Svíþjóð

Fréttamynd

Svíar búast við hámarki bylgjunnar í desember

Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð segjast búast við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú geisar þar nái hámarki sínu um miðjan desember. Þróun faraldursins velti þó á því að almenningur fylgi sóttvarnatilmælum.

Erlent
Fréttamynd

Ferjan losuð af strandstað og dregin í höfn

Farþegaferjan sem strandaði rétt utan við höfnina í Maríuhöfn á Álandseyjum í gær var losuð og dregin í höfn í dag. Hún hélt för sinni áfram til Turku í Finnlandi þar sem hún fer í slipp til skoðunar og viðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Dvöldu í strandaðri ferju við Álandseyjar í nótt

Rúmlega þrjú hundruð farþegar og tæplega hundrað manna áhöfn ferjunnar Viking Grace dvöldu um borð í ferjunni í nótt eftir að hún strandaði í illviðri við strendur Álandseyja í gær. Byrjað var að flytja farþegana frá borði í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Fimmta hvert sýni í Stokk­hólmi já­kvætt

Alls voru sýni tekin hjá 42 þúsund manns í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í síðustu viku og greindust alls fimmtungur þeirra með Covid-19. Álag á heilbrigðiskerfið í Svíþjóð hefur aukist mikið síðustu daga og vikur vegna fjölgunar tilfella.

Erlent
Fréttamynd

Löfven kominn í sóttkví

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er kominn í sóttkví eftir að manneskja, sem hann hafði verið í samskiptum við, hafi greinst með Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Kínversk tæknifyrirtæki gerð útlæg í Svíþjóð

Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði.

Viðskipti erlent