Akureyri Hvað hefði gerst ef hundurinn Lúkas hefði ekki fundist? Í sumar verða sextán ár liðin síðan kínverskur smáhundur hvarf frá heimili sínu á Akureyri. Lygasaga um misþyrmingu á hundinum varð til þess að kertavökur voru haldnar, lögregla kafaði eftir honum og ungum karlmanni var hótað og dæmdur af dómstól götunnar. Ómögulegt er að segja hver staða karlmannsins væri í dag ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að hundurinn fannst sprelllifandi. Innlent 22.2.2023 06:01 Notaði debetkort húsfélagsins í eigin þágu Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt úr húsfélagi á Akureyri. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að linum tveimur árum. Innlent 21.2.2023 09:16 Endalok Iðnaðarsafnsins á Akureyri Iðnaðarsafnið á Akureyri skellir í lás um mánaðarmótin eftir tuttugu og fimm ára starf. Ömurleg afmælisgjöf frá Akureyrarbæ segir stjórnandi safnsins. Innlent 17.2.2023 14:00 Áskorun um að víkja vegna ákæru Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. Skoðun 16.2.2023 10:00 Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. Innlent 15.2.2023 13:49 Mjólkurgrautur og slátur í Hrísey og þorrablót í kvöld Íbúar í Hrísey komu nú saman í hádeginu til að gæða sér á mjólkurgraut og slátri og í kvöld er þorrablót í eyjunni. Þá er haldið upp á 112 daginn og kökubasar verður líka í eyjunni í dag . Innlent 11.2.2023 12:01 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. Innlent 9.2.2023 13:46 Reynir fyllir í skarð stofnendanna Bjarma og Ólafar hjá Vélfagi Reynir B. Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vélfags ehf. Reynir tekur við af Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur sem verið hafa framkvæmdastjórar síðan þau stofnuðu fyrirtækið árið 1995. Viðskipti innlent 8.2.2023 16:32 N4 ehf. óskar eftir gjaldþrotaskiptum N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á samfélagsmiðlum sjónvarpsstöðvarinnar. Viðskipti innlent 3.2.2023 16:50 244 blaðberum Póstdreifingar var sagt upp Póstdreifingar sagði upp 244 blaðberum í síðasta mánuði. Allir voru þeir í hlutastarfi og sinntu útburði á dagblöðum. Flestum verður þó boðið aftur starf. Viðskipti innlent 3.2.2023 14:35 Landasali fyrir norðan talinn hafa hagnast um margar milljónir Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært tvo einstaklinga fyrir nokkuð umfangsmikla sölu á sígarettum og tóbaki. Annar einstaklinganna er einnig ákærður fyrir landasölu. Er viðkomandi talinn hafa hagnast um 5,6 milljónir vegna málsins. Innlent 1.2.2023 08:25 Jóhanna Guðrún og Þórdís frumsýndu Chicago á Akureyri Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, frumsýndi um helgina söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu. Lífið 30.1.2023 15:03 Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. Innlent 30.1.2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. Innlent 27.1.2023 18:32 Útboð vegna snjómoksturs endaði með málaferlum Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Akureyrarbæ af kröfum verktaka sem krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meintra brota á útboðsskilmálum og verksamningi aðila. Samningurinn var í framhaldi af útboði vegna snjómoksturs og hálkuvarna á Akureyri fyrir árin 2019 til 2022. Innlent 24.1.2023 15:11 Litaveisla á morgunhimninum yfir Akureyri Akureyringar og nærsveitungar hafa heldur betur fengið sýningu í morgun. Stærðarinnar glitský hafa skreytt morgunhimininn. Innlent 21.1.2023 11:07 Verkafólk á Akureyri með hærri laun en í Reykjavík Launakjör verkafólks á Akureyri eru betri en í Reykjavík samkvæmt könnunum. Sérfræðingur hjá Eflingu segir kröfur félagsins um sérstaka framfærsluuppbót meira en sanngjarnar í ljósi hærri húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 21.1.2023 00:01 „Ég er með ævintýri til að segja frá“ Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila. Innlent 20.1.2023 17:36 Tuttugu föst í skíðalyftu í Hlíðarfjalli Lögregla og björgunarsveitarmenn voru kölluð út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hefði stöðvast. Tuttugu voru föst í lyftunni en tekist hefur að ná öllum niður óslösuðum. Innlent 20.1.2023 15:00 Lausagöngubann katta varð aldrei og hugmyndin virðist úr sögunni Ekkert verður af banni við lausagöngu katta að næturlagi á Akureyri. