Verða ákærðir fyrir valdaránstilraun í Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2020 15:02 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, á blaðamannafundi í gær. AP/Forsetaembætti Venesúela Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að gera allt sem þau geta til að ná tveimur fyrrverandi bandarískum hermönnum sem hafa verið sakaðir um tilraun til valdaráns í Venesúela, aftur heim. Mennirnir verða ákærðir fyrir valdaránstilraun og verður réttað yfir þeim í Venesúela, samkvæmt Nicolas Maduro, forseta. Málið er hið undarlegasta en mennirnir tveir, Luke Denman og Airan Berry, eru starfsmenn öryggisfyrirtækisins Silvercorp USA en eigandi þess, Jordan Goudreau, hefur viðurkennt að markmið hans sé að koma Maduro frá völdum og heldur því fram að hann stjórni fjölda uppreisnarmanna í landinu. Denmann og Berry voru handsamaðir fyrr í vikunni þegar til skotbardaga kom við öryggissveitir undan ströndum Venesúela. Sex aðrir voru skotnir til bana og hafa þeir verið sakaði um innrás. Alls hafa sautján verið handteknir vegna innrásarinnar. Sjá einnig: Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Maduro heldur því fram að þessi aðgerð hafi verið studd af stjórnarandstöðu Venesúela, sem Juan Guaídó leiðir, Bandaríkjunum og Kólumbíu. „Donald Trump er yfirmaður þessarar innrásar,“ sagði Maduro í ávarpi í gær. Ríkisstjórn Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa komið að þessari meintu valdaránstilraun. Það gera bandamenn Guaídó einnig. Ríkisútvarp Venesúela birti í gær myndband þar sem Luke Denman svarar spurningum um sig og aðgerðina sjálfa. Yfirvöld Venesúela segja þetta vera játningu. Heyra má Denman segja að Silvercorp hafi gert samning við Guaídó um að velta Maduro úr sessi. Hann segir einnig að markmið þeirra hafi verið að ná stjórn á flugvelli Caracas, höfuðborgar Venesúela, og fljúga með Maduro til Bandaríkjanna. Ekkert kemur fram um það hvernig mennirnir hafi átt að handsama Maduro. Denman segir ennfremur að Goudreau hafi haft samband við sig og Berry í desember og beðið þá um að þjálfa 50 til 60 menn frá Venesúela í Kólumbíu. Hann flaug til Kólumbíu í janúar. BREAKING: Venezuela's government releases the confession of Silvercorp mercenary Luke Alexander Denman. Live now on @teleSURenglish pic.twitter.com/PP8V7sTEt7— Camila (@camilateleSUR) May 6, 2020 Maduro hefur sagt að sambærilegt myndband af Berry verði sýnt og stóð til að gera það á sama tíma og myndbandið af Denman var birt. Það var þó ekki gert. Eins og bent er á í grein CNN hafa yfirvöld Venesúela oft birt myndbönd af þessu tagi. Sem sýna yfirheyrslur og hafa verið klippt verulega til. Mannréttindasamtök hafa fordæmt ríkið fyrir það. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórn Maduro ætlar að leita til Alþjóðaglæpadómstólsins og fara fram á það að Goudreau verði framseldur til Venesúela. Bandaríkin Venesúela Donald Trump Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að gera allt sem þau geta til að ná tveimur fyrrverandi bandarískum hermönnum sem hafa verið sakaðir um tilraun til valdaráns í Venesúela, aftur heim. Mennirnir verða ákærðir fyrir valdaránstilraun og verður réttað yfir þeim í Venesúela, samkvæmt Nicolas Maduro, forseta. Málið er hið undarlegasta en mennirnir tveir, Luke Denman og Airan Berry, eru starfsmenn öryggisfyrirtækisins Silvercorp USA en eigandi þess, Jordan Goudreau, hefur viðurkennt að markmið hans sé að koma Maduro frá völdum og heldur því fram að hann stjórni fjölda uppreisnarmanna í landinu. Denmann og Berry voru handsamaðir fyrr í vikunni þegar til skotbardaga kom við öryggissveitir undan ströndum Venesúela. Sex aðrir voru skotnir til bana og hafa þeir verið sakaði um innrás. Alls hafa sautján verið handteknir vegna innrásarinnar. Sjá einnig: Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Maduro heldur því fram að þessi aðgerð hafi verið studd af stjórnarandstöðu Venesúela, sem Juan Guaídó leiðir, Bandaríkjunum og Kólumbíu. „Donald Trump er yfirmaður þessarar innrásar,“ sagði Maduro í ávarpi í gær. Ríkisstjórn Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa komið að þessari meintu valdaránstilraun. Það gera bandamenn Guaídó einnig. Ríkisútvarp Venesúela birti í gær myndband þar sem Luke Denman svarar spurningum um sig og aðgerðina sjálfa. Yfirvöld Venesúela segja þetta vera játningu. Heyra má Denman segja að Silvercorp hafi gert samning við Guaídó um að velta Maduro úr sessi. Hann segir einnig að markmið þeirra hafi verið að ná stjórn á flugvelli Caracas, höfuðborgar Venesúela, og fljúga með Maduro til Bandaríkjanna. Ekkert kemur fram um það hvernig mennirnir hafi átt að handsama Maduro. Denman segir ennfremur að Goudreau hafi haft samband við sig og Berry í desember og beðið þá um að þjálfa 50 til 60 menn frá Venesúela í Kólumbíu. Hann flaug til Kólumbíu í janúar. BREAKING: Venezuela's government releases the confession of Silvercorp mercenary Luke Alexander Denman. Live now on @teleSURenglish pic.twitter.com/PP8V7sTEt7— Camila (@camilateleSUR) May 6, 2020 Maduro hefur sagt að sambærilegt myndband af Berry verði sýnt og stóð til að gera það á sama tíma og myndbandið af Denman var birt. Það var þó ekki gert. Eins og bent er á í grein CNN hafa yfirvöld Venesúela oft birt myndbönd af þessu tagi. Sem sýna yfirheyrslur og hafa verið klippt verulega til. Mannréttindasamtök hafa fordæmt ríkið fyrir það. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórn Maduro ætlar að leita til Alþjóðaglæpadómstólsins og fara fram á það að Goudreau verði framseldur til Venesúela.
Bandaríkin Venesúela Donald Trump Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira