Svíþjóð

Fréttamynd

Mæla með frekari grímunotkun í ljósi metfjölda dauðsfalla

Yfirvöld í Svíþjóð lögðu til í dag að farþegar almenningsamganga notuðust við grímur á háannatíma. Það yrði væri gert til að sporna gegn mikilli dreifingu nýju kórónuveirunnar. Svíar tilkynntu í dag að 8.846 hefðu greinst smitaðir nýverið og voru 243 ný dauðsföll tilkynnt.

Erlent
Fréttamynd

Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist.

Erlent
Fréttamynd

Svíar og Frakkar loka á Bretland

Svíþjóð og Frakkland hafa bæst í hóp þeirra Evrópuríkja sem hafa sett takmörk á eða bannað alfarið samgöngur frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem dreifst hefur um Bretland, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði.

Erlent
Fréttamynd

Vill heimila frekari rann­sóknir á flaki Estonia

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins.

Erlent
Fréttamynd

Sænskur banki semur við Meniga

Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég tel að okkur hafi mis­tekist“

Karl Gústaf Svíakonungur telur að Svíum hafi mistekist að standa vörð um líf samborgara sinna á tímum heimsfaraldursins. „Sænska þjóðin hefur þurft að líða stórkostlegar þjáningar við erfiðar aðstæður,“ segir konungurinn.

Erlent
Fréttamynd

Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi

Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt.

Erlent
Fréttamynd

Sonurinn var ekki fangi móður sinnar

Kona á áttræðisaldri, sem talin var hafa haldið syni sínum föngnum í íbúð sinni í Haninge suður af Stokkhólmi í nær þrjá áratugi, er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekki hafa fundist neinar vísbendingar um að syninum hafi verið haldið í íbúðinni gegn vilja sínum.

Erlent
Fréttamynd

Grunaði aldrei að nokkur annar byggi í íbúðinni

Kona sem grunuð er um að hafa haldið syni sínum föngnum í íbúð sinni í grennd við Stokkhólm var sleppt úr haldi lögreglu eftir að sonur hennar var yfirheyrður í dag. Konan liggur þó enn undir grun í málinu. 

Erlent