Umferðaröryggi

Fréttamynd

Próf­töku­bann og refsingar fyrir svindlara

Í nýju frumvarpi innviðaráðherra til breytinga á umferðarlögum er lagt til að brot á prófreglum í ökuprófi geti varðað sviptingu á próftökurétti í allt að sex mánuði, auk annarra mögulegra refsinga. 

Innlent
Fréttamynd

Þarf stór­slys til ...

... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar?

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvort aka þurfi á barn svo eitt­hvað verði gert

Nanna Hólm býr í Grafarvoginum á Móavegi 4 á jarðhæð. Þung umferð er við blokkina og öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur eru litlar sem engar. Umferðin er ekki girt af og bílar keyra þar oft vel yfir löglegum hámarkshraða segir Nanna. Sömuleiðis þjóti rafskútur um svæðið á ógnarhraða. Nanna spyr hvort bíða þurfi eftir því að barn verði fyrir bíl svo eitthvað verði gert.

Innlent
Fréttamynd

Munu fella fleiri aspir á Austur­veginum

Til stendur að fella fleiri aspir og fjarlægja ýmsan lággróður á miðeyju Austurvegar á Selfossi til að bæta umferðaröryggi. Ný tré verða gróðursett og blómakörum komið fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Að vita betur en vísindin

Síðdegisþáttur Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis, veltir upp ýmsum málum, nú síðast (6. mars) umræðunni um það hvort leyfa eigi ökumönnum á Íslandi að taka hægri beygju á gatnamótum jafnvel þó umferðarljós á þeirra akstursstefnu lýsi rauðu ljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Aukin aðgæsluskylda öku­manna

Þrátt fyrir mikla aukningu hérlendis á umferð og fjölgun ökutækja þá hefur umtalsverður árangur náðst í baráttunni gegn umferðarslysum á undanförnum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Þremur sekúndum frá enda­lokunum á Reykja­nes­brautinni

Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni.

Innlent
Fréttamynd

Ók bíl inn í verslun í Vest­manna­eyjum

„Þetta var smá sjokk. Því hann kom ágætlega inn hjá mér, húddið kom allt inn,“ segir Svava Tara Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar Sölku í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu. Í morgun var bíl ekið inn í verslunina og brotnaði gluggi hennar fyrir vikið.

Innlent
Fréttamynd

Taka upp meðalhraðaeftirlit í Hval­fjarðar­göngum

Á fimmtudag verður tekið í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund. Samskonar meðalhraðaeftirlit er að finna í göngum á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og í Dýrafjarðargöngum. 

Innlent
Fréttamynd

Förum var­lega á vegum úti

Banaslys í umferðinni eru orðin 7 sem af er þessu ári en þau voru 8 í heildina, allt árið í fyrra. Þessar staðreyndir kalla á að við stöldrum við og íhugum hvar við getum gert betur. Ef við horfum aftur til aldamóta hefur margt breyst.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórði á­reksturinn í dag

Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt slys á Suður­landi

Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi.

Innlent
Fréttamynd

Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í að­stæðum eins og í morgun

Miklar umferðartafir urðu við Grindavík í morgun þegar íbúar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Veður og hálka gerði fólki erfitt fyrir og þurftu sumir að snúa við. Íbúi segir galið að  almannavarnir hafi beint fólki um Krýsuvíkurveg sem sé þekktur fyrir að vera hættulegur í aðstæðum eins og í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var hörku hvellur“

Þreifandi bylur var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og lítið sem ekkert skyggni. Lögreglufulltrúi segir umferð hafa gengið mjög hægt í morgun og eitthvað um árekstra. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs. 

Innlent
Fréttamynd

Fjórir á sjúkra­húsi eftir á­rekstra

Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka.

Innlent
Fréttamynd

Erfið aksturs­skil­yrði og mikið um ó­höpp

Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. 

Innlent
Fréttamynd

Fleiri bana­slys í boði Vega­gerðarinnar?

Þegar janúar er rétt hálfnaður hafa fimm manns látist í bílslysum á þjóðvegum landsins. Slysið við Skaftafell hinn 12. janúar vakti sérstaka athygli mína, enda keyri ég nær vikulega þessa leið austur í Suðursveit. Í slysinu létu tvær manneskjur lífið og sex aðrir slösuðust. Aðkoma á slysstað var með því ljótara sem þaulreyndir viðbragðsaðilar hafa séð.

Skoðun