

Hegðun keppinauta leiðir ein og sér ekki til þess að samstilltar aðgerðir hafi verið viðhafðar í skilningi samkeppnislaga. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki á fákeppnismörkuðum aðlagi sig með skynsamlegum hætti að háttsemi keppinauta sinna, hvort sem slík háttsemi lýtur að verðhækkunum, verðlækkunum eða annars konar verðákvörðunum.
Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi.
Samkeppniseftirlitið hefur lokið rannsókn sinni á kaupum Kviku banka á færsluhirðingarsamningum úr fórum sameinaðs félags Rapyd og Valitors. Bankanum er nú formlega heimilað að kaupa samningana en kaupin eru þó háð því að Seðlabankinn heimili Rapyd að kaupa Valitor.
Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra.
EFTA-dómstólinn hefur fellt úr gildi ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að aðstoð til Farice ehf. vegna fjárfestingar í sæstreng frá Íslandi til Evrópu fæli í sér ríkisaðstoð sem samræmdist framkvæmd EES-samningsins.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar um að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem féllst ekki á að beiðni samtakanna um að settar yrðu kvaðir á veiðifélög vegna útleigu veiðihúsa.
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sölu Arion banka á færsluhirðinum Valitor til Rapyd með því skilyrði að Rapyd selji ákveðinn hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags til Kviku banka. Arion hefur jafnframt óskað eftir heimild til að hrinda 10 milljarða króna endurkaupaáætlun í framkvæmd.
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna ísraelska fjártæknifyrirtækisins Rapyd og íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Tilkynnt var í byrjun júlí 2021 að Rapyd vildi kaupa allt hlutafé í félaginu af Arion banka fyrir 100 milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarða íslenskra króna.
Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld innleiði nýjar leiðbeiningar Evrópusambandsins um samstarf fyrirtækja eins fljótt og auðið er svo að Ísland verði ekki eftirbátur samanburðarríkja. Þetta segir Hallmundur Albertsson, meðeigandi lögmannastofunnar Deloitte Legal en hann, ásamt fleiri framsögumönnum, verður með erindi á sumarfundi lögmannastofunnar um samkeppnismál sem verður haldinn í Hörpu í hádeginu.
Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, þarf að selja allan eignarhlut sinn í Icelandair innan tiltekins tíma, vegna kaupa Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum. Hluturinn er metinn á rétt rúmlega einn milljarð króna.
Samkeppniseftirlitið (SE) hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða á grundvelli sáttar sem fyrirtækin hafa gert við eftirlitið. Fyrir heimsfaraldur fóru þrjár ferðaskrifstofur með 75 til 80% markaðshlutdeild á markaði fyrir sölu pakkaferða frá Íslandi. Fyrirtækin verða nú tvö en hinn stóri aðilinn er Icelandair samstæðan.
Það má ekki gleyma að það er gagnlegt að spá þó spárnar reynist á endanum rangar. Bara að velta fyrir sér hvernig hlutirnir geti þróast mun hjálpa okkur að takast á við framtíðina, hvernig sem hún verður. Viðbragðið við því að spá vitlaust er því ekki að hætta að spá heldur einfaldlega að kunna að eiga sem best við það þegar við erum úti að aka.
Forstjórar Fjarskiptastofu og Samkeppniseftirlitsins hafa setið lengur í embætti en aðrir forstjórar eftirlitsstofnana á Norðurlöndum og í meirihluta tilfella munar áratug eða meira.
Það hefur verið talinn einn af grunnþáttum á heilbrigðri samkeppni á litlum markaði eins og Ísland er, að tryggja eðlilega samkeppni í sölu á vöru og þjónustu, enda nauðsynlegt þar sem Ísland er eitt dýrasta land í Evrópu og tryggja þarf heilbrigða samkeppni til að halda verðlagi í skefjum og tryggja gæði þjónustunnar.
Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna.
Fjarskiptastofa hefur að undanförnu leitast við að setja meiri kvaðir á Símasamstæðuna þrátt fyrir að salan á Mílu sé langt á veg komin og þrátt fyrir að markaðshlutdeild samstæðunnar hafi farið minnkandi á síðustu árum. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir óviðunandi að Fjarskiptastofa vinni út frá úreltum forsendum um markaðsstyrk samstæðunnar. Stofnunin sé föst í fortíðinni.
Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem viðurkennd eru brot gegn samkeppnislögum og fyrirmælum sem hvíla á samtökunum á grundvelli eldri ákvörðunar. Hafa samtökin fallist á að greiða 20 milljónir króna í sekt og grípa til aðgerða sem vinna gegn því að brotið endurtaki sig.
Síminn heldur því fram að stöðugar breytingar á afskriftartíma í bókhaldi Ljósleiðarans beri þess merki að verið sé að „fegra“ rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins. Ef afskriftartíminn væri nær því sem þekkist hjá sambærilegum fyrirtækjum á Íslandi og Norðurlöndunum væri „ólíklegt“ að Ljósleiðarinn myndi skila eiganda sínum, Orkuveitu Reykjavíkur, fjármunum á næstu áratugum.
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup ríkisins á Auðkenni ehf. á grundvelli skilyrða í sátt sem samrunaaðilar gerðu við Samkeppniseftirlitið. Auðkenni veitir rafræna auðkenningar- og traustþjónustu á Íslandi og gefur út rafræn skilríki.
Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki úrskurð um ólögmætt útboð embætti landlæknis undir höndum en leggur áherslu á að vel sé farið með opinbert fé og að aðilum á samkeppnismarkaði sé tryggð jöfn staða.
„Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur.
Það er ljóst að viðhorf bæði almennings og yfirvalda gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum hefur breyst umtalsvert á örfáum árum. Umrædd viðhorfsbreyting endurspeglast ekki síst í víðtækum rannsóknum samkeppnisyfirvalda á starfsemi tæknifyrirtækjanna og fjölda sektarákvarðana á hendur þeim, auk fyrirhugaðrar lagasetningar beggja vegna Atlantshafsins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, fagnar áliti Samkeppniseftirlitsins um Isavia og mun taka tilmæli eftirlitsstofnunarinnar, sem miða að því að hafa hemil á háttsemi ríkisfyrirtækisins, til ítarlegrar skoðunar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigurðs Inga við fyrirspurn Innherja.
Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf.
Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum.
Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum.
Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Það hefur því miður verið alltof algengt að ráðherrar hummi fram af sér tilmæli Samkeppniseftirlitsins árum saman. Dæmin um það eru mýmörg.
Samkeppniseftirlitið segir háttsemi Isavia á síðustu árum vekja áleitnar spurningar um það hvernig ríkisfyrirtækið nálgast samkeppni og samkeppnismál. Eftirlitið hefur beint tilmælum til ráðherra málaflokksins sem miða að því að skapa heilbrigða umgjörð um starfsemi á Keflavíkurflugvelli, draga úr óhagkvæmni í rekstri hans og efla ferðaþjónustu.