
Svalbarðshreppur

Oddviti H-listans í skýjunum með söguleg úrslit
Niðurstöður kosninganna á Svalbarðshreppi og Langanesbyggðar liggja fyrir en H-listi Betri byggðar hlaut 204 atkvæði (58,9%) en L-listi Framtíðarlistans 142 atkvæði (41,1%)

Tvö ný sveitarfélög urðu til í gær
Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga.

Samþykktu sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps
Tillaga um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var samþykkt í íbúakosningum í dag.

Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag
Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin.

Samþykkja að hefja formlegar sameiningarviðræður
Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hafa nú báðar samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.

Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af
„Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum.

Segir jarðakaup Bretans ofbjóða öllum og vera ömurlega þróun
„Þetta er farið að ofbjóða öllum,“ segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, um jarðakaup breska auðjöfursins Jims Ratcliffes í sveitinni, og segir Hafralónsá nánast í gíslingu vegna tilrauna hans til að ná meirihluta í veiðifélaginu.

Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu
Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum.

Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið
Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú.

Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum
„Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði.

Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur
Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar.

Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum
Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum.

Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa
Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur.

Grænt ljós á samruna Kjarnafæðis og Norðlenska
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á samruna Kjarnafæðis á Svalbarðseyri og Norðlenska á Akureyri. Þetta staðfestir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, í samtali við fréttastofu.

Ástin blómstraði á Raufarhöfn þar sem hjónaböndin urðu til
„Hér blómstraði ástin. Auðvitað var ástin hér á fullu og margir eignuðust sín hjónabönd á Raufarhöfn,“ segir Sléttungurinn Níels Árni Lund í þætti Um land allt á Stöð 2 um Raufarhöfn.

Strákur í Sveinungsvík ætlar að verða bóndi og harmonikkuleikari
Í Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar rekur Árni Gunnarsson 550 kinda sauðfjárbú ásamt vélaútgerð. Árni tók við búskapnum af foreldrum sínum fyrir áratug og er fjórði ættliðurinn á jörðinni. Sonur hans segist ákveðinn í að verða sá fimmti.

Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni
Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins.

Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík
Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann.

Hér sést hvernig briminu tókst að girða stöðuvatnið frá hafinu
Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það. Ljósmyndir, sem teknar voru í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu.

Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn
Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn.

Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi
Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu.

Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði
Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð.

Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið
Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu.

Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð
Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum.

Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón
Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir.

Víkurskarði lokað um tíma eftir að kviknaði í fellihýsi á ferð
Loka þurfti fyrir umferð um Víkurskarð eftir að eldur kom upp í fellihýsi í eftirdragi í morgun. Líklegt er að kviknað hafi í út frá bremsubúnaði.

Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup
"Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.

Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar
Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021.

Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna
Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi.

Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“
Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram.