Utanríkismál

Fréttamynd

Sjávar­út­vegs­stefna Við­reisnar II

Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum.

Skoðun
Fréttamynd

Um spænska togara og hræðsluáróður II

Þann 11. ágúst birti ég á Vísi greinina „Um spænska togara og hræðsluáróður“ en markmiðið með þeim skrifum var fyrst og fremst að svara þeim ógnarrökum sem iðulega heyrast frá andstæðingum Evrópusambandsaðildar sem vilja meina að framtíð íslensks sjávarútvegs væri það svört innan sambandsins að það er ekki einu sinni þess virði að halda áfram aðildarviðræðum. Ég var fullmeðvitaður um það að með skrifum mínum væri að stíga inn á ákveðið jarðsprengjusvæði og þess vegna kom mér það nokkuð á óvart þegar viðbrögð við greininni frá ESB-andstæðingum voru lítil sem engin.

Skoðun
Fréttamynd

Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl

Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl.

Innlent
Fréttamynd

Harm­leikurinn í Afgan­istan og á­byrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land.

Skoðun
Fréttamynd

Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi for­seti EFTA-dóm­stólsins fer hörðum orðum um Pál Hreins­son

Carl Bau­den­bacher, fyrr­verandi for­seti EFTA-dóm­stólsins, fer afar hörðum orðum um eftir­mann sinn Pál Hreins­son í að­sendri grein sem birtist í Morgun­blaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálf­stæði sínu, hafi hann ein­hvern tíma verið sjálf­stæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjá­verkum fyrir ís­lenska for­sætis­ráðu­neytið“.

Erlent
Fréttamynd

Færir sig frá New York til Ottawa

Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi á Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York í Bandaríkjunum, verður næsti sendiherra Íslands í Kanada, með aðsetur í Ottawa, höfuðborg Kanada.

Innlent
Fréttamynd

Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange

Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur.

Innlent
Fréttamynd

Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði

Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni.

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hvert stefnir Ísland í alþjóðasamvinnu?

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norræna húsið og utanríkisráðuneytið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Vestnorræna ráðið standa nú í fjórða sinn fyrir ráðstefnu um alþjóðamál, að þessu sinni í dag klukkan 9 í Norræna húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Tækifærin í Brexit?

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“.

Skoðun
Fréttamynd

Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti.

Skoðun
Fréttamynd

Frí­verslunar­samningur við Bret­land í höfn

Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum.

Innlent