Slökkvilið Pollrólegur í viðtali í 45 metra hæð yfir borginni Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk nýja körfubíla afhenta með pompi og prakt í Hafnarfirði í morgun. Bílarnir komast mun hærra en þeir gömlu og gætu skipt sköpum við björgunarstörf. Innlent 19.4.2024 19:45 Kallað út vegna eldamennsku við Stuðlaháls Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um reyk sem barst frá húsi við Stuðlaháls í Reykjavík í morgun. Innlent 19.4.2024 09:23 Tvö flutt á slysadeild eftir bílveltu Bílvelta varð við Reykjanesbraut í morgun við húsnæði Fyrstu Baptista kirkjunnar við Fitjar í Njarðvík. Við að Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um slysið klukkan 05:38. Innlent 18.4.2024 08:14 Gleymdi pitsu í ofninum og slökkviliðið mætti Tilkynning barst í dag um reyk koma frá íbúð í Hafnarfirði. Kviknað hafði í pitsu sem húsráðandi hafði gleymt í ofninum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti á vettvang og reykræsti íbúðina. Innlent 16.4.2024 17:23 Sinubruni í búgarðabyggðinni Eldur kviknaði í sinu í búgarðabyggðinni svokölluðu milli Selfoss og Eyrarbakka í dag. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu eru á vettvangi og hafa náð tökum á eldinum. Innlent 14.4.2024 15:40 Kviknaði í rafhlaupahjóli í Breiðholti Eldur kviknaði í rafhlaupahjóli í sameign í blokk í Bakkahverfi í Breiðholti nú í kvöld. Mikill reykur hlaust af brunanum og þurftu slökkviliðsmenn að reykræsta sameignina. Innlent 12.4.2024 19:41 Betur fór en á horfðist Ástand manns sem lenti undir þakplötu í vinnuslysi á Völlunum í Hafnarfirði í dag er gott eftir atvikum, segir Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 10.4.2024 16:57 Fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt vinnuslys Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að byggingasvæði á Völlunum í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag vegna vinnuslyss. Karlmaður festist undir þakplötu sem verið var að steypa og gaf sig. Hann var klukkustund síðar fluttur á sjúkrahús. Innlent 10.4.2024 13:53 Leita brennuvarga í Vestmannaeyjum Slökkvilið Vestmannaeyjar hefur undanfarna daga fengið nokkrar tilkynningar vegna elds í sinu. Lögreglan í Eyjum hefur eldsvoðana til rannsóknar. Slökkviliðsstjóri segir málið alvarlegt en eldarnir hafi kviknað af manna völdum. Innlent 10.4.2024 11:34 31 íkveikja það sem af er ári Alls sinntu slökkvilið landsins 683 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2024, en 31 útkall var vegna elds sem grunur er á að hafi orðið til vegna íkveikju. Þetta er á meðal þess sem kemur fram útkallsskýrslugrunni slökkviliða, sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr, fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. Innlent 8.4.2024 18:26 Árekstur í Ártúnsbrekkunni Árekstur varð ofarlega í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en um minniháttar meiðsli er að ræða. Innlent 8.4.2024 17:52 Bíll og bílskúr loguðu á sama tíma Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bíls annars vegar og bílskúrs hins vegar sem loguðu á sama tíma hvor í sínum hluta borgarinnar í kvöld. Engan sakaði á hvorugum staðnum. Innlent 5.4.2024 20:44 „Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir“ Slökkvilið í Grindavík berst enn við gróðurelda við gosstöðvarnar við Sundhnjúkagíga. Slökkviliðsstjórinn segir svæðið afar torfærið og að slökkviliðstrukkar fari hægt yfir svæðið. Innlent 1.4.2024 13:42 Sinueldur við urðunarstaðinn á Álfsnesi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr átta vegna sinuelds við urðunarsvæðið á Álfsnesi. Slökkviliðið náði tökum á eldinum á tíunda tímanum. Innlent 31.3.2024 20:51 Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. Innlent 30.3.2024 22:52 Stúdent slapp með skrekkinn Tilkynnt var um reyk úr stúdentaíbúð við Eggertsgötu á sjötta tímanum í dag og rauk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu af stað. Betur fór en á horfðist. Innlent 30.3.2024 17:35 Náðu tökum á gróðureldum við gosstöðvar í gær Slökkviliðsmenn náðu að slökkva í gróðureldum sem blossuðu upp við gosstöðvarnar í gær. Slökkvilið frá Grindavík, Suðurnesjum og Árnessýslu voru við störf og verður áfram viðvera í dag. Mjög þurrt er á svæðinu og engin rigning í kortunum. Innlent 30.3.2024 09:29 „Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. Innlent 29.3.2024 14:27 Eldur í Hafnarfirði Eldur kviknaði í gámi á Óseyrarbraut í Hafnafirði rétt fyrir klukkan fimm í dag. Eldurinn var minniháttar og er búið að slökkva hann. Innlent 27.3.2024 16:54 Börnin nýbúin að taka brunaæfingu Engin grunnskólabörn voru í Húsaskóla í Grafarvogi í dag, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag. Um 40 leikskólabörn á leikskólanum Fífuborg og 20 börn á frístundaheimilinu Kastala voru í húsinu. Aðstoðarskólastjóri segir börnin hafa vitað upp á hár hvernig bregðast ætti við, vegna brunaæfingar sem haldin var á dögunum. Innlent 25.3.2024 17:50 Búið að slökkva eldinn í Húsaskóla Búið er að slökkva eld sem kviknaði í þaki Húsaskóla í Grafarvogi í dag. Skólinn hefur verið tæmdur og öllum börnum komið í skjól í nálægu íþróttahúsi. Innlent 25.3.2024 15:09 Hávær hvellur heyrðist víða um höfuðborgarsvæðið Hávær hvellur ómaði um höfuðborgarsvæðið laust fyrir klukkan ellefu í kvöld. Margir í Kópavogi og Garðabæ urðu varir við sprenginguna og er hún til umtals í hverfahópum á Facebook. Innlent 24.3.2024 23:28 Bílvelta á Kjalarnesi Bílvelta varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um klukkan 13 í dag. Innlent 19.3.2024 13:23 Árekstur við Kaplakrika Árekstur tveggja bíla var á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði á níunda tímanum í kvöld. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Innlent 18.3.2024 20:54 Festist í dekkjarólu á Völlunum Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út eftir að ungur einstaklingur hafði fests í dekkjarólu á leiksvæði í Hafnarfirði í gærkvöldi. Innlent 18.3.2024 09:04 Telja að fimm unglingar hafi kveikt í húsinu Lögregla telur sig vita hverjir kveiktu í Hafnartúnshúsi á Selfossi um helgina. Fimm eru taldir hafa átt hlut að máli og eru börn á meðal grunaðra. Innlent 14.3.2024 12:12 Íkveikja staðfest og ungt fólk grunað um græsku Lögreglan á Suðurlandi segir rannsókn á eldsvoða í Hafnartúni við Sigtúnsgarð á Selfossi þann níunda mars hafa leitt í ljós að um íkveikju hafi verið að ræða. Innlent 14.3.2024 09:55 Vonar að búsetu í húsinu verði hætt Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. Innlent 13.3.2024 12:18 Leit stendur yfir eftir að tilkynnt var um bíl í Þingvallavatni Björgunarsveitir, lögreglumenn af Suðurlandi, slökkviliðsmenn frá Brunavörnu Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar eru nú að störfum við Þingvallavatn eftir að tilkynnt var um að bíll hafi farið í vatnið, sem er ísilagt að hluta. Innlent 11.3.2024 12:08 Gabbaði slökkviliðið í útkall og má búast við refsingu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í útkall vegna elds í nótt sem enginn fótur reyndist fyrir. Slökkviliðsmenn voru narraðir og hafa vísað málinu til lögreglu. Innlent 11.3.2024 11:13 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 56 ›
