Tímamót

Fréttamynd

Drengur Ara og Dórótheu kominn með nafn

Tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason og unnusta hans Dóróthea Jóhannesdóttir létu skíra son sinn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Einar Freyr Arason. 

Lífið
Fréttamynd

Tanja Ýr á von á barni með breskum her­manni

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor eiga von á sínu fyrsta barni saman. Tanja deildi gleðitíðindunum í færslu á Instagram. Á myndunum má sjá fallegar myndir af parinu þar sem óléttkúla Tönju er í aðalhlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Sonur Söndru og Daníels kominn með nafn

Handboltaparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn fékk nafnið Martin Leo Daníelsson. Parið greindi frá gleðifréttunum í sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

Lífið
Fréttamynd

Eva segir lífið betra með Kára Stefáns

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, og Eva Bryn­geirs­dótt­ir, þjálfari og jógakennari, hafa verið stinga saman nefjum undanfarna mánuði. Eva segir í færslu á Instagram að lífið sé betra með Kára. 

Lífið
Fréttamynd

Simmi Vill birtir fyrstu myndirnar af ástinni

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður, og kærastan hans Hafrún Hafliðadóttir nutu lífsins saman í fríi erlendis á dögunum. Simmi birti skemmtilega myndafærslu úr fríinu á Instagram í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Vala Ei­ríks og Óskar Logi greina frá kyninu

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústssonar úr Vintage Caravan eiga von á dreng í nóvember. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. Vala greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Albert og Guð­laug hætt saman

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru hætt saman eftir níu ára samband. Al­bert er leikmaður Genoa á Ítal­íu og hef­ur spilað með landsliði Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Egill og Íris eignuðust stelpu

Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, eignuðust stúlku þann 26. júní síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Garðar Gunn­laugs að verða afi

Garðar Gunnlaugsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, tilkynnti um það á Instagram í gær að hann væri að fara verða afi. Sonur hans, Daníel Ingi og kærasta hans Lena Davíðsdóttir, eiga von á barni.

Lífið
Fréttamynd

Sumarglaðningur Vig­dísar og Ara Freys sparkaði sér í heiminn

Leikarinn Ari Freyr Ísfeld Óskarsson leikari og Vigdís Perla Maack, sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu og verkefnastjóri, eignuðust stúlku þann 7. júní síðastliðinn. Vigdís lýsir fæðingu dótturinnar á einlægan og kómískan hátt í færslu á samfélagsmiðlum. 

Lífið
Fréttamynd

Dóttir Al­freðs og Fríðu komin með nafn

Alfreð Finnbogason knattspyrnumaður og Fríða Rún Einarsdóttir létu skíra dóttur þeirra við fallega athöfn á dögunum. Stúlkan fékk nafnið Eva Kolbrún. Seinna nafnið er í höfuðið á móður Fríðu.

Lífið
Fréttamynd

Egill og villta vestrið í Víkinni

Glaðlegi útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu síðastliðið fimmtudagskvöld í Víkingsheimilinu í Fossvogi. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta þar sem um hundrað manns mættu og samfögnuðu í sannkallaðri country-stemningu.

Lífið
Fréttamynd

Tví­burarnir komnir með nafn

Victor Guðmunds­son, lækn­ir og tón­list­armaður, og Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir hafa nefnt tvíburasyni sína. Drengirnir heita Máni og Stormur. Victor  greindi frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Greta Salóme og Elvar greina frá kyninu

Hjónin Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona og Elvar Þór Karlsson eiga von á dreng í haust. Um að ræða þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022. Greta tilkynnti gleðitíðindin í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Bein útsending: Braut­skráningar Há­skóla Ís­lands

Háskóli Íslands brautskráir 2.652 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag. Sem fyrr verður brautskráð í tvennu lagi og fara brautskráningarathafnirnar fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Vísir mun streyma frá athöfnunum. 

Innlent
Fréttamynd

Heiður Ósk og Davíð eru nýtt par

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, eru nýtt par. 

Lífið