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir breytingu hafa orðið í viðhorfi með myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Ekkert hafi breyst varðandi lausagöngu katta því málið hafi aldrei farið í aðra umræðu. Innlent 20.1.2023 14:40 Draumurinn rættist og hluti af honum eru svakaleg áhættuatriði „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ segir Eiríkur Helgason snjóbrettakappi, sem ásamt bróður sínum Halldóri rekur í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Lífið 20.1.2023 09:01 Netþrjótar stálu upplýsingum um alla nemendur Háskólans á Akureyri Netþrjótar hafa náð að komast yfir upplýsingar um alla nemendur, kennara og annað starfsfólk við Háskólann á Akureyri (HA), þar á meðal lykilorð, kennitölur og farsímanúmer. Verið er að rannsaka málið og búið er að auka öryggisstig á tölvukerfum skólans. Innlent 19.1.2023 17:42 Stöðvaður við akstur og reyndist með gróft barnaníðsefni í símanum Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann, sem handtekinn var vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019, fyrir að hafa haft mikið magn barnaníðsefnis í sinni vörslu í tveimur símum og spjaldtölvu. Maðurinn hafði sömuleiðis dreift efni til ótilgreindra einstaklinga. Innlent 18.1.2023 13:19 Skerðing á Akureyri þar sem gengur illa að fá fólk til starfa Vegna veikinda starfsfólks og skorts á heilbrigðisstarfsmönnum þarf að grípa til tímabundinnar skerðingar á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri. Valkvæðum skurðaðgerðum verður fækkað tímabundið meðal annars til að létta á álagi á gjörgæsludeild. Þetta kemur fram í pistli Hildigunnar Svavarsdóttur forstjóra á vefsíðu stofnunarinnar. Innlent 13.1.2023 16:23 Eins manns rusl er annars manns safnmunur Skipulagsráð Akureyrar hefur ákveðið að hefja álagningu dagsekta vegna umgengni á lóðinni að Sjafnarnesi 2. Álagning dagsekta mun hefjast eftir þrjá mánuði verði ekki bætt úr umgengni á svæðinu. Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar segir bæinn frekar vilja hvetja til lagfæringa en að vera með kvaðir. Lóðarhafar segjast föst milli steins og sleggju. Innlent 13.1.2023 10:03 Hrasaði á hlaupahjóli og hrækti á lögreglu Karlmaður búsettur á Akureyri þarf að dúsa í níutíu daga fangelsi eftir að hann hrækti á og kleip lögreglumenn í júní 2021. Lögreglumennirnir höfðu afskipti af honum eftir að hann hafði hrasað ölvaður á rafhlaupahjóli. Innlent 10.1.2023 08:46 „Bara himnaríki að sitja í svona græju“ Skíðagöngukappar og göngugarpar í nágrenni Akureyrar geta skíðað og gengið sem aldrei fyrr eftir að glænýr snjótroðari af bestu gerð var tekin í notkun í Kjarnaskógi um helgina. Innlent 8.1.2023 07:01 Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. Innlent 6.1.2023 16:08 Þrjú sveitarfélög hafna boði N4 um samstarf við fréttaflutning Þrjú sveitarfélög, Norðurþing, Akureyri og Fjallabyggð, sem flokkast sem markaðssvæði sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Norðurlandi, hafa hafnað erindi Maríu Bjarkar Ingvadóttur framkvæmdastjóra N4, um að hefja samtal um samstarf um fréttaflutning. Innlent 6.1.2023 13:41 Alda Karen fékk óvænt bónorð á annan í jólum „Þetta var ótrúlegt, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Alda Karen Hjaltalín frumkvöðull og fyrirlesari í samtali við Vísi en hún fékk óvænt bónorð á annan í jólum. Lífið 2.1.2023 18:29 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 56 ›