Pollrólegur í viðtali í 45 metra hæð yfir borginni Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk nýja körfubíla afhenta með pompi og prakt í Hafnarfirði í morgun. Bílarnir komast mun hærra en þeir gömlu og gætu skipt sköpum við björgunarstörf. Innlent 19.4.2024 19:45
Kallað út vegna eldamennsku við Stuðlaháls Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um reyk sem barst frá húsi við Stuðlaháls í Reykjavík í morgun. Innlent 19.4.2024 09:23
Tvö flutt á slysadeild eftir bílveltu Bílvelta varð við Reykjanesbraut í morgun við húsnæði Fyrstu Baptista kirkjunnar við Fitjar í Njarðvík. Við að Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um slysið klukkan 05:38. Innlent 18.4.2024 08:14
Gleymdi pitsu í ofninum og slökkviliðið mætti Tilkynning barst í dag um reyk koma frá íbúð í Hafnarfirði. Kviknað hafði í pitsu sem húsráðandi hafði gleymt í ofninum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti á vettvang og reykræsti íbúðina. Innlent 16.4.2024 17:23
Sinubruni í búgarðabyggðinni Eldur kviknaði í sinu í búgarðabyggðinni svokölluðu milli Selfoss og Eyrarbakka í dag. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu eru á vettvangi og hafa náð tökum á eldinum. Innlent 14.4.2024 15:40
Kviknaði í rafhlaupahjóli í Breiðholti Eldur kviknaði í rafhlaupahjóli í sameign í blokk í Bakkahverfi í Breiðholti nú í kvöld. Mikill reykur hlaust af brunanum og þurftu slökkviliðsmenn að reykræsta sameignina. Innlent 12.4.2024 19:41
Betur fór en á horfðist Ástand manns sem lenti undir þakplötu í vinnuslysi á Völlunum í Hafnarfirði í dag er gott eftir atvikum, segir Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 10.4.2024 16:57
Fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt vinnuslys Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að byggingasvæði á Völlunum í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag vegna vinnuslyss. Karlmaður festist undir þakplötu sem verið var að steypa og gaf sig. Hann var klukkustund síðar fluttur á sjúkrahús. Innlent 10.4.2024 13:53
Leita brennuvarga í Vestmannaeyjum Slökkvilið Vestmannaeyjar hefur undanfarna daga fengið nokkrar tilkynningar vegna elds í sinu. Lögreglan í Eyjum hefur eldsvoðana til rannsóknar. Slökkviliðsstjóri segir málið alvarlegt en eldarnir hafi kviknað af manna völdum. Innlent 10.4.2024 11:34
31 íkveikja það sem af er ári Alls sinntu slökkvilið landsins 683 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2024, en 31 útkall var vegna elds sem grunur er á að hafi orðið til vegna íkveikju. Þetta er á meðal þess sem kemur fram útkallsskýrslugrunni slökkviliða, sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr, fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. Innlent 8.4.2024 18:26
Árekstur í Ártúnsbrekkunni Árekstur varð ofarlega í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en um minniháttar meiðsli er að ræða. Innlent 8.4.2024 17:52
Bíll og bílskúr loguðu á sama tíma Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bíls annars vegar og bílskúrs hins vegar sem loguðu á sama tíma hvor í sínum hluta borgarinnar í kvöld. Engan sakaði á hvorugum staðnum. Innlent 5.4.2024 20:44
„Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir“ Slökkvilið í Grindavík berst enn við gróðurelda við gosstöðvarnar við Sundhnjúkagíga. Slökkviliðsstjórinn segir svæðið afar torfærið og að slökkviliðstrukkar fari hægt yfir svæðið. Innlent 1.4.2024 13:42
