Dans

Fréttamynd

NBA-meistari vann stærsta dansþátt heims

Körfuboltamaðurinn Iman Shumpert gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í Dancing with the Stars. Um var að ræða þrítugustu þáttaröð þessa gríðarvinsæla dansþáttar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans“

Dansverkið Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur verður frumsýnt í Tjarnarbíó þann 28. október næstkomandi. Þrjár sviðslistakonur og einn trommari leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika.

Lífið
Fréttamynd

„Þjóðin hefði svo gott af því að fá gleði og glimmer“

„Það geta allir dansað, þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er í genunum okkar,“ segir Jóhann Gunnar Arnarson danssérfræðingur, bryti og dómari í þáttunum Allir geta dansað. „Ef fólk hefur áhuga á að ná langt í dansi liggur samt að baki ótrúlega mikil vinna og einbeitni.“

Lífið
Fréttamynd

Virkjar ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu

Ásrún Magnúsdóttir dansari og danshöfundur er að stofna nýjan skóla fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til átján ára. Skólinn er fyrir unglinga sem langar til þess að verða listamenn, sýningarstjórar, aktívistar eða hvað sem er sem er tengt menningu og listum.

Lífið
Fréttamynd

Sjáðu sigur­dansinn hans Rúriks

Rúrik Gíslason, fótboltakappi og athafnamaður, sigraði Allir geta dansað í Þýskalandi í gær. Brá hann sér þar í líki þrumuguðsins Þórs, eða allavega Hollywood-útgáfuna af honum.

Lífið
Fréttamynd

Rúrik dansaði sig til sigurs í Þýskalandi

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sigraði í þýska dansþættinum Let's Dance í kvöld. Rúrik tók við verðlaunagripnum klæddur eins og ofurhetjan Þór úr Marvel-teiknimyndasagnaheiminum.

Lífið
Fréttamynd

Súludansinn sveiflar sér yfir á netið

„Áhorfendur geta búist við því að þeim sé komið á óvart, þetta verður sexí, sorglegt, fyndið, töff og allt þar á milli,“ segir Sólveig Maria Seibitz í samtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

„Man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum“

„Það er mjög athyglisvert að fylgjast með frammistöðu Rúriks okkar Gíslasonar í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi, sem er systurþáttur okkar Allir geta dansað. Mikið óskaplega hlýtur almættið að hafa verið í góðu skapi þegar það bjó til hann Rúrik. Það er ekki nóg að hann lítur út eins og grískur guð úr fornbókmenntunum, heldur er hann líka algert hæfileikabúnt. Ég er búinn að sjá þrjá dansa sem hann hefur dansað í keppninni og eru þeir hver öðrum betur dansaðir,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, danssérfræðingur, sem hefur verið dómari í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 undanfarin ár.

Lífið