Höfnin muni loka á útsýnið og valda hljóðmengun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júlí 2024 21:02 Björg Helga Geirsdóttir, íbúi í Hvaleyrarholti. Vísir/Einar Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. Björg Helga Geirsdóttir býr um tveimur kílómetrum frá álverinu í Straumsvík og um kílómetra frá einum af tíu fyrirhuguðum borteigum Carbfix á svæðinu. Stækkun hafnarinnar, sem er skilyrði fyrir starfsemi Carbfix, muni hafa talsverð áhrif á ásýnd svæðisins og útsýni Bjargar. „Við erum að tala um fimmtán metra tanka, 75 metra, þetta teygir sig lengst út í víkina og þetta er bara ekkert í lagi. Ég hef áhyggjur af fasteignaverði, ég hef áhyggjur af því að losna ekki við húsið mitt því ég bý við hliðina á stóriðju.“ Eins og greint hefur verið frá hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunninn. Stór tankskip munu flytja koldíoxíð til landsins. Talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag Stækkun hafnarinnar er umtalsverð eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Kostnaður stækkunarinnar mun nema um níu til fimmtán milljörðum en fjármögnun verkefnisins liggur ekki fyrir. Í umhverfismatsskýrslu sem Hafnarfjörður fékk VSÓ ráðgjöf til að gera kemur fram að framkvæmdin muni hafa talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag, óveruleg til talsvert neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu og óverulega neikvæð áhrif á hljóðvist og loftgæði. Björg dregur það síðastnefnda í efa og segir hljóðmengun nú þegar töluverða. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður þegar við erum komin með risastóra höfn sem er að taka fjögur skip á viku og stærstu skipin eru 30 þúsund tonn.“ Segir orðræðuna gera lítið úr íbúum Hún fordæmir vinnubrögð bæjarstjórnar og Carbfix og kallar eftir að fallið verði frá áformunum eða ráðist í íbúakosningu. Hún segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. „Það einkenndist fyrst af einhverju tali um að við þyrftum að kynna okkur betur Carbfix verkefnið, að við værum ekki með nótunum, við þyrftum bara að lesa þetta aftur. Við værum einhver lítil hrædd lauf sem einhvern veginn þyrfti bara að tala og sussa og tala blíðlega til.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Hafnarmál Skipulag Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
Björg Helga Geirsdóttir býr um tveimur kílómetrum frá álverinu í Straumsvík og um kílómetra frá einum af tíu fyrirhuguðum borteigum Carbfix á svæðinu. Stækkun hafnarinnar, sem er skilyrði fyrir starfsemi Carbfix, muni hafa talsverð áhrif á ásýnd svæðisins og útsýni Bjargar. „Við erum að tala um fimmtán metra tanka, 75 metra, þetta teygir sig lengst út í víkina og þetta er bara ekkert í lagi. Ég hef áhyggjur af fasteignaverði, ég hef áhyggjur af því að losna ekki við húsið mitt því ég bý við hliðina á stóriðju.“ Eins og greint hefur verið frá hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunninn. Stór tankskip munu flytja koldíoxíð til landsins. Talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag Stækkun hafnarinnar er umtalsverð eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Kostnaður stækkunarinnar mun nema um níu til fimmtán milljörðum en fjármögnun verkefnisins liggur ekki fyrir. Í umhverfismatsskýrslu sem Hafnarfjörður fékk VSÓ ráðgjöf til að gera kemur fram að framkvæmdin muni hafa talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag, óveruleg til talsvert neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu og óverulega neikvæð áhrif á hljóðvist og loftgæði. Björg dregur það síðastnefnda í efa og segir hljóðmengun nú þegar töluverða. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður þegar við erum komin með risastóra höfn sem er að taka fjögur skip á viku og stærstu skipin eru 30 þúsund tonn.“ Segir orðræðuna gera lítið úr íbúum Hún fordæmir vinnubrögð bæjarstjórnar og Carbfix og kallar eftir að fallið verði frá áformunum eða ráðist í íbúakosningu. Hún segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. „Það einkenndist fyrst af einhverju tali um að við þyrftum að kynna okkur betur Carbfix verkefnið, að við værum ekki með nótunum, við þyrftum bara að lesa þetta aftur. Við værum einhver lítil hrædd lauf sem einhvern veginn þyrfti bara að tala og sussa og tala blíðlega til.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Hafnarmál Skipulag Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira