Lyf
„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“
Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda.
Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum
Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi.
Ásmundur vill kanna hvort Alþingi sé ekki örugglega vímuefnalaus vinnustaður
Ásmundur Friðriksson hefur lýst yfir þeim vilja sínum að kannað verði sérstaklega hvort Alþingi Íslendinga sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýni þannig gott fordæmi.
Moderna með 96 prósent virkni fyrir unglinga
Bóluefni Moderna við Covid-19 hefur 96 prósent virkni í hópi 12-17 ára, samkvæmt niðurstöðum úr öðru stigi tilrauna með efnið í þessum aldurshóp.
Íslenskt fyrirtæki þátttakandi í nýrri lyfjaverksmiðju í Malaví
Samvinnuverkefni um óhagnaðardrifna lyfjaverksmiðju í Malaví er í bígerð.
Íslenskt par talið hafa grætt 84 milljónir vegna sölu lyfseðilskyldra lyfja
Íslenskt par er grunað um að hafa grætt rúmlega 84 milljónir króna á sölu og dreifingu lyfseðilskyldra lyfja. Talið er að parið, ásamt tveimur öðrum, hafi stundað glæpi kerfisbundið í tæpan áratug.
Lyfja jók hagnað til muna í heimsfaraldri
Hagnaður fyrirtækjasamstæðu Lyfju nam 438 milljónum króna á síðasta ári og jókst um 51,6% frá 2019 þegar hann nam 289 milljónum króna.
Með amfetamínbasa og stera í lítratali í bílskúrnum
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrr í mánuðinum karlmann, Eimantas Strole, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.
Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur
Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019.
Lyfja kaupir apótek í Skeifunni af Högum
Lyfja hefur náð samkomulagi við Haga um kaup á rekstri Reykjavíkur apóteks í Skeifunni. Apótekið var opnað í febrúar í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfju. Apótekið var áður í eigu Haga en kaupin eru með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins.
Orsakasamband ekki sannað en hugsanlegt
Orsakasamband milli bóluefnis AstraZeneca og blóðtappa í þeim sem þegið hafa bóluefnið hefur ekki verið sannað, en það er hugsanlegt.
Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir
Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti.
Smyglaði fimm kílóum af hassi í jólapökkum
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karl og konu í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning til landsins í desember síðastliðnum. Karlinn hlaut tveggja ára dóm en konan átján mánuði.
Tvöfalda leyfðan hámarksfjölda viðskiptavina
Matvöru- og lyfjaverslunum verður heimilt að taka á móti að hámarki hundrað viðskiptavinum að uppfylltum öllum skilyrðum í stað fimmtíu áður. Óbreyttar reglur gilda í öðrum verslunum.
Von á niðurstöðu um eittleytið
Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt.
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita
Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar.
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“
Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar.
Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu
Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili.
Lyfjastofnun Evrópu hefur áfangamat á Sputnik V
Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið svokallað áfangamat (e. rolling review) á rússneska bóluefninu Sputnik V gegn Covid-19.
Hafna því að til standi að selja hlutinn í Alvogen
Stjórn CVC Capital Partners hafnar því að fjárfestingarfélagið ætli sér að selja um helmingshlut sinn í Alvogen líkt og fram kom í frétt Markaðarins, fylgiriti Fréttablaðsins í morgun.
Segja CVC vilja selja ráðandi hlut sinn í Alvogen
Alþjóðlega fjárfestingarfélagið CVC Capital Partners, sem er stærsti einstaki hluthafinn í Alvogen, vinnur nú að því selja um helmingshlut sinn í félaginu samkvæmt heimildum Markaðarins.
Leyfist mér að fá hausverk um helgar?
Markmið lyfjalaga nr. 100/2020 er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni, sbr. 1. gr. laganna.
Níu sagt upp hjá Coripharma
Lyfjafyrirtækið Coripharma hefur sagt upp níu manns og eru uppsagnirnar sagðar tengjast samdrætti í lyfjasölu vegna kórónuveirunnar.
Skoðanabræðurnir Björn Leví og Ásmundur vilja leyfa ræktun lyfjahamps á Íslandi
Píratar halda því fram að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi komið úr skápnum sem hálfgildings Pírati í morgun.
Maria Bech nýr framkvæmdastjóri íslenska lyfjafyrirtækisins EpiEndo
Maria Bech hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóra íslenska lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals. Sprotafyrirtækið vinnur að því að þróa næstu kynslóð meðferðarúrræða til meðhöndlunar á viðvarandi bólgusjúkdómum og er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fer í klínískar rannsóknir með frumlyf.
Standa sérhagsmunir lyfjaframleiðenda í vegi fyrir lýðheilsu landsmanna?
Allmörg lyf hafa verið rannsökuð í tengslum við COVID-19 víðs vegar um heiminn. Remdesivir er þó eina lyfið sem hefur fengið markaðsleyfi á Íslandi gegn COVID-19.
Bóluefnakapphlaup hefði gert út um Evrópusambandið
Yfirvöld í Evrópu voru sein til þess að samþykkja bóluefnin gegn Covid-19 og Evrópusambandið of bjartsýnt hvað varðaði getu lyfjafyrirtækjanna til að mæta framleiðslu- og afhendingarmarkmiðum.
Lyfjastofnun hafa borist 210 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun
Lyfjastofnun hafa nú borist 210 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. 141 þeirra er í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer og BioNTech og 69 í kjölfar bólusetningar með bóluefni Moderna.
ESB og AstraZeneca lofa að leysa deilu sína um bóluefni eftir krísufund
Evrópusambandið (ESB) og bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa heitið því að leysa deilu sínu um bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19.
Brynjar tróð góðum nikótínkodda í vör á forsetastóli
Ýmsir sem fylgdust með umræðum á þinginu í gær ráku upp stór augu þegar Brynjar Níelsson, í sæti forseta Alþingis, dró fram bauk úr vasa sínum.