Antígva og Barbúda

„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíbahafi
Forsætisráðherra eyjaríkisins Sankti Vinsent og Grenadína í Karíbahafi segir það „absúrd“ að Karl Bretakonungur sé þjóðhöfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valdatíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífstíð.

Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum
Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara.

Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni
Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja.

Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins
Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess.

Eimskip fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu.

Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu
Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug.

Irma ógnar allt að 26 milljónum manna
Fimmta stigs fellibylur veldur gífurlegu tjóni á eyjum Karíbahafs. Barbúda er sögð óbyggileg og Saint-Martin næstum öll í rúst. Bandaríkjamenn búa sig undir komu Irmu.

Irma í myndum: Brotin pálmatré og tómar búðarhillur
Fellibylurinn Irma herjar nú á íbúa eyjanna í Karíbahafi en fellibylurinn er einhver sá öflugasti í sögunni og hafa að minnsta kosti níu manns látið lífið vegna hans.

Barbúda sögð gjöreyðilögð eftir Irmu
Einn er sagður hafa farist á eynni Barbúda og 90% bygginganna þar eyðilagðar eftir að Irma gekk þar á land sem fimmta stigs fellibylur í gærkvöldi.

Fyrrverandi forseti allsherjarþings SÞ sakaður um spillingu
John Ashe er sakaður um að hafa þegið mútugreiðslur frá kínverskum fasteignamógúl.