Slökkvilið

Fréttamynd

Þykkur reykur fyllti Vaðlaheiðargöngin á einstakri æfingu

Slökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu voru samankomnir á Akureyri í dag til að fylgjast með brunaæfingu inn í Vaðlaheiðargöngunum. Göngin voru fyllt af reyk með nýjum búnaði sem auðveldar til muna brunaæfingar í jarðgöngum. Sams konar hefur æfing hefur ekki áður verið haldin hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla

Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu slasaðan göngu­mann á Esjuna

Óskað var eftir aðstoð Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna slasaðs göngumanns á Esjunni á áttunda tímanum í kvöld. Talið er að göngumaðurinn hafi ökklabrotnað.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í á elli­heimilinu Grund

Eldur braust út í herbergi á elliheimilinu Grund í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag. Starfsmenn komu íbúum í öruggt skjól og réðu niðurlögum eldsins, sem var staðbundinn í einu herbergja elliheimilisins.

Innlent
Fréttamynd

„Ansi þéttum sólar­hring lokið“

„Þá er ansi þéttum sólarhring lokið,“ segir í færslu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en slökkviliðið fór í samtals 135 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn, þar af 43 forgangsflutninga.

Innlent
Fréttamynd

Fór í sundur á samskeytum

Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina.

Innlent
Fréttamynd

„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stór­fljót“

Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins.

Innlent
Fréttamynd

Vatn flæddi inn í hús og bíla

Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð.

Innlent
Fréttamynd

Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti

Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í St. Jósefsspítala

Tilkynnt var um eld í viðbyggingu við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði um klukkan hálf ellefu í kvöld. Mikið var að gera hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en mannskapur einnar slökkviliðsstöðvar var upptekinn annar staðar þegar útkallið barst.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei jafn mörg at­vik hjá slökkvi­liðinu á einni nætur­vakt

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð.

Innlent
Fréttamynd

Eldur brann í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í nótt

Eldur kviknaði í þaki fjölbýlishúss í hverfi 104 í Reykjavík síðdegis í gær og slökkvilið kallað út. Rjúfa þurfti þak til að komast í glæðurnar. Ekki er ljóst hversu umfangsmiklar skemmdir urðu á húsinu vegna brunans. 

Innlent