir björgunarsveitamanna, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli frá því síðdegis í gær þegar ís hrundi úr jöklinum yfir ferðamenn sem þar voru í íshellaferð.

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðir gangi vel miðað við að­stæður: Sérsveit og sex­tíu björgunar­sveitar­menn við leit

Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður.

Innlent