Hælisleitendur
Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“
Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn.
Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur
Rúmlega helmingur landsmanna er óánægður með núverandi stefnu ríkisstjórnar í málefnum hælisleitenda. Fjórir af hverjum fimm vilja að sett sé árlegt hámark á fjölda þeirra sem Íslandi tekur á móti.
Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum.
Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gert samninga við Hondúras og Úganda um að ríkin taki við hælisleitendum frá þriðju ríkjum sem Bandaríkjamenn vilja senda úr landi.
Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman
Formaður Eflingar segir dvalarleyfiskerfið á Íslandi ónýtt og fagnar breytingum í málaflokknum. Hún segir dæmi um að fólk sem kemur til landsins á grundvelli dvalarleyfa, sér í lagi til að starfa á snyrtistofum, leiti í vændi til að ná endum saman.
Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum
Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum.
Sjö staðreyndir í útlendingamálum
Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri.
„Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins
Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum dómsmálaráðherra á reglum um dvalarleyfi hér á landi. Verkalýðsforkólfar eru á öndverðum meiði, á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekkert nýtt í hugmyndunum.
Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins
Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum.
Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum
Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli.
Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun
„Við þurfum ekki að loka landamærum en við þurfum kannski aðeins að opna augun. Opna augun fyrir því á hvaða stefnu byggir fólksfjölgun á Íslandi. Þegar ég hef verið að skoða þetta á fyrstu mánuðum í embætti, þá hefur stefnuleysið komið mér á óvart og hversu lítið ákvarðanir og hversu lítið lagasetning er byggð á gögnum.“
Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið.
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna.
Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt
Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar.
Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt
Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí.
Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvort og þá hvaða ráðagerðir séu uppi til að vinna bug á þeim vanda sem Útlendingastofnun virðist eiga við að etja við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga
Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum.
Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga
Hælisleitandi sem til stóð að vísa úr landi árið 2022 lét ekki ná í sig fyrr en í júní þessa árs, þegar hann var handtekinn. Þegar til stóð að fylgja honum úr landi fleygði hann sér niður stiga á millilendingarstað, með þeim afleiðingum að honum var fylgt aftur til Íslands.
Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“
Matargjöfum Fjölskylduhjálpar Íslands verður hætt á morgun eftir 22 ára starfsemi. Formaður félagsins segir það stinga í hjartað og að tvískinnungsháttar gæti hjá stjórnvöldum.
Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka
Við stjórnvölinn í Danmörku sitja nú sósíaldemókratar, undir forystu Mette Fredriksen sem leiðir þar samsteypustjórn Jafnaðarmannaflokksins, Venstre og Moderaterne - ekkert ósvipað og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hér heima. Danski Jafnaðarmannaflokkurinn getur með réttu talist systurflokkur hinnar íslensku Samfylkingar, svo nauðalík er pólitísk sýn og stefnuskrá þessara tveggja flokka. En eitt skilur á milli: á meðan annar þessara flokka hefur sýnt pólitískt hugrekki til að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir þá sýnir systurflokkurinn pólitískt hugleysi með því að ýmist stinga höfðinu í sandinn eða þá reyna að kæfa umræðu um erfið mál.
Ábyrg stefna í útlendingamálum
Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum.
Fjögur búsetuúrræði Vinnumálastofnunar standa auð
Alls er Vinnumálastofnun með á leigu nítján búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þar af standa fjögur þeirra, samkvæmt svörum Vinnumálastofnunar, auð. Umsóknum um alþjóðleg vernd hefur fækkað verulega í ár.
Valdhafar sem óttast þjóð sína eiga ekki skilið völdin
Þeir sem fara með völdin eiga að þjóna þjóð sinni af ábyrgð, skýra ákvarðanir sínar og standa fyrir stefnu sinni. En þegar borgarar leyfa sér að spyrja krefjandi spurninga um stefnu stjórnvalda, bregðast ráðamenn ítrekað við með stimplun, ásökunum og þöggun í stað heiðarlegra svara.
Sigfús Aðalsteinsson: Trömpistinn sem vill bjarga Íslandi
Sigfús Aðalsteinsson varð ungur forstöðumaður á leikskóla en hætti eftir að hafa dregið sér fé og keypti skemmtistað í miðbænum. Hann er í dag fasteignasali en leiðir einnig fjöldahreyfingu þjóðernissinna sem hafa fengið sig fullsadda af streymi hælisleitenda til Íslands.
70 milljóna króna halli vegna uppsagnar samningsins
Vinnumálastofnun sagði upp samningum við þrjú sveitarfélög um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áhrif uppsagnarinnar geta leitt til allt að sjötíu milljóna króna halla hjá Reykjanesbæ. Sveitarfélagið hefur þjónustað umsækjendurna frá árinu 2004.
1 stk. ísl. ríkisborgararéttur - kr. 1,600
Hvenær er maður íslendingur og hvenær ekki? Það eru víst ekki allir sammála um það en ég taldi mig þó vera íslending fyrstu 18 ár ævinnar enda fæddur í Reykjavík og ættaður að mestu úr Grímsnesinu og Flóanum. Langalangafi minn úr Hraungerðishreppi var sömuleiðis langafi Guðna Ágústssonar framsóknarfrömuðar með meiru og ég var alinn á rjómanum úr Búkollu greyinu og kjötfarsinu úr kaupfélaginu. Mat fyrir sjálfstæða íslendinga.
Ísland, þvert á flokka boðar til annarra mótmæla
Hópurinn Ísland, þvert á flokka hefur boðað til annars mótmælafundar á Austurvelli gegn stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Til stimpinga kom á milli mótmælenda og gagnmótmælenda síðastliðinn laugardag.
Ekkert sem bendi til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið
Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir ekkert komið fram svo hægt sé að slá því föstu að formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis hafi brotið gegn lögum eða reglum með pólitískum afskiptum sínum af störfum Útlendingastofnunar. Málefnaleg rök geti legið fyrir því að Oscar Bocanegra hafi verið einn tekinn út fyrir sviga af þeim nítján sem voru á framkvæmdarlista um brottvísun.
„Þetta eru alveg galin vinnubrögð“
Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir að auðvitað sé um pólitísk afskipti að ræða. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir vinnubrögð Víðis algjörlega galin.
Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks
Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum.