Reykjavík

Fréttamynd

Kom ekki til greina hjá starfs­hópi en nú lík­leg niður­staða

Hjólhýsabyggð á Sævarhöfða verður líklega fundið nýtt heimili í Skerjafirði. Íbúi á Sævarhöfða segir að þau muni koma sér fyrir á svæðinu fyrir jól en formaður borgarráðs segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun í málinu. Skerjafjörður kom ekki til greina í tillögu starfshóps sem vann að málinu.

Innlent
Fréttamynd

Skortir lækna í Breið­holti

Heimilislækna skortir á Heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti. Yfirmaður hjá heilsugæslunni segir íbúa ekki þurfa að örvænta vegna málsins, þjónusta við íbúa verði tryggð. Málið sé hinsvegar lýsandi fyrir stöðuna á landsvísu, hún hvetur lækna til að sækja um.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Péturs­son er látinn

Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur

Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar.

Innlent
Fréttamynd

Bregðast ekki við bíla­stæða­vanda við skíða­svæði í Reykja­vík

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir ekki til fjármagn til að bregðast við óþægindum sem íbúar í Dalhúsum í Grafarvogi verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillaga þeirra um úrbætur á svæðinu hafi verið felld á fundi ráðsins. 

Innlent
Fréttamynd

Bera á­byrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn

Gámaflutningar ehf. hafa verið sýknaðir af kröfum Landslagna ehf., sem lentu í því í fyrra að gámur í eigu félagsins var fluttur án heimildar á Hólmsheiði, þar sem hann fannst tómur. Gámaflutningar voru taldir ábyrgir fyrir þjófnaðinum en Landslagnir voru ekki taldar hafa fært sönnur á tjón sitt.

Innlent
Fréttamynd

Hug­leiðingar um Sunda­braut

Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu.

Skoðun
Fréttamynd

Þreyttir í­búar Grjótaþorpsins fá einstefnu

Samþykkt hefur verið að Grjótagata í Grjótaþorpinu í miðborg Reykjavíkur verði einstefnugata. Íbúar hafa upplifað umferðaröngþveiti vegna vöruafhendingar á morgnana og líka hraðan næturakstur að næturlagi og sendu umhverfis- og skipulagssviði undirskriftalista vegna málsins síðastliðið sumar.

Innlent
Fréttamynd

Loft­gæði verði á­fram slæm

Hæglætisveður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og er spáð áfram. Það hefur þau áhrif að svifryksmengun eykst og loftgæði hafa mælst óholl á nokkrum stöðum undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Árelía kveður borgar­pólitíkina

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sækist ekki eftir sæti á lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún hyggst aftur hefja störf við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Framsóknarmenn hafa ákveðið að hátta listavali í Reykjavík með tvöföldu kjörþingi.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar kvarta undan myrkri

Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað sáran yfir miklu myrkri í hverfinu og ljósastaurum sem slökkt er á í nokkrum götum eða gefa af sér daufa birtu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur yfir LED-væðing ljósastaura, tafir á henni útskýri myrkrið og eru íbúar hvattir til að senda borginni ábendingar.

Innlent
Fréttamynd

Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk

Á fjórðu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi við Álfheima í Reykjavík er að finna bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð. Eignin hefur verið endurnýjuð og hönnuð á smekklegan máta. Húsið var byggt árið 1960 og teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt. Ómar Sigurbergsson innannhússarkitekt sá um endurhönnunina.

Lífið
Fréttamynd

Dular­fullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt ó­happ

Dularfullar skemmdir sem urðu á fjölbýlishúsi á Klapparstíg reyndust vera eftir seinheppinn bílstjóra vinnuvélar sem rakst utan í húsið. Eigandi vinnuvélarinnar tilkynnti tryggingarfélagi strax um óhappið og taldi að málið væri komið í ferli gagnvart grunlausum íbúum sem furðuðu sig á dularfullum skemmdunum svo ofarlega á húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Dóms­mál á hendur starfs­manni Múlaborgar hafið

Ákæra á hendur starfsmanni leikskólans Múlaborgar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum á leikskólanum, var þingfest í morgun. Afstaða hans til sakargiftanna liggur ekki fyrir. Þá liggur efni ákærunnar ekki fyrir að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Borgin hafi gert úr­bætur en sólin sé aðal­vanda­málið

Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu

Viðbragðsáætlun Sjóminjasafnsins var virkjuð þegar hrjótandi heimilislaus maður fannst í hengirúmi á safninu í gær á opnunartíma safnsins. Safnstjóri segir manninn hafa verið kurteisan og hegðað sér vel, um verkferla hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Á leið í frí en hvergi nærri hættur

„Þetta er bara algert kjaftæði,“ segir Róbert Marshall, aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, um það sem kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Komið gott þar sem ýjað er að því að hann sé hættur sem aðstoðarmaður borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar

Steypuvinnu við nýja brú yfir Breiðholtsbraut lauk um helgina. Verkefnastjóri segir verkið ganga vel, en þrátt fyrir takmarkanir á umferð eru alltaf einhverjir sem virða ekki reglurnar.

Innlent