
Noregur

Tom Hagen í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018.

Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar
„Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar.

Tom Hagen neitar sök
Norski milljarðamæringurinn Tom Hagen, sem handtekinn var í morgun grunaður um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, neitar sök.

Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth
Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni.

SAS segir upp 40 prósent starfsfólks
Skandinavíska flugfélagið SAS hyggst segja upp fimm þúsund starfsmönnum að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn
Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun.

Leikið án áhorfenda í Noregi í allt sumar
Stefnt er að því að hefja keppni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta þann 23. maí næstkomandi en líklega verða engir áhorfendur leyfðir á leikjum deildarinnar fram á haust.

Vill að ríkisstjórnin leggi rúma átta milljarða íslenskra króna í knattspyrnuhreyfinguna
Terje Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins, vill að ríkisstjórnin þar í landi hjálpi fótboltanum til muna og að knattspyrnusambandið fái 600 milljónir norskra króna í stuðning en sú upphæð jafngildir rúmlega átta milljörðum íslenskra króna.

Fjögur dótturfélög Norwegian í þrot
Norska flugfélagið Norwegian óskaði eftir því í dag að fjögur dótturfélög fyrirtækisins yrðu tekin til gjaldþrotaskipta.

Gengi Norwegian féll um rúmlega helming á tíu mínútum
Hrunið kom greinendum lítið á óvart.

Norðmenn segjast komnir með stjórn á faraldrinum
Norsk stjórnvöld sögðust í dag vera komin með stjórn á kórónuveirufaraldrinum.

Ísland hluti af samningi um sameiginleg innkaup Evrópuríkja á heilbrigðisaðföngum
Íslensk stjórnvöld undirrituðu í gær samning sem gerir þeim kleift að geta tekið þátt í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum.

Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni
Um er að ræða þrjú lyf. Mestar vonir eru bundnar við malaríulyfið Plaquenil.

250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap
Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina.

Lagerbäck tekur á sig launalækkun vegna COVID-19
Lars Lagerback, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur samþykkt 20% lækkun á launum sínum frá norska knattspyrnusambandinu en sambandið þarf að draga saman í rekstri vegna COVID-19.

Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands
Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku.

B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum
Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands.

Norðmenn vilja tvöfalda EM-veislu og skora á UEFA
Terje Svendsen, formaður norska knattspyrnusambandsins, segir að það sé mikilvægt að EM kvenna fari fram sumarið 2021 en verði ekki fært til vegna EM karla.

Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt
Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla.

Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum
Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi.

Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman
„Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“

Um 90 prósent starfsfólks SAS sagt upp tímabundið
Norræna flugfélagið SAS hefur tímabundið sagt upp samningum við um 10 þúsund starfsmenn.

Íslendingar komast enn til og frá Noregi eftir lokun
Ríkisborgarar EES-ríkja, þar á meðal Íslendingar, og fjölskyldur þeirra sem eru búsett eða starfa í Noregi geta áfram komið til landsins eftir að landamærunum verður lokað á morgun. Sendiráð Íslands í Osló segir að Íslendingar í Noregi komist einnig úr landi eftir lokunina.

Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví
Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku
Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður.

Norðmenn loka landamærunum
Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Andaði framan í fólk og sagðist vera smitaður af kórónuveirunni
Um það bil fimmtíu lestarfarþegar í Noregi eru á leið í sóttkví eftir að farþegi gekk á milli fólks og andaði framan í það og tilkynnti þeim svo að hann væri smitaður af kórónuveirunni í gær.

Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi
Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK.

Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna
Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað.

Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar
Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar.