Noregur Umheimurinn hugsar til Norðmanna Fjölmargir þjóðhöfðingjar hafa sent Norðmönnum samúðarkveðjur og sagt hug þjóðar sinnar vera með Norðmönnum. Erlent 23.7.2011 10:24 Svona lítur hann út Maðurinn sem talinn er eiga sök á fjöldamorðunum í Noregi í gær heitir Anders Behring Breivik. Hann er róttækur hægrimaður, ofsatrúarmaður og jafnvel talinn tengjast nýnasistasamtökum. Innlent 23.7.2011 09:42 Lögregla eykur viðbúnað vegna árásanna Lögreglan hefur gert ákveðnar ráðstafanir hér á landi vegna atburðanna í Noregi. Þetta sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið síðdegis í gær. Innlent 22.7.2011 22:51 Hvetur Íslendinga til að flagga í hálfa stöng Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að hugur Íslendinga sé hjá norsku þjóðinni sem hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli í gær. Hún hafði samband við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í gær og bauð honum alla mögulega aðstoð og kom til hans samúðarkveðjum. Innlent 22.7.2011 22:51 Mannskæðasta árás á Noreg frá stríði Lögregla hafði í gærkvöldi staðfest að tíu manns hefðu látist í skotárás í Útey, skammt vestan Óslóar í gær. Vitni segja að á bilinu tuttugu til þrjátíu hafi látist. Lögregla telur að árásin þar og sprengjuárás sem varð skömmu áður í Ósló tengist. Sprengiefni fannst einnig á eyjunni. Erlent 22.7.2011 22:51 Grafalvarlegt mál en yfirvegun mikilvæg Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun eiga fund með íslenskum lögregluyfirvöldum og fara yfir tíðindin frá Ósló. Hann segir að stjórnvöld fylgist vel með málinu fyrir milligöngu lögregluyfirvalda. Málið sé grafalvarlegt og áhyggjuefni að slíkt skuli gerast. Innlent 22.7.2011 22:51 Óslóarbúar harmi slegnir Rögnvaldur S. Reynisson, starfsmaður RARIK, er staddur í Ósló í sumarfríi. Þegar sprengingin varð var hann í miðborg Óslóar skammt frá skrifstofu Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Rögnvaldur segir það óskemmtilega lífsreynslu að verða vitni að atburðum sem þessum. Innlent 22.7.2011 22:51 „Þetta er mikill sorgardagur“ "Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. "Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Innlent 22.7.2011 22:51 Herinn vaktar miðborgina Að minnsta kosti sjö létust og tíu eru alvarlega slasaðir eftir að mikil sprenging varð í miðborg Óslóar síðdegis í gær, í miðju hverfi opinberra stjórnarbygginga þar sem nokkur ráðuneyti hafa aðsetur ásamt hæstarétti landsins og lögreglunni. Erlent 22.7.2011 22:51 Í það minnsta 91 fallinn í Noregi Norska lögreglan hefur staðfest að a.m.k. 91 hafi fallið í hryðjuverkaárásunum í Noregi í gær. Þar af féllu 84 í skotárásinni í Útey. Þetta staðfesti lögreglustjórinn Øystein Mæland á blaðamannafundi um klukkan hálffjögur í nótt. Hann segir þó tölu látinna að öllum líkindum eiga eftir að hækka. Erlent 23.7.2011 02:29 Sendiherrann í Noregi: Það setur að okkur óhug við tíðindin "Það setur að okkur óhug við þessi miklu tíðindi. Þetta er í fyrsta skipti sem svo alvarlegt tilræði á sér stað í Noregi frá seinni heimsstyrjöldinni. Efst í huga okkar á þessari stundu er að ganga úr skugga um að engir Íslendingar hafi komið við sögu. Við munum hafa opið fram eftir svo lengi sem við teljum gagn að því,“ sagði Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Ósló, skömmu eftir hryðjuverkaárásina í gær. Innlent 22.7.2011 