Ræða um stofnun brugghúss í sögufrægu húsi á Djúpavogi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2023 15:25 Óvíst hefur verið hvers konar starfsemi verður í Faktorshúsi í langan tíma. Múlaþing Eigendur útgerðarinnar Goðaborgar vilja koma á fót brugghúsi og ölstofu í sögufrægu húsi á Djúpavogi. Húsið kallast Faktorshús og er hátt í tvö hundruð ára gamalt. Goðaborg, sem er tíu ára gamalt fyrirtæki, rekur fimm báta, fiskvinnslu, kaupfélag og harðfiskverkun á Breiðdalsvík en eigendurnir eiga einnig hluta í brugghúsinu og ölstofunni Beljanda, einnig á Breiðdalsvík. Að sögn Gauta Jóhannessonar, starfsmanns heimastjórnar Djúpavogs, er málið enn þá á umræðustigi. „Það barst inn erindi þess efni að rekstraraðili hefði áhuga á að skoða þetta. Það var tekið vel í að taka upp viðræður um það,“ segir Gauti. Bæði heimastjórnin og byggðarráð Múlaþings hafa lýst jákvæðni í garð verkefnisins. „Félagið hefur verið að leita að hentugum stað á Djúpavogi til þess að setja upp lítið brugghús og ölstofu með það fyrir augum að auka á framleiðslugetu og aðgengi að markaði og einnig til þess að auka á þá afþreyingu sem í boði er á Djúpavogi fyrir gesti og ferðamenn og gefa þeim kost á að kaupa vöru framleidda á staðnum beint frá framleiðanda,“ segir í bókun heimastjórnar. 175 ára hús Að sögn Gauta hefur nokkuð hægt gengið að finna Faktorshúsinu framtíðarhlutverk en sveitarfélagið auglýsti eftir samstarfsaðilum fyrir all nokkru síðan. Faktorshúsið er 175 ára gamalt og unnið hefur verið að endurbótum á því. Eins og greint var frá í frétt Austurfréttar í maí síðastliðnum er allt að mestu frágengið utandyra en innandyra hafa endurbætur verið flóknari. Það stendur við hlið Löngubúðar, en þetta eru tvö elstu húsin á Djúpavogi. Langabúð var byggð fyrir danska verslunarfélagið Ørum & Wulff en Faktorshúsið fyrir verslunarstjórann. Múlaþing Áfengi og tóbak Skipulag Veitingastaðir Húsavernd Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Goðaborg, sem er tíu ára gamalt fyrirtæki, rekur fimm báta, fiskvinnslu, kaupfélag og harðfiskverkun á Breiðdalsvík en eigendurnir eiga einnig hluta í brugghúsinu og ölstofunni Beljanda, einnig á Breiðdalsvík. Að sögn Gauta Jóhannessonar, starfsmanns heimastjórnar Djúpavogs, er málið enn þá á umræðustigi. „Það barst inn erindi þess efni að rekstraraðili hefði áhuga á að skoða þetta. Það var tekið vel í að taka upp viðræður um það,“ segir Gauti. Bæði heimastjórnin og byggðarráð Múlaþings hafa lýst jákvæðni í garð verkefnisins. „Félagið hefur verið að leita að hentugum stað á Djúpavogi til þess að setja upp lítið brugghús og ölstofu með það fyrir augum að auka á framleiðslugetu og aðgengi að markaði og einnig til þess að auka á þá afþreyingu sem í boði er á Djúpavogi fyrir gesti og ferðamenn og gefa þeim kost á að kaupa vöru framleidda á staðnum beint frá framleiðanda,“ segir í bókun heimastjórnar. 175 ára hús Að sögn Gauta hefur nokkuð hægt gengið að finna Faktorshúsinu framtíðarhlutverk en sveitarfélagið auglýsti eftir samstarfsaðilum fyrir all nokkru síðan. Faktorshúsið er 175 ára gamalt og unnið hefur verið að endurbótum á því. Eins og greint var frá í frétt Austurfréttar í maí síðastliðnum er allt að mestu frágengið utandyra en innandyra hafa endurbætur verið flóknari. Það stendur við hlið Löngubúðar, en þetta eru tvö elstu húsin á Djúpavogi. Langabúð var byggð fyrir danska verslunarfélagið Ørum & Wulff en Faktorshúsið fyrir verslunarstjórann.
Múlaþing Áfengi og tóbak Skipulag Veitingastaðir Húsavernd Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira