Keflavíkurflugvöllur

Börn verði skimuð á landamærunum
Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum.

Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði
Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa.

Sjö sendir til baka án gildra vottorða
Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun.

Svona yrði brugðist við á Keflavíkurflugvelli í eldgosi
Litlar líkur eru á að hraun loki Keflavíkurflugvelli komi til eldgoss. Öskufall er helsti áhrifaþáttur á völlinn.

Flugrútan hefur akstur á nýjan leik
Flugrútan, sem hefur ekki verið í rekstri frá miðjum janúarmánuði, mun hefja akstur á ný á morgun. Akstrinum var hætt í janúar vegna lítillar notkunar komufarþega en flugferðum til og frá landinu hefur fækkað mikið síðasta tæpa árið vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Einn sektaður á Keflavíkurflugvelli og öðrum vísað frá landinu
Einn var sektaður um hundrað þúsund krónur fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði á Keflavíkurflugvelli í dag og öðrum sem ekki hafði neina fullnægjandi pappíra varðandi stöðu sína gagnvart covid 19 var vísað frá landinu.

Ferðamenn frá smitlausu Grænlandi sleppa við PCR-próf
Ferðamenn frá Grænlandi verða frá og með 24. febrúar 2021 undanþegnir kröfum um framvísun á vottorði um neikvætt PCR-próf, skimun og sóttkví vegna COVID-19 við komuna til Íslands. Þetta kemur fram á vef Landlæknis.

Hundrað þúsund króna sekt við broti á reglum um PCR-próf
Á næstu dögum þurfa þeir ferðalangar sem ekki framvísa nýlegu PCR-prófi fyrir brottför til Íslands að borga 100 þúsund krónur í sekt.

Í skoðun að styrkja samgöngur til og frá flugvellinum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú til skoðunar hvort og þá með hvaða hætti styrkja eigi samgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar í ljósi þess að enn eru brögð að því að komufarþegar virði að vettugi reglur um sóttkví með því að láta vini og ættingja sækja sig á völlinn.

Sektirnar verði alltaf hærri en kostnaður við að útvega sér vottorð
Frá og með deginum í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi við komuna ásamt því að fara í tvöfalda skimun. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir vinnuna tímafreka en dagurinn í dag hafi gengið vel.

130 liðsmenn norska flughersins á leið til landsins
Alls munu um 130 liðsmenn norska flughersins annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst eftir helgi.

Fleiri flugvélar lentu á Akureyri en á Keflavíkurflugvelli
Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi.

„Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá.

Fékk ekki að millilenda þrátt fyrir „gulltryggingu með tveimur mótefnamælingum“
Ísold Guðlaugsdóttir er búsett í Svíþjóð. Hún var búin að vera á Íslandi í um tvo mánuði en var snemma í gærmorgun mætt á Keflavíkurflugvöll þar sem hún átti flugmiða heim til Stokkhólms með millilendingu í Kaupmannahöfn. Hún fékk aftur á móti ekki að fara um borð í vélina til Kaupmannahafnar þar sem hvorugt skjalið sem hún var með í höndunum um að hún væri með mótefni gegn covid-19 var tekið gilt. Annað reyndist of gamalt og hitt of nýtt.

Íslendingar komist heim án PCR-prófs en líkast til beittir sektum
Engum íslenskum ríkisborgara verður meinað að koma til landsins samkvæmt reglugerð um kröfu á farþega um að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir koma til Íslands. Framkvæmdin hefur enn ekki verið fullmótuð en grípa þyrfti til viðurlaga ef Íslendingur kemur ekki með neikvætt próf til landsins.

Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs
Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit.

Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin
Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Sextán teknir fyrir brot á sóttkví
Á einungis nokkrum vikum, eða frá 1. janúar til 5. febrúar, voru sextán einstaklingar sektaðir vegna brota á sóttkví eftir komuna til landsins.

Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu
Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið.

Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins
Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar.

Kanna heimildir til að sekta þá sem sækja farþega
Lögreglan telur vert að kanna heimildir til að beita sektum gagnvart þeim sem sækja komufarþega á Keflavíkurflugvöll. 90 sóttu farþega á flugvöllinn um liðna helgi.

Segir sláandi hve margir sækja fólkið sitt á Keflavíkurflugvöll
Níutíu farþegar sem komu með flugi til landsins á Keflavíkurflugvelli um helgina var sóttur þangað af vini eða vandamanni. Um er að ræða tæplega einn af hverjum þremur farþegum. Sláandi tölur segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.

Auður Ýr nýr forstöðumaður flugverndar
Auður Ýr Sveinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns flugverndar á Keflavíkurflugvelli.

Breytingar á sóttvarnalögum samþykktar
Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum var samþykkt á fimmta tímanum í dag með fjörutíu og sjö samhljóða atkvæðum.

„Vægar“ tilslakanir innanlands en hertar aðgerðir á landamærunum í skoðun
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er með í smíðum tillögur að „vægum“ tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum. Mun hann skila þeim til ráðherra öðru hvoru megin við helgina en vildi ekki tjá sig frekar um þær á upplýsingafundi nú í þessu.

Áforma að ferja tvær Boeing 737 Max-þotur til Íslands í næstu viku
Icelandair er byrjað að undirbúa endurkomu Boeing 737 MAX-véla félagsins inn í flugreksturinn eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti kyrrsetningu vélanna síðastliðinn miðvikudag. Stefnt er að því að tveimur MAX-þotum verði flogið frá Spáni til Íslands í síðari hluta næstu viku.

Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar
Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna.

450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands
Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands.

Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug
Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný.

Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er
Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í.