
Norðurslóðir

Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða
Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi.

Baráttan á norðurslóðum
Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða.

Vill ræða við Trump í síma
Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu.

Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland
Ríkisstjórn Danmerkur opinberaði í dag nýja áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Smíða á ný herskip, auka eftirlit með gervihnöttum og kaupa tvo langdræga dróna en áætlað er að verkefnið muni kosta um 14,6 milljarða danskra króna.

Beint streymi: Er Grænland til sölu?
Málþingið „Er Grænland til sölu?“ sem er á vegum Norræna hússins og Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands fer fram í Norræna húsinu frá 12 til 13 í dag. Rætt verður um sjálfstæði Grænlands, áhuga Bandaríkja á landinu og öryggi á norðurslóðum.

Af hverju langar Trump í Grænland?
Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum.

Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega.

Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi
Íslenskur stjórnandi verklegra orkuframkvæmda á Grænlandi vonast til að Íslendingar hafi áhuga á taka þátt í þeim miklu virkjunarframkvæmdum sem framundan eru í landinu. Íslensk verktakafyrirtæki hafa til þessa reist fjórar af fimm vatnsaflsvirkjunum Grænlendinga.

Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan
Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga.

Samkeppni eykst í Grænlandsflugi
Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi.

Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands
Á lokadegi Norðurlandaráðsþingsins samþykkti það þingsályktunartillögu um breytingu á Helsingfors-sáttmálanum. Þingið vill að ríkisstjórnir á Norðurlöndunum finni út úr því hvernig þær geti boðið Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum fulla aðild að Norðurlandaráði.

Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga
Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár.

United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk
Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025.

Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum
Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.

Æfa sig með franskan ísbrjót í togi
Varðskipið Þór er þessa stundina með franska ísbrjótinn Le Commandant Charcot í togi suður af Látrabjargi á Breiðarfirði. Um æfingu er að ræða.

Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn
Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár.

Stillir viðtækið á alheimsdögunina
Á ysta hjara veraldar hefur bandarískur stjarneðlisfræðingur komið upp því sem hann líkir við fínni gerð af bílaútvarpi til þess að finna merki um fyrstu stjörnurnar sem lýstu upp alheiminn. Fátt er vitað um þessa fyrstu kynslóð stjarna annað en að þær voru gerólíkar þeim sem mynduðust síðar.

Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll
Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun.

Grænlendingar hefja beint flug til Kanada
Air Greenland, þjóðarflugfélag Grænlendinga, hyggst hefja áætlunarflug milli Grænlands og Norður-Kanada í sumar. Flogið verður milli höfuðstaðarins Nuuk og bæjarins Iqaluit, höfuðstaðar Nunavut, sjálfsstjórnarsvæðis Inúíta í Kanada.

Heimur haturs, átaka og hergagnaframleiðslu
Það horfir ekki friðvænlega í heiminum þessa dagana. Úkraínustríðið heldur áfram og hefur nú staðið yfir í hér um bil 2 ár. Átök eru á milli Ísraelshers og Hamas eftir árás hins síðarnefnda á Ísrael í október á 2023. Hútar í Jemen sem styðja Hamas ráðast á skip sem fara um Rauðahafið og þeir telja tengjast Ísrael eða bandamönnum Ísrael.

Berghlaup á Grænlandi gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju
Berghlaup sem varð við vesturströnd Grænlands við lok síðustu ísaldar er það stærsta sinnar tegundar sem vitað er um á jörðinni. Vísindamönnum reiknast til að það gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð.

Telur norðurslóðir eiga eftir að verða eitt mikilvægasta efnahagssvæði veraldar
Vegna landfræðilegrar legu og öflugra innviða er Ísland í kjörstöðu til að nýta sér þau tækifæri sem við blasa í þróun efnahagsuppbyggingar á norðurslóðum, útskýrði Ólafur Ragnar Grímsson á ráðstefnu í London fyrr í þessum mánuði, sem hann telur að sé óðum að verða eitt af mikilvægustu efnahagssvæðum heimsins. Forstjóri Stoða brýndi fyrir erlendum fjárfestum mikilvægi þess að finna „réttan samstarfsaðila“ þegar fjárfest væri á Íslandi og nefndi að vegna sterkrar stöðu íslenska þjóðarbúsins þá ætti gjaldmiðillinn ekki að vera vandamál.

Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir
Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun.

Ný flugbraut kallaði á stærstu sprengingu í sögu Grænlands
Gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland virðist loksins komin á beinu brautina eftir langvarandi óvissu. Við flugbrautargerðina var hleypt af stærstu sprengingu í sögu Grænlands.

Ljóst hverjir verða fyrstu fræðimennirnir sem dvelja í Grímshúsi
Aðstandendur Hringborðs norðurslóða hefur tilkynnt hvaða fræðimenn hafa fengið úthlutaða fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði frá haustinu 2023 til sumars 2025.

Rússar segja sig úr Barentsráðinu
Yfirvöld í Rússlandi hafa ákveðið að segja sig úr Barentsráðinu og saka nágranna sína um að hafa gert ráðið óstarfhæft. Rússar segja Finna ekki hafa viljað afhenda þeim forsæti ráðsins.

Dýrustu sprengjuþoturnar í lágflugi með tilheyrandi látum
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu fengu að kynnast látunum sem fylgja B-2 sprengjuflugvélum eftir hádegið í dag.

Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll
Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir.

Öflugt jökulhlaup skolaði burt heilu húsunum
Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum.

Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði
Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku.