Fótbolti

Bera þurfti Bolt af velli á sjúkra­börum

Aron Guðmundsson skrifar
Usain Bolt lagði sitt af mörkum í góðgerðaleik Socceraid þar sem fé var safna fyrir UNICEF hjálparsamtökin
Usain Bolt lagði sitt af mörkum í góðgerðaleik Socceraid þar sem fé var safna fyrir UNICEF hjálparsamtökin Vísir/Samsett mynd

Bera þurfti jamaíska spretthlauparann Usain Bolt af velli á sjúkrabörum í árlegum góðgerðarleik í fótbolta í Lundúnum í gær. Komið hefur í ljós að Bolt sleit hásin í umræddum leik.

Bolt var fyrirliði heimsliðsins svokallaða í þessum árlega góðgerðarleik. Liðinu var stýrt af Mauricio Pochettino, fyrrverandi knattspyrnustjóra Chelsea, sem sneri aftur á sinn gamla heimavöll.

Bolt, núverandi heimsmethafi í 100 metra hlaupi karla og áttfaldur ólympíumeistari átti sinn þátt í því að koma heimsliðinu yfir í leiknum. Sending hans lagði grunninn að marki Alessandro Del Piero í leik sem endaði með 5-3 sigri heimsliðsins.

Gamanið kárnaði hins vegar þegar að Bolt meiddist og fór svo að bera þurfti hann af velli á sjúkrabörum. Hann kom með uppfærslu á stöðu sinni í færslu á samfélagsmiðlum. Þar greindi hann frá því að hann hefði orðið fyrir því óláni að slíta hásin í leiknum.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að yfir fimmtán milljónir punda, því sem jafngildir rétt rúmum 2,6 milljörðum íslenskra króna, söfnuðust á leiknum fyrir UNICEF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×