Sænski boltinn

Íslendingalið Rosengård og Häcken enn ósigruð á toppnum
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í meistaraliði Rosengård fara vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið vann enn einn sigurinn í kvöld og er sem stendur ósigrað á toppi deildarinnar. Häcken er einnig ósigrað en Íslendingarnir þar fengu ekki mikinn spiltíma í kvöld.

Svava Rós skoraði tvö er Brann fór á toppinn
Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði tvívegis er Brann vann 10-0 stórsigur á Åvaldsnes í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Svíþjóð voru íslenskir bakverðir í eldlínunni.

Brynjar Björn að taka við Örgryte
Brynjar Björn Gunnarsson er sagður vera að hætta sem þjálfari HK til að taka við sænska liðinu Örgryte.

Aron skoraði er Sirius hafði betur í Íslendingaslag
Aron Bjarnason skoraði seinna mark Sirius er liðið vann 2-0 sigur gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Rosengård og Kristianstad skildu jöfn í Íslendingaslag
Íslendingaliðin Rosengård og Kristianstad skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 1-1, en Delaney Baie Pridham, fyrrum leikmaður ÍBV, jafnaði metin fyrir Kristianstad á lokamínútunum.

Ekki enn viljað þiggja starf eftir viðskilnaðinn við Ísland
Sænski knattspyrnuþjálfarinn Erik Hamrén, sem orðinn er 64 ára gamall, hefur fengið nóg af tilboðum en ekki þjálfað neitt lið eftir að hann hætti með íslenska karlalandsliðið árið 2020.

Lætur samanburðinn við pabba og afa ekki trufla sig
Sveinn Aron Guðjohnsen hefur farið vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar og þegar skorað jafnmörg mörk og á síðustu leiktíð. Hann segir samanburðinn við föður sinn og afa ekki trufla sig.

Jafnt í toppslagnum í Noregi | Rosengård tók toppsætið í Svíþjóð
Vålerenga og Brann gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Þá fór fjöldi leikja fram í sænsku úrvalsdeild kvenna þar sem alls voru sex Íslendingar í eldlínunni.

Lærisveinar Milosar náðu í þrjú stig
Malmö, sem leikur undir stjórn Milosar Milojevic, hafði betur með tveimur mörkum gegn engu þegar liðið mætti Mjällby í sjöundu umferð sænsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag.

Agla María kom inn er Häcken tyllti sér á toppinn
Häcken er komið á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á Linköping í eina leik kvöldsins. Agla María Albertsdóttir spilaði hálftíma í liði Häcken.

Willum Þór og félagar töpuðu fyrstu stigunum | Stefán Teitur hafði betur í Íslendingaslagnum
Þónokkrir íslenskir fótboltamenn voru í eldlínunni í kvöld. Tveir í Danmörku, tveir í Svíþjóð og einn í Hvíta-Rússlandi.

Valgeir Lunddal lagði upp | Ísak Bergmann kom við sögu hjá FCK
Valgeir Lunddal Friðriksson lagði upp þriðja mark Häcken er liðið lagði Varbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þá kom aðeins einn Íslendingar við sögu í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar.

Sjáðu markið er Sveinn Aron kom Elfsborg á bragðið
Elfsborg vann 6-0 stórsigur er liðið heimsótti Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði fyrsta mark leiksins.

Hlín skoraði sigurmark Piteå
Hlín Eiríksdóttir reyndist hetja Piteå sem vann 1-0 útisigur á IF Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Íslendingalið Kristianstad og Kalmar máttu bæði þola 0-1 tap.

Guðrún og stöllur enn ósigraðar í Svíþjóð
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í 4-1 sigri Rosengård gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið er enn taplaust eftir sex umferðir á tímabilinu.

Ari hafði betur í Íslendingaslag
Ari Freyr Skúlason og félagar hans í Norrköping unnu góðan 2-1 sigur er liðið sótti Davíð Kristján Ólafsson og félaga hans í Kalmar heim í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Milos Milojevic: Væri auðveldara fyrir mig að vera þjálfari í Seríu A
Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga og Breiðabliks, er nú þjálfari Malmö FF í sænsku deildinni og hann er ósáttur með að fá ekki að vera með fleiri leikmenn á bekknum.

Sigrar hjá Kristianstad og Kalmar | Jafnt í toppslagnum
Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Íslenskar landsliðskonur voru í eldlínunni þó báðir íslensku leikmenn meistaraliðs Häcken hafi verið fjarri góðu gamni.Nokkrar íslenskar fótboltakonur voru í eldlínunni þó hvorki Agla María Albertsdóttir né Diljá Ýr Zomers verið með Häcken gegn Rosengård.

Hlín vann Íslendingaslaginn
Piteå, með Hlín Eiríksdóttur innanborðs, hafði betur gegn Berglindi Ágústsdóttur og liðsfélögum hennar í Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Piteå vann 4-1.

Willum Þór allt í öllu hjá BATE, Glódís Perla lagði upp og Häcken vann Íslendingaslaginn
Það var nóg um að vera hjá íslensku fótboltafólki í kvöld. Willum Þór Þórsson skoraði og lagði upp í Hvíta-Rússlandi. Íslendingalið Bayern München vann stórsigur og Häcken vann Íslendingaslaginn gegn Kristianstad í Svíþjóð.

Hlín hafði betur gegn Hallberu
Fimm leikjum er nú nýlokið í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Allar íslensku stelpurnar voru í byrjunarliði sinna liða og Hlín Eiríksdóttir skoraði sigurmarkið í uppgjöri Íslendingaliðanna.

Jafntefli í uppgjöri Íslendingaliðanna
Það voru fimm leikir á dagskrá í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Í fjórum viðureignum voru Íslendingar í leikmannahópunum.

Íslendingalið Kristianstad bjargaði stigi
Íslendingalið Kristianstad er enn taplaust á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni eftir 2-2 jafntefli gegn Eskilstuna í dag.

Sveinn Aron með tvennu og Davíð Kristján skoraði glæsimark
Þrír íslenskir knattspyrnumenn komu við sögu í leikjum dagsins í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sigrar hjá Íslendingaliðunum í Svíþjóð
Þrjár íslenskar knattspyrnukonur komu við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Íslensk jafntefli í sænska boltanum
Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og voru Íslendingar í eldlínunni í báðum þeirra. Milan Milojevic og lærisveinar hans í Malmö gerðu 1-1 jafntefli gegn Íslendingaliði Elfsborg og Aron Bjarnason og félagar hans í Sirius gerðu markalaust jafntefli gegn Varnamo.

Valgeir og Jón Daði í byrjunarliðunum | Alfreð allan tíman á bekknum
Valgeir Lunddal Friðriksson og Jón Daði Böðvarsson fengu mínútur í leik sinna liða í dag en Alferð Finnbogason kom ekkert við sögu gegn toppliði Bayern Munchen.

Jafntefli hjá Birki og félögum | Upp og niður í Svíþjóð
Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Adana Demirspor er liðið gerði markalaust jafntefli við Hatayspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Íslendingarnir í Svíþjóð áttu mismunandi gengi að fagna í kvöld.

Óskar hafði betur í Íslendingaslag | Davíð og félagar hófu tímabilið á tapi
Óskar Sverrisson og félagar hans í Varbergs unnu 1-0 útisigur gegn Ara Frey Skúlasyni og félögum hans í Norrköping í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Á sama tíma þurftu Davíð Kristján Ólafsson og félagar hans í Kalmar að sætta sig við 1-0 tap gegn Malmö.

Íslenskar mínútur í dönsku og sænsku deildunum
Kristín Dís, Amanda Andra og Hlín Eiríks fengu allar einhverjar mínútur í jafnteflum sinna liða í dönsku og sænsku deildunum í knattspyrnu.