Áfengi og tóbak

Fréttamynd

Snjórinn fallinn

J-dagurinn, svonefndi, er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim til að fagna því að jólabjórinn sé mættur. Dagskrá hófst á Dönsku kránni klukkan 12:00 í dag og „snjórinn féll“ klukkan 20:59.

Lífið
Fréttamynd

Sante hafi veitt við­skipta­vinum rangar upp­lýsingar

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Santewines, sem rekur vefsíðuna sante.is, hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Skilmálar síðunnar um rétt neytenda séu því ólögmætir. 

Neytendur
Fréttamynd

„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“

„Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates.

Áskorun
Fréttamynd

Friðrik Þór hættur að drekka

Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann væri hættur að drekka áfengi og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Lífið
Fréttamynd

Eitranir dregið 31 til dauða á þessu ári

Eitranir hafa dregið 31 til dauða á þessu ári og rekja má meginþorra andlátanna til notkunar áfengis, ópíóíða eða morfínskyldra lyfja. Yfirlögregluþjónn merkir aukna notkun á oxycontin og segir hvert andlát einu of mikið. 

Innlent
Fréttamynd

Engin fram­halds­að­stoð í boði fyrir Sig­mar eftir dvölina á Vogi

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið.

Innlent
Fréttamynd

Innnes kaupir Djúpalón

Innnes ehf hefur fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni ehf sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi til fyrirtækja og verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innnes. Kaupin eru gerð með fyrirvara á samþykki samkeppnisyfirvalda. Engum verður sagt upp við sameininguna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikið ung­linga­fyllerí á Menningar­nótt

Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri.

Innlent
Fréttamynd

Leik­þáttur í boði stjórn­valda

Nú er verslunarmannahelgin yfirstaðin og hefur fólk víða um land skemmt sér konunglega og fagnað helginni með pompi og prakt. Ýmsar vangaveltur brenna á höfundi þessa dagana sem tengjast auglýsingum vímuefna. Höfundur hefur ekki lagt það í vana sinn að skipta sér af því hvað fólk gerir á meðan það særir ekki aðra.

Skoðun
Fréttamynd

Neyt­enda­stofa slær aftur á hendur Nýju vín­búðarinnar

Neytendastofa hefur sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar. Rekstraraðili verslunarinnar brást ekki við fyrri tilmælum um að gera breytingar á vefsíðu sinni sem Neytendastofa taldi veita villandi upplýsingar um verð og framboð.

Neytendur
Fréttamynd

Minni bjór­glös og buddan tæmist hraðar

Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma.

Neytendur