22:51 Meintur byssumaður nafngreindur Norska sjónvarpsstöðin TV 2 fullyrðir að Norðmaðurinn sem var handtekinn í dag fyrir skotárásina í Útey í Noregi heiti Anders Behring Breivik. Hann er sagður tilheyra hægriöfgahreyfingu á austurhluta Noregs. Hann er sagður vera skráður fyrir tveimur skotvopnum. Sjálfvirkri byssu og skammbyssu af gerðinni Glock. Maðurinn er grunaður um að hafa banað minnst 10 manns í Útey Erlent 22.7.2011 23:59 Staðfest að sprengja fannst í Útey Ósprengdar sprengdur fundust í Útey í dag. Ekki er vitað hverskonar sprengjur er um að ræða. Þetta staðfesti lögreglustjórinn í Osló á blaðamannafundi sem var haldinn um klukkan ellefu að dönskum tíma í nótt. Erlent 22.7.2011 23:20 Húsleit hjá byssumanninum Norska lögreglan gerði nú ellefta tímanum í kvöld húsleit í íbúð mannsins sem handtekinn var í Útey seinnipartinn í dag. Maðurinn fór klæddur eins og lögreglumaður í Útey og sagðist vera kominn þangað vegna sprengjunnar sem sprakk í Osló fyrr í dag. Skömmu síðar hóf hann að skjóta á fólk í kringum sig. Lögreglan hefur staðfest að 10 eru látnir en fullyrt er að tala fallinna muni hækka. Fyrr í kvöld var í norskum fjölmiðlum haft eftir sjónarvottum að allt að 30 væru látnir. Erlent 22.7.2011 22:54 Lögreglan staðfestir að minnst 10 hafi fallið í skotárásinni Við höfum fengið upplýsingar um það að tíu hafi fallið, en við búumst við því að tala fallinna munu hækka, segir norska lögreglan í fréttatilkynningu um skotárásina í Útey í dag. Norska ríkissjónvarpið og Verdens Gang höfðu eftir vitnum í dag að á þriðja tug manna væru látnir Norska Aftenposten segir að 17 manns hafi verið fluttir á sjúkrahús. "Miðað við það sem ég hef séð hafa minnst fjórir verið skotnir og drepnir,“ segir umdæmisstjóri ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins í Þelamörk. Erlent 22.7.2011 22:07 Biskup sendir Norðmönnum samúðarkveðjur Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur sent samúðarkveðjur til Ole Christian Kvarme, biskups í Osló, og til Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi, vegna þeirra árásanna í Osló og Útey í dag. Innlent 22.7.2011 21:41 Árásarmaðurinn er norskur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir Norðmenn vera litla en stolta þjóð sem láti ekki hræða sig. Í kvöld kom Stoltenberg í fyrsta sinn fram eftir árásirnar í Osló og Útey í dag. Hann ræddi þá við blaðamenn ásamt dómsmálaráðherranum Knut Storberget. Stoltenberg sagði hugsanir sínar og bænir vera hjá hinum særðu og ættingjum þeirra sem misstu ástvini í dag. Erlent 22.7.2011 20:53 Boðað til minningarathafnar Boðað hefur verið til minningarathafnar við Tjörnina í Reykjavík á morgun vegna árásanna á Osló og í Útey í dag. "Þeir sem vilja geta mætt með kerti,“ segir á síðu á samskiptavefnum Facebook sem stofnuð hefur verið vegna athafnarinnar. Athöfnin hefst klukkan 18. Innlent 22.7.2011 20:33 Byssumaðurinn sást í Osló fyrr í dag Maðurinn sem hóf skothríð á eyjunni Útey seinnipartinn sást í miðborg Osló skömmu áður en sprengja sprakk þar í dag. Hann er nú yfirheyrður af lögreglu sem kannar hvort hann beri einnig ábyrgð á árásunum í höfuðborginni, að því er fram kemur á vef norska dagblaðsins Verdens Gang. Árásarmanninum er sagður norrænn í útliti og hávaxinn. Lögreglan upplýsir ekki hvort maðurinn sé norskur ríkisborgari. Erlent 22.7.2011 20:14 Obama vottar Norðmönnum samúð sína Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir atburðina í Noregi í dag sýna að alþjóðasamfélagið verði að vinna saman til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Hann vottar Norðmönnum samúð sína og hefur heitið norskum stjórnvöldum fullum stuðningi við rannsókn árásanna í Osló og Útey. Erlent 22.7.2011 19:47 Allt að 30 myrtir í Útey Norska ríkisútvarpið og dagblaðið Verdens Gang hafa eftir sjónarvottum að þeir hafi séð að minnsta kosti 20-30 látna á eyjunni Útey. Þar hófst á miðvikudaginn árleg sumarhátíð ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins en talið er að hátt í 700 manns hafi verið á eyjunni í dag þegar karlmaður í gervi lögreglumanns hóf að skjóta á fólk í kringum sig. Erlent 22.7.2011 19:06 Óttast að sprengja sé í Útey Óttast er að það sé sprengja á Útey, þar sem að minnsta kosti fjórir voru skotnir til bana í dag. Þetta staðfestir norska lögreglan við norska ríkisútvarpið. Erlent 22.7.2011 18:17 Stoltenberg: Noregur í grafalvarlegri stöðu Norska lögreglan hefur staðfest að Jens Stoltenberg forsætisráðherra er í öruggu skjóli. Stoltenberg segir sjálfur við norska ríkisútvarpið og staða Noregs sé grafalvarleg. Erlent 22.7.2011 18:04 Stoltenberg ætlaði að ávarpa ungliða á eyjunni Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, átti á morgun að flytja ávarp á eyjunni þar sem maður hóf að skjóta á ungmenni fyrr í dag. Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra, heimsótti eyjuna fyrr í dag og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, var á eyjunni í gær. Hér má sjá viðtal við hann þar sem talar um að norska ríkisstjórnin styður stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Erlent 22.7.2011 17:51 Einn maður handtekinn vegna skotárásarinnar Lögreglan í Noregi hefur handtekið mann sem grunaður er um að bera ábyrgð á skotárásinni í Utøya í Noregi í dag. Erlent 22.7.2011 17:22 Óttast að fjórir hafi farist í skotárásinni Óttast er að hið minnsta kosti fjórir fórust í skotárás í sumarbúðum í Utøya í Noregi nú um klukkan fjögur að íslenskum tíma. Minnst fimm manns eru særðir eftir árásina, segir norska ríkisútvarpið. Lögreglan hefur ekki staðfest tölu látinna. Erlent 22.7.2011 16:48 Forsætisráðherra Noregs í felum Forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, hefur að ráði lögreglu ákveðið að greina ekki frá því hvar hann heldur til eftir sprengjuárás í miðborg Oslóar síðdegis í dag. Skrifstofur forsætisráðherrans eru í skrifstofubyggingunni sem fór einna verst út úr árásinni. Erlent 22.7.2011 16:32 Fimm skotnir í sumarbúðum í Noregi Fimm voru skotnir í skotárás í sumarbúðum í Noregi fyrir stundu. Ekki er vitað hvort þeir sem skotnir voru séu lífs eða liðnir. Erlent 22.7.2011 16:22 Viðbúnaður á Íslandi ekki verið aukinn vegna sprengjunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er ekki með aukinn viðbúnað hér á landi vegna sprengjuárásarinnar í Osló. Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi almannavarnadeildarinnar segir að það sé stjórnvalda að taka ákvörðun um slíkt. Innlent 22.7.2011 15:56 Kunna að vera fleiri sprengjur á svæðinu Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lét þau orð falla í viðtali við Vísi að fleiri sprengjur kynnu að vera í Osló, á svæðinu þar sem miklar sprengingar urðu á öðrum tímanum í dag. Erlent 22.7.2011 15:50 « ‹ 46 47 48 49 50 ›
Umheimurinn hugsar til Norðmanna Fjölmargir þjóðhöfðingjar hafa sent Norðmönnum samúðarkveðjur og sagt hug þjóðar sinnar vera með Norðmönnum. Erlent 23.7.2011 10:24
Svona lítur hann út Maðurinn sem talinn er eiga sök á fjöldamorðunum í Noregi í gær heitir Anders Behring Breivik. Hann er róttækur hægrimaður, ofsatrúarmaður og jafnvel talinn tengjast nýnasistasamtökum. Innlent 23.7.2011 09:42
Lögregla eykur viðbúnað vegna árásanna Lögreglan hefur gert ákveðnar ráðstafanir hér á landi vegna atburðanna í Noregi. Þetta sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið síðdegis í gær. Innlent 22.7.2011 22:51
Hvetur Íslendinga til að flagga í hálfa stöng Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að hugur Íslendinga sé hjá norsku þjóðinni sem hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli í gær. Hún hafði samband við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í gær og bauð honum alla mögulega aðstoð og kom til hans samúðarkveðjum. Innlent 22.7.2011 22:51
Mannskæðasta árás á Noreg frá stríði Lögregla hafði í gærkvöldi staðfest að tíu manns hefðu látist í skotárás í Útey, skammt vestan Óslóar í gær. Vitni segja að á bilinu tuttugu til þrjátíu hafi látist. Lögregla telur að árásin þar og sprengjuárás sem varð skömmu áður í Ósló tengist. Sprengiefni fannst einnig á eyjunni. Erlent 22.7.2011 22:51
Grafalvarlegt mál en yfirvegun mikilvæg Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun eiga fund með íslenskum lögregluyfirvöldum og fara yfir tíðindin frá Ósló. Hann segir að stjórnvöld fylgist vel með málinu fyrir milligöngu lögregluyfirvalda. Málið sé grafalvarlegt og áhyggjuefni að slíkt skuli gerast. Innlent 22.7.2011 22:51
Óslóarbúar harmi slegnir Rögnvaldur S. Reynisson, starfsmaður RARIK, er staddur í Ósló í sumarfríi. Þegar sprengingin varð var hann í miðborg Óslóar skammt frá skrifstofu Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Rögnvaldur segir það óskemmtilega lífsreynslu að verða vitni að atburðum sem þessum. Innlent 22.7.2011 22:51
„Þetta er mikill sorgardagur“ "Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. "Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Innlent 22.7.2011 22:51
Herinn vaktar miðborgina Að minnsta kosti sjö létust og tíu eru alvarlega slasaðir eftir að mikil sprenging varð í miðborg Óslóar síðdegis í gær, í miðju hverfi opinberra stjórnarbygginga þar sem nokkur ráðuneyti hafa aðsetur ásamt hæstarétti landsins og lögreglunni. Erlent 22.7.2011 22:51
Í það minnsta 91 fallinn í Noregi Norska lögreglan hefur staðfest að a.m.k. 91 hafi fallið í hryðjuverkaárásunum í Noregi í gær. Þar af féllu 84 í skotárásinni í Útey. Þetta staðfesti lögreglustjórinn Øystein Mæland á blaðamannafundi um klukkan hálffjögur í nótt. Hann segir þó tölu látinna að öllum líkindum eiga eftir að hækka. Erlent 23.7.2011 02:29
Sendiherrann í Noregi: Það setur að okkur óhug við tíðindin "Það setur að okkur óhug við þessi miklu tíðindi. Þetta er í fyrsta skipti sem svo alvarlegt tilræði á sér stað í Noregi frá seinni heimsstyrjöldinni. Efst í huga okkar á þessari stundu er að ganga úr skugga um að engir Íslendingar hafi komið við sögu. Við munum hafa opið fram eftir svo lengi sem við teljum gagn að því,“ sagði Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Ósló, skömmu eftir hryðjuverkaárásina í gær. Innlent 22.7.2011 22:51
Meintur byssumaður nafngreindur Norska sjónvarpsstöðin TV 2 fullyrðir að Norðmaðurinn sem var handtekinn í dag fyrir skotárásina í Útey í Noregi heiti Anders Behring Breivik. Hann er sagður tilheyra hægriöfgahreyfingu á austurhluta Noregs. Hann er sagður vera skráður fyrir tveimur skotvopnum. Sjálfvirkri byssu og skammbyssu af gerðinni Glock. Maðurinn er grunaður um að hafa banað minnst 10 manns í Útey Erlent 22.7.2011 23:59
Staðfest að sprengja fannst í Útey Ósprengdar sprengdur fundust í Útey í dag. Ekki er vitað hverskonar sprengjur er um að ræða. Þetta staðfesti lögreglustjórinn í Osló á blaðamannafundi sem var haldinn um klukkan ellefu að dönskum tíma í nótt. Erlent 22.7.2011 23:20
Húsleit hjá byssumanninum Norska lögreglan gerði nú ellefta tímanum í kvöld húsleit í íbúð mannsins sem handtekinn var í Útey seinnipartinn í dag. Maðurinn fór klæddur eins og lögreglumaður í Útey og sagðist vera kominn þangað vegna sprengjunnar sem sprakk í Osló fyrr í dag. Skömmu síðar hóf hann að skjóta á fólk í kringum sig. Lögreglan hefur staðfest að 10 eru látnir en fullyrt er að tala fallinna muni hækka. Fyrr í kvöld var í norskum fjölmiðlum haft eftir sjónarvottum að allt að 30 væru látnir. Erlent 22.7.2011 22:54
Lögreglan staðfestir að minnst 10 hafi fallið í skotárásinni Við höfum fengið upplýsingar um það að tíu hafi fallið, en við búumst við því að tala fallinna munu hækka, segir norska lögreglan í fréttatilkynningu um skotárásina í Útey í dag. Norska ríkissjónvarpið og Verdens Gang höfðu eftir vitnum í dag að á þriðja tug manna væru látnir Norska Aftenposten segir að 17 manns hafi verið fluttir á sjúkrahús. "Miðað við það sem ég hef séð hafa minnst fjórir verið skotnir og drepnir,“ segir umdæmisstjóri ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins í Þelamörk. Erlent 22.7.2011 22:07
Biskup sendir Norðmönnum samúðarkveðjur Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur sent samúðarkveðjur til Ole Christian Kvarme, biskups í Osló, og til Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi, vegna þeirra árásanna í Osló og Útey í dag. Innlent 22.7.2011 21:41
Árásarmaðurinn er norskur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir Norðmenn vera litla en stolta þjóð sem láti ekki hræða sig. Í kvöld kom Stoltenberg í fyrsta sinn fram eftir árásirnar í Osló og Útey í dag. Hann ræddi þá við blaðamenn ásamt dómsmálaráðherranum Knut Storberget. Stoltenberg sagði hugsanir sínar og bænir vera hjá hinum særðu og ættingjum þeirra sem misstu ástvini í dag. Erlent 22.7.2011 20:53
Boðað til minningarathafnar Boðað hefur verið til minningarathafnar við Tjörnina í Reykjavík á morgun vegna árásanna á Osló og í Útey í dag. "Þeir sem vilja geta mætt með kerti,“ segir á síðu á samskiptavefnum Facebook sem stofnuð hefur verið vegna athafnarinnar. Athöfnin hefst klukkan 18. Innlent 22.7.2011 20:33
Byssumaðurinn sást í Osló fyrr í dag Maðurinn sem hóf skothríð á eyjunni Útey seinnipartinn sást í miðborg Osló skömmu áður en sprengja sprakk þar í dag. Hann er nú yfirheyrður af lögreglu sem kannar hvort hann beri einnig ábyrgð á árásunum í höfuðborginni, að því er fram kemur á vef norska dagblaðsins Verdens Gang. Árásarmanninum er sagður norrænn í útliti og hávaxinn. Lögreglan upplýsir ekki hvort maðurinn sé norskur ríkisborgari. Erlent 22.7.2011 20:14
