

Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn.
Suður-Ameríkuríkið Venesúela hlaut í daga sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna, þrátt fyrir að ríkisstjórn Nicolas Maduro hafi verið gagnrýnd víða um heim fyrir meint brot á mannréttindum.
Spænskir dómstólar hafa úrskurðað að Hugo Armando Carvajal, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Venesúela, verði ekki framseldur til Bandaríkjanna þar sem hans bíða ákærur vegna eiturlyfjasmygls. Þess í stað hefur honum verið sleppt úr haldi.
Sex vikur eru síðan fulltrúar stjórnvalda sögðu sig frá viðræðum sem Norðmenn höfðu milligöngu um. Stjórnarandstaðan segir nú að útséð sé um að þeim verði haldið áfram.
Fjölskylda kafteins í sjóher Venesúela sem lést í haldi stjórnvalda vill að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki dauða hans og að sjálfstæð krufning fari fram á líkinu.
Það er mikilvægt að varpa ljósi á dauða venesúelska sjóherskafteinsins Rafaels Acosta, sem lést í haldi venesúelskrar lögreglu á laugardag, og draga hina ábyrgu í málinu fyrir dóm.
Waleska Perez, ekkja Acosta, sagði að hann hefði varla verið með meðvitund í dómsal vegna þess að hann hefði orðið fyrir barsmíðum og pyntingum.
Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag.
Helsti aðstoðarmaður Juan Guaidó, stjórnarandstöðuleiðtogans í Venesúela, hefur verið handtekinn.
Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns.
Minnst einn hefur verið skotinn til bana í Venesúela og tugir eru særðir eftir átök á milli öryggissveita og stuðningsmanna Nicolas Maduro annars vegar og mótmælenda og stuðningsmanna Juan Guaidó.
Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær.
Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða.
Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning.
Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro.
Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins.
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta.
Stjórnlagaþing Venesúela sem er hliðhollt Maduro forseta samþykkti að svipta Juan Guaidó friðhelgi sem þingmaður í vikunni.
Þúsundir flóttamanna frá Venesúela brutust í gegnum vegatálma á landamærum Venesúela og Kólumbíu í dag.
Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sendi Rússum skilaboð vegna aðstoðar sem þeir hafa veitt stjórnvöldum í Venesúela.
Skólastarf lá niðri og samgöngur í lamasessi.
Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag.
Juan Guaidó, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær frá því að leyniþjónustumenn hefðu handtekið Roberto Marrero, starfsmannastjóra sinn.
Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás.
Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins.
Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram.
Andstæðar skoðanir á málefnum Venesúela voru viðraðar sitt hvoru megin við Lækjargötu í dag.
Samtök hernaðarandstæðinga og Vinir Venesúela, stóðu í dag að útifundi fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu til þess að mótmæla heimsvaldastefnunni og íhlutun Bandaríkjanna í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela
Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis.
Elliott Abrams, erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta er varðar Venesúela, hét því í gær að stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu setja á enn frekari þvinganir gagnvart Venesúela.