Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 14:41 Kausea Natano, forsætisráðherra Túvalú, í pontu á COP27-loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Loftslagsváin er óvíða eins aðsteðjandi og í heimalandi hans en eyjurnar sökkva nú í sæ vegna hækkandi yfirborðs sjávar. AP/Peter Dejong Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. Kausea Natano, forsætisráðherra Kyrrahafseyríkisins Túvalú, boðaði í morgun að hann ætlaði að leggja til samning um takmörkun útbreiðslu kola, olíu og gass á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Plánetan brennur á meðan þeir græða,“ sagði Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem talaði fyrir hönd fleiri smárra eyríkja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Leiðtogar eyríkja hafa einnig farið fram á hnattrænan skatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja en hann er nú í hæstu hæðum á sama tíma og orkukreppa geisar víða um heim. Hugmyndin um hvalrekaskatt á fyrirtækin er sögð eiga vaxandi vinsældum að fagna. Bretar og Egyptar, gestgjafar loftslagsráðstefnunnar í fyrra og ár, kynntu í dag nýja skýrslu um fjárþörf þróunarríkja vegna loftslagsbreytinga. Þar er áætlað að ríkin þurfi að tryggja sér um biljón dollara, jafnvirði um 147 biljóna (milljón milljóna) íslenskra króna úr hendi fjárfesta, iðnríkja og þróunarbanka á ári í loftslagsaðgerðir fyrir lok þessa áratugs. Þau þurfi sjálf að leggja annað eins til. Þessa stundina fjárfesta þessir utanaðkomandi aðilar um fimm hundruð milljónir dollara á ári í að búa þróunarríki undir afleiðingar loftslagsbreytinga og aðstoða við orkuskipti, að því er segir í frétt Reuters. Mest þarf að auka fjárfestingu einkafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, í þróunarríkjunum en einnig þarf að þrefalda lánveitingar þróunarbanka. Mælt er með því að þeir bjóði upp á lán með ívilnunum í auknum mæli. „Að leysa verulega loftslagsfjárfestingu úr læðingi er lykillinn að áskorunum í þróunarmálum í samtímanum,“ segir Vera Songwe, einn höfunda skýrslunnar. Vill endurlífga viðræður um frjáls viðskipti með umhverfisvænar vörur Ngozi Okonjo-Iweala, forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), segist stefna að því að endurlífga samningaviðræður um grænan viðskiptasamning á heimsvísu. Slíkar umræður fóru út um þúfur árið 2016 vegna ágreinings Kínverja og fulltrúa vestrænna ríkja um hvaða vörur ættu að vera á lista yfir umhverfisvænan varning. Hugmyndir eru um að vörur eins og sólarsellur og snjallhitastýribúnaður gæti verið undanþeginn tollum og öðrum viðskiptahindrunum til þess að draga úr kostnaði við loftslagsaðgerðir. „Það verður að vera hagstæðara viðskiptaumhverfi fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðrar umhverfisvænar vörur,“ segir Okonjo-Iweala sem bendir á að tollar á jarðefnaeldsneytisvörur séu víða lægri en á endurnýjanlega orkugjafa. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Túvalú Antígva og Barbúda Tengdar fréttir Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Kausea Natano, forsætisráðherra Kyrrahafseyríkisins Túvalú, boðaði í morgun að hann ætlaði að leggja til samning um takmörkun útbreiðslu kola, olíu og gass á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Plánetan brennur á meðan þeir græða,“ sagði Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem talaði fyrir hönd fleiri smárra eyríkja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Leiðtogar eyríkja hafa einnig farið fram á hnattrænan skatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja en hann er nú í hæstu hæðum á sama tíma og orkukreppa geisar víða um heim. Hugmyndin um hvalrekaskatt á fyrirtækin er sögð eiga vaxandi vinsældum að fagna. Bretar og Egyptar, gestgjafar loftslagsráðstefnunnar í fyrra og ár, kynntu í dag nýja skýrslu um fjárþörf þróunarríkja vegna loftslagsbreytinga. Þar er áætlað að ríkin þurfi að tryggja sér um biljón dollara, jafnvirði um 147 biljóna (milljón milljóna) íslenskra króna úr hendi fjárfesta, iðnríkja og þróunarbanka á ári í loftslagsaðgerðir fyrir lok þessa áratugs. Þau þurfi sjálf að leggja annað eins til. Þessa stundina fjárfesta þessir utanaðkomandi aðilar um fimm hundruð milljónir dollara á ári í að búa þróunarríki undir afleiðingar loftslagsbreytinga og aðstoða við orkuskipti, að því er segir í frétt Reuters. Mest þarf að auka fjárfestingu einkafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, í þróunarríkjunum en einnig þarf að þrefalda lánveitingar þróunarbanka. Mælt er með því að þeir bjóði upp á lán með ívilnunum í auknum mæli. „Að leysa verulega loftslagsfjárfestingu úr læðingi er lykillinn að áskorunum í þróunarmálum í samtímanum,“ segir Vera Songwe, einn höfunda skýrslunnar. Vill endurlífga viðræður um frjáls viðskipti með umhverfisvænar vörur Ngozi Okonjo-Iweala, forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), segist stefna að því að endurlífga samningaviðræður um grænan viðskiptasamning á heimsvísu. Slíkar umræður fóru út um þúfur árið 2016 vegna ágreinings Kínverja og fulltrúa vestrænna ríkja um hvaða vörur ættu að vera á lista yfir umhverfisvænan varning. Hugmyndir eru um að vörur eins og sólarsellur og snjallhitastýribúnaður gæti verið undanþeginn tollum og öðrum viðskiptahindrunum til þess að draga úr kostnaði við loftslagsaðgerðir. „Það verður að vera hagstæðara viðskiptaumhverfi fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðrar umhverfisvænar vörur,“ segir Okonjo-Iweala sem bendir á að tollar á jarðefnaeldsneytisvörur séu víða lægri en á endurnýjanlega orkugjafa.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Túvalú Antígva og Barbúda Tengdar fréttir Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent