Hafnarfjörður

Fréttamynd

Breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til landsins

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að sérreglum um kampýlóbakter í alifuglakjöti og öflun viðbótartrygginga vegna salmonellu í samstarfi við Matvælastofnun. Í upphafi ársins samþykkti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var samþykkt á fundi sameiginlegu EES nefndarinnar 25. október síðastliðin.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir samkrull lóðasölu og byggingar

Eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka, nái tillögur starfshóps fram að ganga. Oddviti Samfylkingarinnar telur gagnrýnisvert að ágóðinn af uppbyggingunni verði eyrnamerktur byggingu knatthúss Hauka.

Innlent
Fréttamynd

Upp­sagnir hjá Haf­rann­sóknar­stofnun

Tíu manns hefur verið sagt upp störfum hjá Hafrannsóknarstofnun. Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, segir í samtali við RÚV að fjórir til viðbótar hefðu sjálfir sagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Veita útigangskisum mat og skjól

Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel.

Innlent