Irma ógnar allt að 26 milljónum manna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. september 2017 06:00 Eyjarskeggjar á Saint-Martin virtu í gær fyrir sér rústirnar sem Irma skildi eftir. Nordicphotos/AFP Fimmta stigs fellibylurinn Irma gæti haft mikil áhrif á líf allt að 26 milljóna manna. Við þessu varaði Rauði krossinn í gær. Walter Cotte, yfirmaður Rauða krossins í Norður- og Suður-Ameríku, sagði í gær að versta martröð samtakanna hefði nú þegar orðið að veruleika, meðal annars á eyjunni Barbúda sem sögð er vart byggileg eftir hamfarirnar. Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins nú þegar og stóð tala látinna í tíu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Líklegt er að sú tala muni hækka. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sagði við BBC í gær að hann hafi tekið eftir því þegar hann flaug yfir Barbúda að um 95 prósent bygginga eyjunnar væru laskaðar. „Að minnsta kosti hafa þök laskast, þök á sumum byggingum eru alveg farin, svo eru mjög margar byggingar gjörónýtar,“ sagði Browne. „Þetta gengur mér hjarta nær. Innviðir eyjunnar sködduðust mikið. Þú getur líka séð að eyjan sjálf er bókstaflega á kafi. Ég er á því að eins og er sé Barbúda óbyggileg,“ sagði Browne enn fremur og bætti því við að helmingur eyjarskeggja væri nú heimilislaus. Hins vegar hafi Antígva komið mun betur út úr óveðrinu. Þá varð einnig gríðarlegur skaði á eyjunni Saint-Martin, sem Frakkar og Hollendingar deila með sér. „Þetta eru gríðarlegar hamfarir. 95 prósent eyjunnar eyðilögðust algjörlega,“ sagði Daniel Gibbs, embættismaður á Saint-Martin, við BBC. Hollendingar hafa sent tvö herskip til eyjunnar til að aðstoða heimamenn en að sögn Mark Rutte forsætisráðherra er ekki hægt að sigla upp að eyjunni. „Það er ekki hægt að komast til eyjunnar eins og er vegna tjóns á höfnum og flugvöllum.“ Fellibylurinn olli skaða á mun fleiri eyjum en Saint-Martin og Barbúda, til dæmis á Anguilla, Bresku jómfrúaeyjum og Saint-Barthélemy. Irma er enn fimmta stigs fellibylur og sló hún met fellibylsins Haiyan í gær sem sá fellibylur sem hefur haldið meðalvindhraða yfir 82 metrum á sekúndu í lengstan tíma. Samkvæmt frétt CNN stefnir í að Irma verði enn fimmta stigs fellibylur á morgun en að hún missi styrk og verði á fjórða stigi á laugardag þegar bylurinn fer meðfram norðurströnd Kúbu. Spár gera ráð fyrir að Irma haldi þaðan áfram til Flórída og gangi á land sem fjórða stigs fellibylur þar á sunnudag áður en hún verður þriðja stigs fellibylur þar sem Georgía mætir Flórída. Bandaríkjamenn eru nú að búa sig undir hamfarirnar en stutt er frá því að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og olli miklu tjóni bæði þar og í Louisiana. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær hafa miklar áhyggjur af bylnum. „Við höfum miklar áhyggjur, við erum að vinna af miklu kappi. Við erum eins vel undirbúin og hægt er að vera fyrir eitthvað svona. Nú er þetta bara spurning um hvað gerist,“ sagði forsetinn. Þá fyrirskipaði Nathan Deal, ríkisstjóri Georgíu, rýmingu borgarinnar Savannah á austurströndinni. Rýming á að hefjast á laugardaginn. „Ég hvet alla Georgíumenn sem eru við ströndina og gætu orðið fyrir barðinu á storminum til þess að rýma svæðið eins fljótt og hægt er,“ sagði Deal. En Irma er ekki eini fellibylurinn á svæðinu enda hafa hitabeltisstormarnir Katia og Jose nú breyst í fellibylji. Jose fylgir fast á hæla Irmu en samkvæmt spám mun hann þó sveigja í norðurátt og eins og er hefur ekkert land gefið út fellibylsviðvörun vegna hans. Katia er hins vegar skammt undan Mexíkó og hafa nokkur ríki Mexíkó gefið út fellibylsviðvörun vegna hennar. Antígva og Barbúda Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Irma Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Fimmta stigs fellibylurinn Irma gæti haft mikil áhrif á líf allt að 26 milljóna manna. Við þessu varaði Rauði krossinn í gær. Walter Cotte, yfirmaður Rauða krossins í Norður- og Suður-Ameríku, sagði í gær að versta martröð samtakanna hefði nú þegar orðið að veruleika, meðal annars á eyjunni Barbúda sem sögð er vart byggileg eftir hamfarirnar. Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins nú þegar og stóð tala látinna í tíu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Líklegt er að sú tala muni hækka. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sagði við BBC í gær að hann hafi tekið eftir því þegar hann flaug yfir Barbúda að um 95 prósent bygginga eyjunnar væru laskaðar. „Að minnsta kosti hafa þök laskast, þök á sumum byggingum eru alveg farin, svo eru mjög margar byggingar gjörónýtar,“ sagði Browne. „Þetta gengur mér hjarta nær. Innviðir eyjunnar sködduðust mikið. Þú getur líka séð að eyjan sjálf er bókstaflega á kafi. Ég er á því að eins og er sé Barbúda óbyggileg,“ sagði Browne enn fremur og bætti því við að helmingur eyjarskeggja væri nú heimilislaus. Hins vegar hafi Antígva komið mun betur út úr óveðrinu. Þá varð einnig gríðarlegur skaði á eyjunni Saint-Martin, sem Frakkar og Hollendingar deila með sér. „Þetta eru gríðarlegar hamfarir. 95 prósent eyjunnar eyðilögðust algjörlega,“ sagði Daniel Gibbs, embættismaður á Saint-Martin, við BBC. Hollendingar hafa sent tvö herskip til eyjunnar til að aðstoða heimamenn en að sögn Mark Rutte forsætisráðherra er ekki hægt að sigla upp að eyjunni. „Það er ekki hægt að komast til eyjunnar eins og er vegna tjóns á höfnum og flugvöllum.“ Fellibylurinn olli skaða á mun fleiri eyjum en Saint-Martin og Barbúda, til dæmis á Anguilla, Bresku jómfrúaeyjum og Saint-Barthélemy. Irma er enn fimmta stigs fellibylur og sló hún met fellibylsins Haiyan í gær sem sá fellibylur sem hefur haldið meðalvindhraða yfir 82 metrum á sekúndu í lengstan tíma. Samkvæmt frétt CNN stefnir í að Irma verði enn fimmta stigs fellibylur á morgun en að hún missi styrk og verði á fjórða stigi á laugardag þegar bylurinn fer meðfram norðurströnd Kúbu. Spár gera ráð fyrir að Irma haldi þaðan áfram til Flórída og gangi á land sem fjórða stigs fellibylur þar á sunnudag áður en hún verður þriðja stigs fellibylur þar sem Georgía mætir Flórída. Bandaríkjamenn eru nú að búa sig undir hamfarirnar en stutt er frá því að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og olli miklu tjóni bæði þar og í Louisiana. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær hafa miklar áhyggjur af bylnum. „Við höfum miklar áhyggjur, við erum að vinna af miklu kappi. Við erum eins vel undirbúin og hægt er að vera fyrir eitthvað svona. Nú er þetta bara spurning um hvað gerist,“ sagði forsetinn. Þá fyrirskipaði Nathan Deal, ríkisstjóri Georgíu, rýmingu borgarinnar Savannah á austurströndinni. Rýming á að hefjast á laugardaginn. „Ég hvet alla Georgíumenn sem eru við ströndina og gætu orðið fyrir barðinu á storminum til þess að rýma svæðið eins fljótt og hægt er,“ sagði Deal. En Irma er ekki eini fellibylurinn á svæðinu enda hafa hitabeltisstormarnir Katia og Jose nú breyst í fellibylji. Jose fylgir fast á hæla Irmu en samkvæmt spám mun hann þó sveigja í norðurátt og eins og er hefur ekkert land gefið út fellibylsviðvörun vegna hans. Katia er hins vegar skammt undan Mexíkó og hafa nokkur ríki Mexíkó gefið út fellibylsviðvörun vegna hennar.
Antígva og Barbúda Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Irma Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira