Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 08:00 Farþegar komnir til Íslands að greiða fyrir vörur í Fríhöfninni. Vísir/Sigurjón Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í aðsendri grein á Vísi. Greint var frá því í upphafi árs að Heinemann hefði orðið hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli. Fríhafnarverslun Heinemann í Bologna á Ítalíu.Heinemann Ólafur segir í grein sinni að í útboðsgögnum komi fram að Isavia telji mikilvægt að vöruframboð fríhafnarverslana ýti undir „tilfinningu fyrir staðnum“. „Á Íslandi sé rík hefð fyrir skapandi framleiðslu og tækifæri til að halda á lofti vönduðum vörum frá framleiðendum um allt land í Fríhöfninni, enda sé hún „búðargluggi“ fyrir þessa framleiðendur. Það sé mikilvægt, jafnt fyrir þarfir íslenzkra og erlendra viðskiptavina, að stilla fram íslenzkum vörum og styrkja „staðartilfinninguna“,“ segir Ólafur og vísar í útboðsgögnin. Þá segir að Isavia hafi sérstakan áhuga á því hvernig samstarfsaðilar muni vinna með innlendum framleiðendum og birgjum og sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja minni fyrirtæki. Ólafur segir 30 prósent tekna Fríhafnarinnar árið 2023 hafa verið af íslenskum vörum og Fríhöfnin hafi verið einn mikilvægasti, og oft mikilvægasti, útsölustaður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi. Heinemann hafi hins vegar lagt fram stífar kröfur um allt að 70 prósent framlegð. Ekki standi til að hækka verð til farþega þannig að framlegðarkrafan þýði að framleiðendur neyðist til að lækka verð sitt um tugi prósenta ef þeir vilja vörur sínar áfram í fríhafnarverslununum. „Óvíst er að rekstur sumra þessara fyrirtækja þoli slíka verðlækkun. Við þetta bætast kröfur um 90 daga greiðslufrest og að fyrirtækin taki þátt í starfsmannakostnaði, ef þau vilja að starfsfólk Fríhafnarinnar hafi einhverja þekkingu á vörum þeirra,“ segir Ólafur. Ætti að vekja athygli samkeppnisyfirvalda Ólafur segir Heinemann komið í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og geri verði þá kröfu að fyrirtækið misnoti ekki þá staðreynd. „Samkeppnisyfirvöld ættu að hafa augun á því sem fram fer þessa dagana í samskiptum fyrirtækisins og birgja Fríhafnarinnar og grípa inn í ef þörf krefur. Ólafur segir ljóst að „verulega auknar tekjur“ Isavia af samningnum við Heinemann, sem fagnað var af hálfu forsvarsmanna Isavia, muni að óbreyttu koma úr vösum birgja, þar á meðal lítilla og meðalstórra innlendra framleiðenda. „Ávinningur þessa hluta íslenzks samfélags virðist ætla að verða neikvæður og enn sem komið er fer mjög lítið fyrir hinni „samfélagslegu ábyrgð“ sem Heinemann er ætlað að sýna gagnvart minni fyrirtækjum. Vonandi endar það ekki þannig að litlu fyrirtækin leggi upp laupana og „staðartilfinningin“ verði eftir því.“ Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í aðsendri grein á Vísi. Greint var frá því í upphafi árs að Heinemann hefði orðið hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli. Fríhafnarverslun Heinemann í Bologna á Ítalíu.Heinemann Ólafur segir í grein sinni að í útboðsgögnum komi fram að Isavia telji mikilvægt að vöruframboð fríhafnarverslana ýti undir „tilfinningu fyrir staðnum“. „Á Íslandi sé rík hefð fyrir skapandi framleiðslu og tækifæri til að halda á lofti vönduðum vörum frá framleiðendum um allt land í Fríhöfninni, enda sé hún „búðargluggi“ fyrir þessa framleiðendur. Það sé mikilvægt, jafnt fyrir þarfir íslenzkra og erlendra viðskiptavina, að stilla fram íslenzkum vörum og styrkja „staðartilfinninguna“,“ segir Ólafur og vísar í útboðsgögnin. Þá segir að Isavia hafi sérstakan áhuga á því hvernig samstarfsaðilar muni vinna með innlendum framleiðendum og birgjum og sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja minni fyrirtæki. Ólafur segir 30 prósent tekna Fríhafnarinnar árið 2023 hafa verið af íslenskum vörum og Fríhöfnin hafi verið einn mikilvægasti, og oft mikilvægasti, útsölustaður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi. Heinemann hafi hins vegar lagt fram stífar kröfur um allt að 70 prósent framlegð. Ekki standi til að hækka verð til farþega þannig að framlegðarkrafan þýði að framleiðendur neyðist til að lækka verð sitt um tugi prósenta ef þeir vilja vörur sínar áfram í fríhafnarverslununum. „Óvíst er að rekstur sumra þessara fyrirtækja þoli slíka verðlækkun. Við þetta bætast kröfur um 90 daga greiðslufrest og að fyrirtækin taki þátt í starfsmannakostnaði, ef þau vilja að starfsfólk Fríhafnarinnar hafi einhverja þekkingu á vörum þeirra,“ segir Ólafur. Ætti að vekja athygli samkeppnisyfirvalda Ólafur segir Heinemann komið í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og geri verði þá kröfu að fyrirtækið misnoti ekki þá staðreynd. „Samkeppnisyfirvöld ættu að hafa augun á því sem fram fer þessa dagana í samskiptum fyrirtækisins og birgja Fríhafnarinnar og grípa inn í ef þörf krefur. Ólafur segir ljóst að „verulega auknar tekjur“ Isavia af samningnum við Heinemann, sem fagnað var af hálfu forsvarsmanna Isavia, muni að óbreyttu koma úr vösum birgja, þar á meðal lítilla og meðalstórra innlendra framleiðenda. „Ávinningur þessa hluta íslenzks samfélags virðist ætla að verða neikvæður og enn sem komið er fer mjög lítið fyrir hinni „samfélagslegu ábyrgð“ sem Heinemann er ætlað að sýna gagnvart minni fyrirtækjum. Vonandi endar það ekki þannig að litlu fyrirtækin leggi upp laupana og „staðartilfinningin“ verði eftir því.“
Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur