Hafnarfjörður

Fréttamynd

Aron og Rita eiga von á barni

Aron Pálmarsson, handboltakappi og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, Rita Stevens, kærasta hans, eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Lífið
Fréttamynd

Grímur viðurkennir mistök lögreglu

Yf­ir­lög­regluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið.

Innlent
Fréttamynd

Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrra­­dag

Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. 

Innlent
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtal: FH - RK Partizan 34-34 | FH glutraði unnum leik niður í jafntefli

Það var heldur betur slegið til veislu í Kaplakrika nú í kvöld þegar FH lék sinn 99. Evrópuleik. Andstæðingur FH var serbneska liðið Partizan frá Belgrad. Leikurinn var í annarri umferð Evrópubikar karla en fyrir þennan leik hafði FH slegið út gríska liðið Diomidis Argous. Eftir afar dramatískar lokamínútur varð 34-34 jafntefli niðurstaðan hér í Kaplakrika.

Handbolti
Fréttamynd

Sátu að sumbli og rifust um peninga

Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn.

Innlent
Fréttamynd

Ein­stök verslun í 50 ár

Verslunin Fjarðarkaup hefur verið samofinn sögu Hafnarfjarðar undanfarna hálfa öld en hún heldur upp á 50 ára afmæli sitt dagana 21.-30. september.

Samstarf
Fréttamynd

Hönnunarparadís í Hafnarfirði

Í miðbæ Hafnarfjarðar er einstakt hönnunarhús til sölu. Húsið var byggt árið 1948 teiknað af Kjartani Sveinssyni og endurhannað af einum þekktasta innanhúshönnuði landsins, Sæ­björgu Guðjóns­dótt­ur eða Sæju, árið 2017. Ásett verð fyrir eignina eru 189 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Flokkun úr­gangs við heimili gengur vonum framar!

Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Manstu eftir Sæ­dýra­safninu í Hafnar­firði?

„Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969.

Lífið
Fréttamynd

Þurfi meiri tíma í Borgar­línu

Inn­viða­ráð­herra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi veru­legar breytingar á fram­kvæmdum vegna Borgar­línu á höfuð­borgar­svæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að upp­færa sam­göngu­sátt­mála höfuð­borgar­svæðisins á milli ríkisins og sveitar­fé­laga. Borgar­lína sé hins vegar risa­stórt verk­efni sem þurfi meiri tíma, bæði með til­liti til verk­fræðinnar en líka fjár­mögnunar.

Innlent
Fréttamynd

Endur­skoðun sam­göngu­sátt­málans

Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki nóg að bæta bara strætó

Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 

Innlent
Fréttamynd

„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“

Innlent
Fréttamynd

Eldurinn kviknaði í iðnaðar­bili

Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi brunans á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Búið er að staðsetja upptök eldsins en orsök hans liggur ekki enn fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Fundu Kodda mjög hræddan á þaki bruna­rústanna

Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur.

Innlent
Fréttamynd

Binda vonir við að á­standið muni batna

Í húsinu við Hvaleyrarbraut sem brann til kaldra kola á sunnudag voru að minnsta kosti tólf manns með fasta búsetu. Enginn þeirra var með skráða búsetu í húsinu þar sem einungis er hægt að skrá lögheimili sitt í íbúðarhúsnæði en húsið var atvinnuhúsnæði.

Innlent