Tímamót

Fréttamynd

For­setinn í alls konar stellingum á Nesinu

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón fögnuðu með íbúum Seltjarnarnesbæjar á fimmtíu ára kaupstaðarafmæli bæjarins á dögunum. Hjónin vörðu öllum deginum á Nesinu enda um stór tímamót að ræða og frábær stemning í bænum.

Lífið
Fréttamynd

„Dísa er fyndnasta manneskja sem ég þekki“

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson sendi unnustu sinni, listakonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, hjartnæma afmæliskveðju á Instagram. Hann segir sérhvert ástarlag hans samið um hana og vonist til að ófædd dóttir þeirra líkist móður sinni sem mest.

Lífið
Fréttamynd

Jóhanna Helga og Geir eiga von á dreng

Útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skafta­son, viðskipta­stjóri hjá Isa­via, eiga von sínu öðru barni í september. Parið tilkynnti á Instagram að von væri á dreng. Fyrir eiga þau eina stúlku, Tinnu Maríu sem er fjögurra ára.

Lífið
Fréttamynd

Var orðinn blankur og veðjaði á litla, hrör­lega húsið

Lítið hús við Geirsgötu 1, sem nú hýsir hamborgarastaðinn Búlluna, var að hruni komið þegar Tómas Tómasson ákvað að hefja þar veitingarekstur árið 2004. Húsið er orðið eitt helsta kennileiti hafnarsvæðisins og á sér áhugaverða sögu.

Lífið
Fréttamynd

Af­mælis­há­tíð í skugga ham­fara

Alltof margar fjölskyldur í Grindavík eru enn á hrakhólum. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælishátíð bæjarins sem var haldin í skugga hamfara. Forseti Íslands hvetur fólk til að gefast ekki upp og sýna áfram kjark.

Innlent
Fréttamynd

Fagnaði 29 árum með glæsiteiti á Edition

Ofurskvísan, listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý fagnaði 29 ára afmæli sínu á skemmtistaðnum Sunset á Edition við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta en gríðarleg stjörnuorka sveif yfir vötnum.

Lífið
Fréttamynd

Katrín ekki lengur þing­maður

Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Hlær að sögu­sögnunum um eigin ó­léttu í Eyja­hafi

Una Sighvatsdóttir sérfræðingur embættis forseta Íslands fagnaði 39 ára afmæli á Santorini í Grikklandi. Hún segir afmælisárið hafa rammast kaldhæðnislega inn, hafist með því að hún hafi hætt við að gefa sjálfri sér eggheimtu-og frystingu í 38 ára afmælisgjöf og endað þannig að henni hafi borist sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ um að hún væri ólétt.

Lífið
Fréttamynd

Arna Ýr fæddi þriðja barnið í stofunni heima

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi og Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor eignuðust dóttur 3. apríl síðastliðinn. Fæðingin var heimafæðing og kom stúlkan í heiminn í uppblásinni sundlaug heima í stofu. Um er að ræða þriðja barn parsins. 

Lífið
Fréttamynd

Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum

Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum.

Lífið
Fréttamynd

Bjarnheiður hættir sem for­maður SAF

Bjarnheiður Hallsdóttir mun láta af störfum sem formaður Samtaka ferðaþjónustunnar eftir sex ára setu. Félagsmenn samtakanna kusu nýja stjórn á aðalfundi á fimmtudaginn. 

Innlent
Fréttamynd

Lóan er komin

Lóan er komin til landsins að kveða burt snjóinn og leiðindin. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur staðfestir það í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Fer­tug og frjó í flutningum

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi hönnunarverslunarinnar Systur og makar, og Haukur Unnar Þorkelsson eiga von á sínu þriðja barni saman. Katla fagnar fertugsafmæli sínu í dag með því að tilkynna óléttuna. Auk þess festi parið kaup á fallegu einbýli í Hafnarfirði.

Lífið
Fréttamynd

Tímamótavika hjá Bjögga Takefusa og Sól­veigu

Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt fyrsta barn saman 14. mars síðastliðinn. Auk þess hefur Sólveig sett sjarmerandi eign sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Martin og Anna María eignuðust dreng

Martin Hermannsson landsliðsmaður í körfubolta og Anna María Bjarnadóttir eignuðust dreng á dögunum. Um er að ræða þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau soninn Manúel fimm ára.

Lífið
Fréttamynd

Hildur María og Sigurður nefndu dótturina

Fyrrverandi fegurðardrottningin og handboltakonan Hildur María Leifsdóttir og kærastinn hennar Sigurður Jakob Helgason lögmaður, skírðu dóttur sína við hátíðlega athöfn um helgina. Stúlkunni var gefið nafnið Lína María.

Lífið