Hvað hefði gerst ef hundurinn Lúkas hefði ekki fundist? Í sumar verða sextán ár liðin síðan kínverskur smáhundur hvarf frá heimili sínu á Akureyri. Lygasaga um misþyrmingu á hundinum varð til þess að kertavökur voru haldnar, lögregla kafaði eftir honum og ungum karlmanni var hótað og dæmdur af dómstól götunnar. Ómögulegt er að segja hver staða karlmannsins væri í dag ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að hundurinn fannst sprelllifandi. Innlent 22.2.2023 06:01
Notaði debetkort húsfélagsins í eigin þágu Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt úr húsfélagi á Akureyri. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að linum tveimur árum. Innlent 21.2.2023 09:16
Endalok Iðnaðarsafnsins á Akureyri Iðnaðarsafnið á Akureyri skellir í lás um mánaðarmótin eftir tuttugu og fimm ára starf. Ömurleg afmælisgjöf frá Akureyrarbæ segir stjórnandi safnsins. Innlent 17.2.2023 14:00
Áskorun um að víkja vegna ákæru Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. Skoðun 16.2.2023 10:00
Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. Innlent 15.2.2023 13:49
Mjólkurgrautur og slátur í Hrísey og þorrablót í kvöld Íbúar í Hrísey komu nú saman í hádeginu til að gæða sér á mjólkurgraut og slátri og í kvöld er þorrablót í eyjunni. Þá er haldið upp á 112 daginn og kökubasar verður líka í eyjunni í dag . Innlent 11.2.2023 12:01
Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. Innlent 9.2.2023 13:46
Reynir fyllir í skarð stofnendanna Bjarma og Ólafar hjá Vélfagi Reynir B. Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vélfags ehf. Reynir tekur við af Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur sem verið hafa framkvæmdastjórar síðan þau stofnuðu fyrirtækið árið 1995. Viðskipti innlent 8.2.2023 16:32
N4 ehf. óskar eftir gjaldþrotaskiptum N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á samfélagsmiðlum sjónvarpsstöðvarinnar. Viðskipti innlent 3.2.2023 16:50
244 blaðberum Póstdreifingar var sagt upp Póstdreifingar sagði upp 244 blaðberum í síðasta mánuði. Allir voru þeir í hlutastarfi og sinntu útburði á dagblöðum. Flestum verður þó boðið aftur starf. Viðskipti innlent 3.2.2023 14:35
Landasali fyrir norðan talinn hafa hagnast um margar milljónir Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært tvo einstaklinga fyrir nokkuð umfangsmikla sölu á sígarettum og tóbaki. Annar einstaklinganna er einnig ákærður fyrir landasölu. Er viðkomandi talinn hafa hagnast um 5,6 milljónir vegna málsins. Innlent 1.2.2023 08:25
Jóhanna Guðrún og Þórdís frumsýndu Chicago á Akureyri Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, frumsýndi um helgina söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu. Lífið 30.1.2023 15:03
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. Innlent 30.1.2023 10:18
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. Innlent 27.1.2023 18:32
Útboð vegna snjómoksturs endaði með málaferlum Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Akureyrarbæ af kröfum verktaka sem krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meintra brota á útboðsskilmálum og verksamningi aðila. Samningurinn var í framhaldi af útboði vegna snjómoksturs og hálkuvarna á Akureyri fyrir árin 2019 til 2022. Innlent 24.1.2023 15:11
Litaveisla á morgunhimninum yfir Akureyri Akureyringar og nærsveitungar hafa heldur betur fengið sýningu í morgun. Stærðarinnar glitský hafa skreytt morgunhimininn. Innlent 21.1.2023 11:07
Verkafólk á Akureyri með hærri laun en í Reykjavík Launakjör verkafólks á Akureyri eru betri en í Reykjavík samkvæmt könnunum. Sérfræðingur hjá Eflingu segir kröfur félagsins um sérstaka framfærsluuppbót meira en sanngjarnar í ljósi hærri húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 21.1.2023 00:01
