Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Bíla­stæði uppbókuð yfir páskana

Langtímastæðin við Keflavíkurflugvöll eru nú uppbókuð fram yfir páskana. Það er því ekki hægt að ferðast bílleiðis á völlinn og fá bílastæði nema stæðið hafi verið bókað fyrirfram.

Innlent
Fréttamynd

Tæp­lega þriggja milljarða króna viðsnúningur

Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2023 var jákvæð um 8,1 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 5,2 milljarða króna árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Isavia vegna nýbirts ársreiknings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­fagrar sögur af við­skiptum við Base Parking

Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Hafa haft á­hyggjur af starf­semi Base Parking í mörg ár

Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið.

Innlent
Fréttamynd

For­dæmir of­fors SA gagn­vart starfs­mönnum Icelandair

Samninganefnd verslunarmanna fordæmir það „offors“ sem hún segir Samtök atvinnulífsins hafa sýnt af sér gagnvart fámennum hópi starfsmanna við farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair í Keflavík í vikunni. Þrátt fyrir þetta hafi ásættanleg niðurstaða náðs í kjaraviðræðum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyska 757-þotan fær aðra ferð á Vogaflugvöll

Boeing 757-flutningaþota færeyska félagsins FarCargo hefur fengið undanþágu frá dönskum samgönguyfirvöldum til að lenda í Færeyjum í dag. Áform um reglulega fiskflutninga eru í uppnámi þar sem reglugerð fyrir Vogaflugvöll, eina flugvöll Færeyinga, takmarkar vænghaf þeirra flugvéla sem mega nota völlinn við allt að 36 metra en 757-þotan er með 41 metra breitt vænghaf.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„We lost your keys“

Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum.

Innlent
Fréttamynd

Far­þega­listarnir duga skammt

Kallað hefur verið eftir því að öll flugfélög sem fljúgi til Íslands afhendi hérlendum yfirvöldum farþegalista í þágu bættrar löggæzlu á Keflavíkurflugvelli en nokkuð hefur vantað upp á afhendingu þeirra. Hins vegar má ljóst vera að takmarkað gagn sé í reynd að slíkum farþegalistum þegar flogið er til landsins frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins.

Skoðun
Fréttamynd

SA og verslunar­menn hafa undir­ritað kjara­samning

Samtök atvinnulífsins og verslunarmenn undirrituðu kjarasamning nú á fyrsta tímanum. Samningurinn byggir að miklu leyti á þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í síðustu viku og gildir til fjögurra ára. Ekkert verður af boðuðum verkföllum VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbanni Samtaka atvinnulífsins á skrifstofufólk í VR.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­sátta­semjari reynir til þrautar að miðla málum

Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­línu­fólkið hjá Icelandair

Við sem störfum í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair erum fjölbreyttur hópur. Við komum frá ólíkum löndum, tölum mörg tungumál og búum við mismunandi fjölskylduaðstæður. Mörg okkar búa á Suðurnesjum, en hluti okkar á höfuðborgarsvæðinu, eins og á við um mig sem núna þarf að búa mér nýtt heimili fjarri húsinu mínu í Grindavík.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­mönnum fjölgar en þeir eyða minna

Um 156 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar og hafa aðeins einu sinni farið fleiri ferðamenn um flugvöllinn í febrúarmánuði, eða á metárinu 2018. Tölur sýna að erlendir ferðamenn eyði umtalsvert minna hér á landi en fyrir ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvö­földu endurkomubanni

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar fagna fiskflutningaþotu

Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki hlustað á starfs­menn í mörg ár

Formaður VR segir ekki boðlegt að slíta sundur dagvinnuvaktir starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafi verið hlustað á kröfur um breytingar undanfarin ár og þess vegna hafi verið ákveðið að boða til verkfalls þessara starfsmanna hjá Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Play tekur flugið til Afríku

Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kom til landsins með kíló af kókaíni inn­vortis

Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudaginn til tuttugu mánaða fangelsisvistar og greiðslu rúmra tveggja milljón króna í sakarkostnað fyrir að hafa farið með rúmt kíló af kókaíni földu innvortis til Íslands með flugi frá París.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Jökull kom sjálfur á klakann

Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn glóð­volgur með tvö kíló af kókaíni

Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi eftir að hafa verið gripinn með rúmlega tvö kíló af kókaíni í ferðatösku sinni við komuna til landsins í desember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Far­þega­listar flug­fé­laga

Nú nýlega hefur komið í ljós að nokkur flugfélög sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hafa neitað að láta af hendi farþegalista áður en flogið er. Þetta er bagalegt og gerir íslenskum yfirvöldum erfiðara fyrir að vinna nauðsynlegar athuganir.

Skoðun