
Sænski boltinn

Íslendingaliðin í bullandi fallbaráttu eftir töp dagsins
Norrköping og Gautaborg eru í bullandi fallbaráttu í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta eftir töp í kvöld. Bæði lið hafa tapað sex af fyrstu 11 leikjum tímabilsins.

Þórdís Elva komin á blað og Guðrún hélt aftur hreinu
Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni fyrir Vaxjö í 1-1 jafntefli gegn Djurgarden. Guðrún Arnardóttir og stöllur í Rosengard héldu hreinu og eru með fullt hús stiga.

Katla skoraði jöfnunarmarkið í endurkomusigri
Katla Tryggvadóttir skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu þegar lið hennar Kristianstad vann 3-1 gegn Brommapojkarna í 8. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Andri Fannar fagnaði í Íslendingaslag
Andri Fannar Baldursson og félagar í Elfsborg lönduðu 2-0 sigri á móti Halmstad í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Hlín á skotskónum og Guðrún vann toppslaginn
Hlín Eiríksdóttir skoraði bæði mörk Kristianstad sem vann 2-0 útisigur á Vaxjö í efstu deild kvenna í fótbolta í Svíþjóð. Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Rosengård sem lagði Hammarby í toppslag deildarinnar.

Ísak lagði upp mark í fyrsta byrjunarliðsleiknum
Ísak Andri Sigurgeirsson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Norrköping á tímabilinu þegar liðið mætti Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Kolbeinn lagði upp jöfnunarmark Gautaborgar
Kolbeinn Þórðarson lagði upp jöfnunarmark Gautaborgar í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sirius þegar liðin mættust í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta.

Fyrirliði 21 árs landsliðs Svía skiptir um landslið
Armin Gigović hefur verið fyrirliði 21 árs landsliðs Svía í fótbolta en spilar aldrei fyrir A-landsliðið. Hann ákvað að skipta um landslið.

Gísli lagði upp í Íslendingaslag og Elfsborg vann risasigur
Fimm Íslendingar voru í eldlínunni í tveimur leikjum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Guðrún og stöllur enn með fullt hús stiga
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn þegar Rosengård lagði Häcken í efstu deild sænska fótboltans í kvöld. Guðrún var ekki eini Íslendingurinn sem kom við sögu í kvöld en Katla Þórðardóttir skoraði mark Örebro sem hefur ekki enn unnið leik.

Sungu nafn Arnórs hástöfum
Arnór Sigurðsson fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti á gamlan heimavöll sinn um helgina. Stuðningsmenn IFK Norrköping tóku þá mjög vel á móti íslenska landsliðsmanninum.

Hlín allt í öllu í sigri Kristianstad
Hlín Eiríksdóttir var í aðalhlutverki í dag þegar Kristianstad vann 3-1 sigur á Trelleborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Langþráð endurkoma Valgeirs
Landsliðsbakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson sneri loksins aftur til leiks í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, eftir langvinn meiðsli, þegar hann lék með Häcken í 3-1 sigri á Kalmar.

Ótrúlegur árangur Glódísar og Bayern en Selma fallin
Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Bayern München þegar liðið vann öruggan 4-0 sigur á Nürnberg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur, sem þar með er formlega fallið niður um deild.

Draumagengi Guðrúnar heldur áfram
Guðrún Arnardóttir stóð vaktina að venju í vörn Rosengård sem vann öruggan 3-0 sigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Katla með tvennu í Íslendingaslag
Katla Tryggvadóttir var afar áberandi í 4-2 sigri Kristianstad á Örebro í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sjáðu frábært mark hjá Arnóri Ingva sem dugði þó skammt
Arnór Ingvi Traustason skoraði fyrir Norrköping í sænsku deildinni í dag en það kom ekki í veg fyrir stórt tap á útivelli.

Langt hlé gert á leik hjá Guðrúnu vegna mikillar rigningar
Guðrún Arnardóttir og félagar í Rosengård unnu 6-1 stórsigur á Linköpings FC í sænsku úrvalsdeildinni í dag í mjög sérstökum fótboltaleik. Liðið er á toppnum í deildinni eftir fjórar umferðir.

Katla tryggði Kristianstad sigur
Katla Tryggvadóttir var hetja Kristianstad í sænsku deildinni í dag þegar hún skoraði sigurmarkið í útileik á móti Piteå.

Andri Lucas skoraði og Andri Fannar fagnaði sigri á toppliðinu
Andri Lucas Guðjohnsen hættir ekki að skora fyrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni og Andri Fannar Baldursson og félagar unnu flottan stórsigur á toppliðinu í sænsku deildinni.

Kristín Dís og Þórdís fögnuðu sigri en það gekk illa hjá Halmstad strákunum
Kristín Dís Árnadóttir og félagar í Bröndby unnu flottan sigur í dag í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í fótbolta.

Arnór Ingvi skoraði það sem reyndist sigurmarkið
Arnór Ingvi Traustason skoraði það sem reyndist sigurmark Norrköping í 2-1 útisigri liðsins á BK Häcken í sænsku úrvalsdeild karla.

Dúndurbyrjun hjá Gísla og félögum
Íslendingaliðið Halmstad komst upp í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Varnamo, 1-3, í dag. Góð byrjun lagði grunninn að sigri gestanna.

Guðrún skoraði og með fullt hús stiga á toppnum
Guðrún Arnardóttir skoraði fyrsta mark Rosengård í 3-0 sigri liðsins á AIK í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Þá lagði Þórdís Elva Ágústsdóttir upp sigurmark Växjö á Linköping.

Hamrén hafnaði 388 milljóna samningi
Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands segist hafa fengið mörg tilboð um að þjálfa félagslið og landslið í Sádí Arabíu.

Skelfilegar fjórar mínútur hjá Kristianstad í Íslendingaslag
Ísland átti fjóra af 22 byrjunarliðsmönnum þegar Rosengård vann 3-1 útisigur á Kristianstad í sænsku kvennadeildinni í fótbolta.

Hjartnæm stund þegar Sven-Göran var heiðraður á Gamla Ullevi
Það var hjartnæm stund þegar Sven-Göran Eriksson var heiðraður og hylltur á leikvanginum Gamla Ullevi í Gautaborg í gær.

Sjáðu Arnór Ingva skora glæsimark
Arnór Ingvi Traustason skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu en Norrköping náði ekki að landa sigri þrátt fyrir að vera manni fleiri í hálftíma.

Góður laugardagur fyrir Ísak, Þóri og Stefán
Þrír íslenskir knattspyrnumenn fögnuðu allir sigri í leikjum liða þeirra í neðri deildunum í Þýskalandi og Svíþjóð í dag.

Hafi ekki séð styrkleika sína nægilega vel
Eftir löng samtöl er íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Andri Lucas Guðjohnsen loksins orðinn leikmaður Lyngby að fullu. Hann segir vangaveltur um framtíð sína ekki hafa truflað sig innan vallar og þá horfir hann björtum augum fram á komandi tíma hjá Lyngby sem stendur í ströngu um þessar mundir í efstu deild Danmerkur. Hann kveður því sænska félagið IFK Norrköping að fullu og finnst sínir styrkleikar ekki hafa fengið að skína í gegn þar.