Innlent

Kviknaði í gömlum bú­stað við Rauða­vatn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sjónarvottar tóku þessa mynd. Bústaðurinn brann hratt að sögn slökkviliðs.
Sjónarvottar tóku þessa mynd. Bústaðurinn brann hratt að sögn slökkviliðs. Aðsend

Gamall bústaður brann til ösku við Rauðavatn í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll þakið á bústaðnum. Ekki er vitað um orsök eldsins en enginn var í bústaðnum þegar slökkvilið bar að vettvangi og því engan sem sakaði. 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til um klukkan 5:45 og sendi í kjölfarið tvo dælubíla og einn tankbíl á vettvang. Störfum þeirra var svo lokið um klukkan sex.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur í kjölfarið við vettvangi til að rannsaka upptök eldsins og hafa samband við eigendur.

Blá ljós viðbragðsaðila og eldurinn sjást vel á þessari mynd þó lítið annað sjáist. Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×