Taíland

Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr
Þorgils Eiður Einarsson segir að sigur sinn í bardaga í hinni sögufrægu Rajadamnern höll í dag opni margar dyr fyrir sig. Heimsókn þjálfara hans til Íslands í miðjum kórónuveirufaraldrinum varð til þess að hann fékk tækifæri til að stunda Muay Thai í Taílandi.

Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands
Taílenska þingið hefur valið stjórnmála- og athafnamanninn Anutin Charnvirakul til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Hann verður þriðji forsætisráðherrann á aðeins tveimur árum.

Shinawatra bolað úr embætti
Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“.

„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst.

Semja um vopnahlé
Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku.

Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér
Hið minnsta sex eru látnir í Bangkok, höfuðborg Taílands, eftir að maður hleypti af skotum á markaði, að sögn taílensku lögreglunnar.

Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði
Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði.

Lýsa yfir herlögum í Taílandi
Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín.

Níu látnir er landamæradeilur blossa upp
Til átaka hefur komið á milli hermanna Tælands og Kambódíu og níu almennir borgarar hið minnsta hafa látið lífið í átökunum. Bardagarnir hófust á svæði sem löndin tvö deila um og saka Tælendingar Kambódíumenn um að hafa skotið eldflaugum á þorp innan landamæra Tælands og á spítala í grenndinni einnig.

Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé
Lögregluyfirvöld á Taílandi hafa handtekið konu, sem er grunuð um að hafa stundað kynlíf með munkum, tekið myndir og mynskeið, og notað þau til að kúga peninga af mönnunum.

Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti
Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum.

Fíll ruddist inn í matvöruverslun
Stærðarinnar fíll olli usla þegar hann ruddist inn í matvöruverslun í norðausturhluta Taílands á mánudag. Hann hafði þá lagt leið sína úr nálægum þjóðgarði og gerði sig heimakominn í versluninni.

Viltu kynnast töfrum Taílands?
Taíland er einstaklega spennandi áfangastaður sem býður upp á fjölbreytta og litríka menningu, stórkostlega náttúru, magnaða sögu og auðvitað einstaka matargerð sem er þekkt um allan heim.

Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar?
Á miðvikudag fór fram síðari umræða á Alþingi um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar klukkustundir, frá 16:50 til 20:59.

„Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“
Íslendingur í Bangkok segir fjölda vina sinna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar fyrir helgi og fannst vel í nágrannaríkjum. Þungt sé yfir borginni, og íbúar óttaslegnir. Eftirskjálftar hafa gert björgunarstarf í Mjanmar erfitt.

Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar
Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað.

Tala látinna komin yfir þúsund
Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur.

Á annað hundrað látnir í Mjanmar
Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu.

Óttast að mörg hundruð séu látin
Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi.

43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar
Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun.

Formúlan gæti farið til Bangkok
Svo gæti farið að Formúlu 1 keppni færi fram í Bangkok, höfuðborg Taílands, á næstu árum.

Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim
Fimm taílenskir karlmenn sneru aftur heim til Taílands í morgun eftir að hafa verið í haldi Hamas á Gasa í nærri 500 daga. Enn er einn taílenskur karlmaður í haldi á Gasa. Taílensk yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hafi enn von um að hann muni snúa aftur heim.

Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu
179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna.

Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar
Minningarathafnir voru haldnar víða í Suður-Asíu í dag til að minnast þeirra sem fórust þegar skjálftaflóðbylgjur gengu á land þennan dag árið 2004. Þetta eru mannskæðustu náttúruhamfarir þessarar aldar en tæplega 230 þúsund fórust.

Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi
Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi.

Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun
Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar.

Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru
Taílensk kona sem myrti fjórtán vini sína og kunningja með því að byrla þeim blásýru var dæmd til dauða í Bangkok í dag. Hún er sögð hafa drepið fólkið til að komast undan skuldum sem hrönnuðust upp vegna spilafíknar hennar.

Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus
Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk.

Tuttugu skólabörn létust í eldsvoða í rútu í Taílandi
Tuttugu börn og þrír kennarar létust þegar eldur braust út í skólabifreið eftir árekstur rétt fyrir utan Bangkok. Hópurinn var á leið aftur til borgarinnar eftir skólaferðalag.

Neyddist til að aflífa 125 krókódíla í útrýmingarhættu
Krókódíla ræktandi í Taílandi sem gengur undir nafninu „Crocodile X“ segist hafa neyðst til að aflífa 125 krókódíla af tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu. Hætta var á að dýrin myndu sleppa af afgirtu svæði þar sem þau voru geymd og greip því eigandinn til þessa örþrifaráðs.