Obama vottar Norðmönnum samúð sína Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir atburðina í Noregi í dag sýna að alþjóðasamfélagið verði að vinna saman til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Hann vottar Norðmönnum samúð sína og hefur heitið norskum stjórnvöldum fullum stuðningi við rannsókn árásanna í Osló og Útey. Erlent 22.7.2011 19:47
Allt að 30 myrtir í Útey Norska ríkisútvarpið og dagblaðið Verdens Gang hafa eftir sjónarvottum að þeir hafi séð að minnsta kosti 20-30 látna á eyjunni Útey. Þar hófst á miðvikudaginn árleg sumarhátíð ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins en talið er að hátt í 700 manns hafi verið á eyjunni í dag þegar karlmaður í gervi lögreglumanns hóf að skjóta á fólk í kringum sig. Erlent 22.7.2011 19:06
Óttast að sprengja sé í Útey Óttast er að það sé sprengja á Útey, þar sem að minnsta kosti fjórir voru skotnir til bana í dag. Þetta staðfestir norska lögreglan við norska ríkisútvarpið. Erlent 22.7.2011 18:17
Stoltenberg: Noregur í grafalvarlegri stöðu Norska lögreglan hefur staðfest að Jens Stoltenberg forsætisráðherra er í öruggu skjóli. Stoltenberg segir sjálfur við norska ríkisútvarpið og staða Noregs sé grafalvarleg. Erlent 22.7.2011 18:04
Stoltenberg ætlaði að ávarpa ungliða á eyjunni Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, átti á morgun að flytja ávarp á eyjunni þar sem maður hóf að skjóta á ungmenni fyrr í dag. Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra, heimsótti eyjuna fyrr í dag og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, var á eyjunni í gær. Hér má sjá viðtal við hann þar sem talar um að norska ríkisstjórnin styður stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Erlent 22.7.2011 17:51
Einn maður handtekinn vegna skotárásarinnar Lögreglan í Noregi hefur handtekið mann sem grunaður er um að bera ábyrgð á skotárásinni í Utøya í Noregi í dag. Erlent 22.7.2011 17:22
Óttast að fjórir hafi farist í skotárásinni Óttast er að hið minnsta kosti fjórir fórust í skotárás í sumarbúðum í Utøya í Noregi nú um klukkan fjögur að íslenskum tíma. Minnst fimm manns eru særðir eftir árásina, segir norska ríkisútvarpið. Lögreglan hefur ekki staðfest tölu látinna. Erlent 22.7.2011 16:48
Forsætisráðherra Noregs í felum Forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, hefur að ráði lögreglu ákveðið að greina ekki frá því hvar hann heldur til eftir sprengjuárás í miðborg Oslóar síðdegis í dag. Skrifstofur forsætisráðherrans eru í skrifstofubyggingunni sem fór einna verst út úr árásinni. Erlent 22.7.2011 16:32
Fimm skotnir í sumarbúðum í Noregi Fimm voru skotnir í skotárás í sumarbúðum í Noregi fyrir stundu. Ekki er vitað hvort þeir sem skotnir voru séu lífs eða liðnir. Erlent 22.7.2011 16:22
Viðbúnaður á Íslandi ekki verið aukinn vegna sprengjunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er ekki með aukinn viðbúnað hér á landi vegna sprengjuárásarinnar í Osló. Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi almannavarnadeildarinnar segir að það sé stjórnvalda að taka ákvörðun um slíkt. Innlent 22.7.2011 15:56
Kunna að vera fleiri sprengjur á svæðinu Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lét þau orð falla í viðtali við Vísi að fleiri sprengjur kynnu að vera í Osló, á svæðinu þar sem miklar sprengingar urðu á öðrum tímanum í dag. Erlent 22.7.2011 15:50