„Ég er með ævintýri til að segja frá“ Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila. Innlent 20.1.2023 17:36
Tuttugu föst í skíðalyftu í Hlíðarfjalli Lögregla og björgunarsveitarmenn voru kölluð út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hefði stöðvast. Tuttugu voru föst í lyftunni en tekist hefur að ná öllum niður óslösuðum. Innlent 20.1.2023 15:00
Lausagöngubann katta varð aldrei og hugmyndin virðist úr sögunni Ekkert verður af banni við lausagöngu katta að næturlagi á Akureyri. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir breytingu hafa orðið í viðhorfi með myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Ekkert hafi breyst varðandi lausagöngu katta því málið hafi aldrei farið í aðra umræðu. Innlent 20.1.2023 14:40
Draumurinn rættist og hluti af honum eru svakaleg áhættuatriði „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ segir Eiríkur Helgason snjóbrettakappi, sem ásamt bróður sínum Halldóri rekur í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Lífið 20.1.2023 09:01
Netþrjótar stálu upplýsingum um alla nemendur Háskólans á Akureyri Netþrjótar hafa náð að komast yfir upplýsingar um alla nemendur, kennara og annað starfsfólk við Háskólann á Akureyri (HA), þar á meðal lykilorð, kennitölur og farsímanúmer. Verið er að rannsaka málið og búið er að auka öryggisstig á tölvukerfum skólans. Innlent 19.1.2023 17:42
Stöðvaður við akstur og reyndist með gróft barnaníðsefni í símanum Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann, sem handtekinn var vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019, fyrir að hafa haft mikið magn barnaníðsefnis í sinni vörslu í tveimur símum og spjaldtölvu. Maðurinn hafði sömuleiðis dreift efni til ótilgreindra einstaklinga. Innlent 18.1.2023 13:19
Skerðing á Akureyri þar sem gengur illa að fá fólk til starfa Vegna veikinda starfsfólks og skorts á heilbrigðisstarfsmönnum þarf að grípa til tímabundinnar skerðingar á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri. Valkvæðum skurðaðgerðum verður fækkað tímabundið meðal annars til að létta á álagi á gjörgæsludeild. Þetta kemur fram í pistli Hildigunnar Svavarsdóttur forstjóra á vefsíðu stofnunarinnar. Innlent 13.1.2023 16:23
Eins manns rusl er annars manns safnmunur Skipulagsráð Akureyrar hefur ákveðið að hefja álagningu dagsekta vegna umgengni á lóðinni að Sjafnarnesi 2. Álagning dagsekta mun hefjast eftir þrjá mánuði verði ekki bætt úr umgengni á svæðinu. Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar segir bæinn frekar vilja hvetja til lagfæringa en að vera með kvaðir. Lóðarhafar segjast föst milli steins og sleggju. Innlent 13.1.2023 10:03
Hrasaði á hlaupahjóli og hrækti á lögreglu Karlmaður búsettur á Akureyri þarf að dúsa í níutíu daga fangelsi eftir að hann hrækti á og kleip lögreglumenn í júní 2021. Lögreglumennirnir höfðu afskipti af honum eftir að hann hafði hrasað ölvaður á rafhlaupahjóli. Innlent 10.1.2023 08:46
„Bara himnaríki að sitja í svona græju“ Skíðagöngukappar og göngugarpar í nágrenni Akureyrar geta skíðað og gengið sem aldrei fyrr eftir að glænýr snjótroðari af bestu gerð var tekin í notkun í Kjarnaskógi um helgina. Innlent 8.1.2023 07:01
Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. Innlent 6.1.2023 16:08
Þrjú sveitarfélög hafna boði N4 um samstarf við fréttaflutning Þrjú sveitarfélög, Norðurþing, Akureyri og Fjallabyggð, sem flokkast sem markaðssvæði sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Norðurlandi, hafa hafnað erindi Maríu Bjarkar Ingvadóttur framkvæmdastjóra N4, um að hefja samtal um samstarf um fréttaflutning. Innlent 6.1.2023 13:41
Alda Karen fékk óvænt bónorð á annan í jólum „Þetta var ótrúlegt, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Alda Karen Hjaltalín frumkvöðull og fyrirlesari í samtali við Vísi en hún fékk óvænt bónorð á annan í jólum. Lífið 2.1.2023 18:29