Sinueldur við urðunarstaðinn á Álfsnesi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr átta vegna sinuelds við urðunarsvæðið á Álfsnesi. Slökkviliðið náði tökum á eldinum á tíunda tímanum. Innlent 31.3.2024 20:51
Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. Innlent 30.3.2024 22:52
Stúdent slapp með skrekkinn Tilkynnt var um reyk úr stúdentaíbúð við Eggertsgötu á sjötta tímanum í dag og rauk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu af stað. Betur fór en á horfðist. Innlent 30.3.2024 17:35
Náðu tökum á gróðureldum við gosstöðvar í gær Slökkviliðsmenn náðu að slökkva í gróðureldum sem blossuðu upp við gosstöðvarnar í gær. Slökkvilið frá Grindavík, Suðurnesjum og Árnessýslu voru við störf og verður áfram viðvera í dag. Mjög þurrt er á svæðinu og engin rigning í kortunum. Innlent 30.3.2024 09:29
„Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. Innlent 29.3.2024 14:27
Eldur í Hafnarfirði Eldur kviknaði í gámi á Óseyrarbraut í Hafnafirði rétt fyrir klukkan fimm í dag. Eldurinn var minniháttar og er búið að slökkva hann. Innlent 27.3.2024 16:54
Börnin nýbúin að taka brunaæfingu Engin grunnskólabörn voru í Húsaskóla í Grafarvogi í dag, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag. Um 40 leikskólabörn á leikskólanum Fífuborg og 20 börn á frístundaheimilinu Kastala voru í húsinu. Aðstoðarskólastjóri segir börnin hafa vitað upp á hár hvernig bregðast ætti við, vegna brunaæfingar sem haldin var á dögunum. Innlent 25.3.2024 17:50
Búið að slökkva eldinn í Húsaskóla Búið er að slökkva eld sem kviknaði í þaki Húsaskóla í Grafarvogi í dag. Skólinn hefur verið tæmdur og öllum börnum komið í skjól í nálægu íþróttahúsi. Innlent 25.3.2024 15:09
Hávær hvellur heyrðist víða um höfuðborgarsvæðið Hávær hvellur ómaði um höfuðborgarsvæðið laust fyrir klukkan ellefu í kvöld. Margir í Kópavogi og Garðabæ urðu varir við sprenginguna og er hún til umtals í hverfahópum á Facebook. Innlent 24.3.2024 23:28
Bílvelta á Kjalarnesi Bílvelta varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um klukkan 13 í dag. Innlent 19.3.2024 13:23
Árekstur við Kaplakrika Árekstur tveggja bíla var á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði á níunda tímanum í kvöld. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Innlent 18.3.2024 20:54
Festist í dekkjarólu á Völlunum Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út eftir að ungur einstaklingur hafði fests í dekkjarólu á leiksvæði í Hafnarfirði í gærkvöldi. Innlent 18.3.2024 09:04
Telja að fimm unglingar hafi kveikt í húsinu Lögregla telur sig vita hverjir kveiktu í Hafnartúnshúsi á Selfossi um helgina. Fimm eru taldir hafa átt hlut að máli og eru börn á meðal grunaðra. Innlent 14.3.2024 12:12
Íkveikja staðfest og ungt fólk grunað um græsku Lögreglan á Suðurlandi segir rannsókn á eldsvoða í Hafnartúni við Sigtúnsgarð á Selfossi þann níunda mars hafa leitt í ljós að um íkveikju hafi verið að ræða. Innlent 14.3.2024 09:55
Vonar að búsetu í húsinu verði hætt Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. Innlent 13.3.2024 12:18
Leit stendur yfir eftir að tilkynnt var um bíl í Þingvallavatni Björgunarsveitir, lögreglumenn af Suðurlandi, slökkviliðsmenn frá Brunavörnu Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar eru nú að störfum við Þingvallavatn eftir að tilkynnt var um að bíll hafi farið í vatnið, sem er ísilagt að hluta. Innlent 11.3.2024 12:08
Gabbaði slökkviliðið í útkall og má búast við refsingu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í útkall vegna elds í nótt sem enginn fótur reyndist fyrir. Slökkviliðsmenn voru narraðir og hafa vísað málinu til lögreglu. Innlent 11.3.2024 11:13